Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. janúar 2018 20:00 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. Dagurinn byrjaði snemma hjá þeim bræðrum en það tekur dágóðan tíma að undirbúa vagninn og koma honum á sölustaðinn. „Við búum til deigið sem eru tvö kíló, einn skammtur. Byrjum á því að hnoða og síðan fletjum við úr því og búum til kleinur. Næst gerum við kakóið sem er leyniuppskrift sem við bjuggum til og bíðum þangað til við löbbum með vagninn alla leið frá að heiman en það tekur svona tólf mínútur en við búum sko á Nesinu,“ segir Daníel Ólafur Stefánsson. Þegar komið er á Gróttu bíða þeir þar til olían nær réttu hitastigi og fara svo að steikja kleinurnar. Þetta er í annað sinn sem bræðurnir standa vaktina en þeir ætla að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Strákarnir voru í göngu á Gróttu þegar sá yngri stakk upp á því að hefja söluna. „Af því honum var svo kalt. Þá bara allt í einu ákvað hann að honum langaði í kakó og þá spratt hugmyndin upp að við myndum bara byrja að selja kakó,“ segir Daníel Ólafur. Óhætt að segja að uppátækið hafi vakið mikla athygli en Facebook-færsla sem birtist um þessa ungu athafnamenn hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og þeir lofaðir hásterkt. Í dag seldist upp hjá þeim á innan við klukkustund. Þá telst vagninn mjög glæsilegur en þeir smíðuðu hann sjálfir. „Pabbi okkar hjálpaði okkur smá að saga og gera allt þannig,“ segir Róbert Frímann Stefánsson. Eins og sést stendur cókó og kleins á vagninum en ekki -kakó og kleinur. Þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna og nokkuð augljóst að það virkaði en ferðamenn eru afar hrifnir. „En það er ekkert svona beint orð á ensku þannig við ákváðum bara að kalla þetta kleins. Ég hef heyrt að það sé eitthvað twisted dognut en maður nennir ekkert að segja það,“ segir Daníel Ólafur. Ágóðann ætla þeir að láta renna til þyrlusjóðs Landhelgisgæslunnar. „Af því pabbi okkar lenti einu sinni í slysi og Landhelgisgæslan bjargaði honum,“ segir Róbert Frímann. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. Dagurinn byrjaði snemma hjá þeim bræðrum en það tekur dágóðan tíma að undirbúa vagninn og koma honum á sölustaðinn. „Við búum til deigið sem eru tvö kíló, einn skammtur. Byrjum á því að hnoða og síðan fletjum við úr því og búum til kleinur. Næst gerum við kakóið sem er leyniuppskrift sem við bjuggum til og bíðum þangað til við löbbum með vagninn alla leið frá að heiman en það tekur svona tólf mínútur en við búum sko á Nesinu,“ segir Daníel Ólafur Stefánsson. Þegar komið er á Gróttu bíða þeir þar til olían nær réttu hitastigi og fara svo að steikja kleinurnar. Þetta er í annað sinn sem bræðurnir standa vaktina en þeir ætla að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Strákarnir voru í göngu á Gróttu þegar sá yngri stakk upp á því að hefja söluna. „Af því honum var svo kalt. Þá bara allt í einu ákvað hann að honum langaði í kakó og þá spratt hugmyndin upp að við myndum bara byrja að selja kakó,“ segir Daníel Ólafur. Óhætt að segja að uppátækið hafi vakið mikla athygli en Facebook-færsla sem birtist um þessa ungu athafnamenn hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og þeir lofaðir hásterkt. Í dag seldist upp hjá þeim á innan við klukkustund. Þá telst vagninn mjög glæsilegur en þeir smíðuðu hann sjálfir. „Pabbi okkar hjálpaði okkur smá að saga og gera allt þannig,“ segir Róbert Frímann Stefánsson. Eins og sést stendur cókó og kleins á vagninum en ekki -kakó og kleinur. Þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna og nokkuð augljóst að það virkaði en ferðamenn eru afar hrifnir. „En það er ekkert svona beint orð á ensku þannig við ákváðum bara að kalla þetta kleins. Ég hef heyrt að það sé eitthvað twisted dognut en maður nennir ekkert að segja það,“ segir Daníel Ólafur. Ágóðann ætla þeir að láta renna til þyrlusjóðs Landhelgisgæslunnar. „Af því pabbi okkar lenti einu sinni í slysi og Landhelgisgæslan bjargaði honum,“ segir Róbert Frímann.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira