Segir fólk á einhverfurófi alls ekki gagnlaust á vinnumarkaði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2018 20:30 Í gær sögðum við frá einhverfum bruggurum frá Danmörku en þar í landi er aðeins um 30% atvinnuþátttaka einhverfra og má gera ráð fyrir að staðan sé svipuð á Íslandi. Á síðustu sjö árum hafa 120 einstaklingar komið í þjálfun Specialisterne á Íslandi sem stuðla að atvinnuþátttöku einhverfra og hafa 50 þeirra komist út á vinnumarkaðinn. Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri Specialisterna, segir hræðslu við hið óþekkta fækka atvinnutækifærunum. „Ég hef átt í tölvupóstsamskiptum við marga framkvæmdastjóra og þeir taka ljúflega í þetta. En þegar kemur að þeim sem eiga að stafa nær þeim, þá kemur upp ótti um að þetta sé íþyngjandi og erfitt," segir Bjarni en bætir við að árangurinn hafi verið góður. „Allir sem hafa farið frá okkur í vinnu hafa staðið undir væntingum þannig að ég skora á atvinnurekendur að gefa okkur tækifæri.“ Leturprent gaf starfsmanni með asperger tækifæri og byrjaði Daði Gunnlaugsson að vinna hjá þeim fyrir rúmum þremur árum. Burkni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, segir hann standa sig vel. „Við finnum að hann er farinn að taka fleiri ákvarðanir sjálfur og tekur þátt í flóknari verkefnum. Þetta er bara mjög gott.“ Daði segir Asperger-heilkenni fyrst og fremst félagslega hamlandi. „Jafnvel við að tala við þig núna þá er ég með smá stress inni í mér en ég reyni bara að þrýsta þessu niður. Ég reyni bara að haga mér þannig að ég sé að tala við mig sjálfan.“ Daði er alsæll með starfið, segir verkefnin fjölbreytt og skemmtileg. Áður var hann atvinnulaus í þrjú ár og fyrir það vann hann hjá póstinum „Eina sem ég gerði var að flokka póst og mér leiddist svo mikið að ég fór að raða stöflunum þannig að þeir voru alveg þráðbeinir. Þá hugsaði ég að það væri tímabært fyrir mig að skipta um vinnu.“ Daði vonar að fleiri á einhverfurófinu fái tækifæri á vinnumarkaði. „Sumir staðir geta ekki tekið við liði eins og mér af því að þau treysta okkur ekki og halda að við séum gagnlaust fólk. Að lið eins og ég sé gagnlaust. En þegar kemur að fólki með Asperger þá er það bara með takmarkanir, fólk er gott í sumu og kannski vonlaust í öðru," segir Daði. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Í gær sögðum við frá einhverfum bruggurum frá Danmörku en þar í landi er aðeins um 30% atvinnuþátttaka einhverfra og má gera ráð fyrir að staðan sé svipuð á Íslandi. Á síðustu sjö árum hafa 120 einstaklingar komið í þjálfun Specialisterne á Íslandi sem stuðla að atvinnuþátttöku einhverfra og hafa 50 þeirra komist út á vinnumarkaðinn. Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri Specialisterna, segir hræðslu við hið óþekkta fækka atvinnutækifærunum. „Ég hef átt í tölvupóstsamskiptum við marga framkvæmdastjóra og þeir taka ljúflega í þetta. En þegar kemur að þeim sem eiga að stafa nær þeim, þá kemur upp ótti um að þetta sé íþyngjandi og erfitt," segir Bjarni en bætir við að árangurinn hafi verið góður. „Allir sem hafa farið frá okkur í vinnu hafa staðið undir væntingum þannig að ég skora á atvinnurekendur að gefa okkur tækifæri.“ Leturprent gaf starfsmanni með asperger tækifæri og byrjaði Daði Gunnlaugsson að vinna hjá þeim fyrir rúmum þremur árum. Burkni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, segir hann standa sig vel. „Við finnum að hann er farinn að taka fleiri ákvarðanir sjálfur og tekur þátt í flóknari verkefnum. Þetta er bara mjög gott.“ Daði segir Asperger-heilkenni fyrst og fremst félagslega hamlandi. „Jafnvel við að tala við þig núna þá er ég með smá stress inni í mér en ég reyni bara að þrýsta þessu niður. Ég reyni bara að haga mér þannig að ég sé að tala við mig sjálfan.“ Daði er alsæll með starfið, segir verkefnin fjölbreytt og skemmtileg. Áður var hann atvinnulaus í þrjú ár og fyrir það vann hann hjá póstinum „Eina sem ég gerði var að flokka póst og mér leiddist svo mikið að ég fór að raða stöflunum þannig að þeir voru alveg þráðbeinir. Þá hugsaði ég að það væri tímabært fyrir mig að skipta um vinnu.“ Daði vonar að fleiri á einhverfurófinu fái tækifæri á vinnumarkaði. „Sumir staðir geta ekki tekið við liði eins og mér af því að þau treysta okkur ekki og halda að við séum gagnlaust fólk. Að lið eins og ég sé gagnlaust. En þegar kemur að fólki með Asperger þá er það bara með takmarkanir, fólk er gott í sumu og kannski vonlaust í öðru," segir Daði.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent