Vísað úr landi þrátt fyrir líflátshótanir mansalsglæpamanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 19:06 Theresa ásamt eiginmanni sínum og börnunum þremur sem eru á aldrinum eins árs til sex ára. vísir/egill Fjölskyldan hefur búið í Reykjanesbæ í tvö ár og er yngsta barnið fætt hér á landi. Eldri börnin tvö stunda leik- og grunnskóla og faðirinn vinnur á bílaleigu. Í vikunni sem leið var kröfu um endurupptöku á máli þeirra hafnað þrátt fyrir að nú hafi þær upplýsingar komið fram að móðirin, Theresa Kusi Daban, sé fórnarlamb mansals og hafi verið neydd í vændi á Ítalíu. En eftir að hún kynntist eiginmanni sínum flúðu þau frá landinu. Meðal gagna málsins voru hótanir glæpamanna úr mansalshring sem starfar í Gana og Ítalu sem krefjast þess að Theresa borgi þeim þrjátíu þúsund evrur eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna og snúi aftur í vændið. Hér eru dæmi úr skilaboðunum sem bárust í gegnum samskiptaforritið Whatzapp sem tengist símanúmeri notanda.„Þú getur ekki flúið til Gana. Þar bíður Bahuma Vudu þín og hann er mjög reiður. Þú ert hvergi örugg. Komdu aftur til Ítalíu og farðu aftur í vændið.“„Theresa ekki reita okkur til reiði af því að þá munum við drepa börnin þín.“Theresa segir mansalsmafíuna sem starfar í löndunum tveimur afar öfluga. „Þannig að ef við förum til Afríku eða Ítalíu þá bíða þau mín. Ég held að enginn myndi mæta eldinum, þegar hann sér hann nálgast," segir Theresa. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, undrast að nefndin hafi ekki séð tilefni til að kanna gögnin nánar en höfnunin er byggð á því að skilaboðin hafi mátt falsa. „En þá spyr ég á móti: Hvaða gögn er ekki hægt að falsa? Það er hægt að falsa öll gögn. Það þýðir ekki að skyldan til að rannsaka þetta sé ekki til staðar,“ segir Magnús og bendir á að það hefði til dæmis verið hægt að hafa samband við ítölsk lögregluyfirvöld og símafyrirtæki til að rekja skilaboðin. Höfnunin byggir einnig á því að frásögn móðurinnar komi of seint í ferlinu. En Theresa segist hafa verið hrædd, full af skömm og ekki viljað að börnin hennar vissu af ofbeldinu. Nú þurfi hún aftur á móti að berjast fyrir lífi barna sinna. „Ef Útlendingastofnun vill að ég sé örugg ætti hún að hafa uppi á þeim og borga skuldina og svo getur hún sent mig þangað. Ef hún getur það ekki ætti hún að handtaka mig og setja mig í fangelsi og taka börnin mín til ættleiðingar. Ég veit að ég yrði örugg í fangelsinu og börnin mín hér á Íslandi. Ég myndi ekki deyja, heldur væri ég örugg,“ segir Theresa. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Fjölskyldan hefur búið í Reykjanesbæ í tvö ár og er yngsta barnið fætt hér á landi. Eldri börnin tvö stunda leik- og grunnskóla og faðirinn vinnur á bílaleigu. Í vikunni sem leið var kröfu um endurupptöku á máli þeirra hafnað þrátt fyrir að nú hafi þær upplýsingar komið fram að móðirin, Theresa Kusi Daban, sé fórnarlamb mansals og hafi verið neydd í vændi á Ítalíu. En eftir að hún kynntist eiginmanni sínum flúðu þau frá landinu. Meðal gagna málsins voru hótanir glæpamanna úr mansalshring sem starfar í Gana og Ítalu sem krefjast þess að Theresa borgi þeim þrjátíu þúsund evrur eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna og snúi aftur í vændið. Hér eru dæmi úr skilaboðunum sem bárust í gegnum samskiptaforritið Whatzapp sem tengist símanúmeri notanda.„Þú getur ekki flúið til Gana. Þar bíður Bahuma Vudu þín og hann er mjög reiður. Þú ert hvergi örugg. Komdu aftur til Ítalíu og farðu aftur í vændið.“„Theresa ekki reita okkur til reiði af því að þá munum við drepa börnin þín.“Theresa segir mansalsmafíuna sem starfar í löndunum tveimur afar öfluga. „Þannig að ef við förum til Afríku eða Ítalíu þá bíða þau mín. Ég held að enginn myndi mæta eldinum, þegar hann sér hann nálgast," segir Theresa. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, undrast að nefndin hafi ekki séð tilefni til að kanna gögnin nánar en höfnunin er byggð á því að skilaboðin hafi mátt falsa. „En þá spyr ég á móti: Hvaða gögn er ekki hægt að falsa? Það er hægt að falsa öll gögn. Það þýðir ekki að skyldan til að rannsaka þetta sé ekki til staðar,“ segir Magnús og bendir á að það hefði til dæmis verið hægt að hafa samband við ítölsk lögregluyfirvöld og símafyrirtæki til að rekja skilaboðin. Höfnunin byggir einnig á því að frásögn móðurinnar komi of seint í ferlinu. En Theresa segist hafa verið hrædd, full af skömm og ekki viljað að börnin hennar vissu af ofbeldinu. Nú þurfi hún aftur á móti að berjast fyrir lífi barna sinna. „Ef Útlendingastofnun vill að ég sé örugg ætti hún að hafa uppi á þeim og borga skuldina og svo getur hún sent mig þangað. Ef hún getur það ekki ætti hún að handtaka mig og setja mig í fangelsi og taka börnin mín til ættleiðingar. Ég veit að ég yrði örugg í fangelsinu og börnin mín hér á Íslandi. Ég myndi ekki deyja, heldur væri ég örugg,“ segir Theresa.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira