Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2018 07:47 Þinghúsið í Washington. Vísir/AFP Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta kennir Demókrötum um greiðslustöðvunina. Fimmtíu öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði með greiðsluheimildinni, sem gilda átti til 16. febrúar næstkomandi, en 60 atkvæði þurfti til að komast hjá greiðslustöðvun og halda starfsemi áfram. Greiðslur til ýmissa ríkisstofnanna, þar á meðal Bandaríkjahers, hættu því að berast á miðnætti og þá er búist við að þjóðgörðum og minnismerkjum í öllum ríkjum verði lokað.Sjá einnig: Trump stingur af til Flórída á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sendi út yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í nótt. Í yfirlýsingunni er lokunin kölluð „Schumer-greiðslustöðvunin“, í höfuðið á Chuck Schumer leiðtoga Demókrata í öldungadeild þingsins, og Demókratar sakaðir um að velja stjórnmál fram yfir þjóðaröryggi og varnarlaus börn. Donald Trump og Schumer funduðu í gærkvöldi en ekki tókst að miðla málum.Official White House statement on #SchumerShutdown pic.twitter.com/2PiPz2rJ3J— Sarah Sanders (@PressSec) January 20, 2018 Schumer svaraði yfirlýsingunni fullum hálsi á Twitter-reikningi sínum og sagði enginn bera jafnmikla ábyrgð á greiðslustöðvuninni og Donald Trump.This will be called the #TrumpShutdown. There is no one who deserves the blame for the position we find ourselves in more than President Trump. pic.twitter.com/WE3SH9TpRU— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 20, 2018 Þá tjáði Trump sig einnig á Twitter um greiðslustöðvunina og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála. Hann sagði útlitið svart fyrir Bandaríkjaher og þjóðaröryggi, sérstaklega við hin „hættulegu“ landamæri Bandaríkjanna í suðri. Not looking good for our great Military or Safety & Security on the very dangerous Southern Border. Dems want a Shutdown in order to help diminish the great success of the Tax Cuts, and what they are doing for our booming economy.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018 Bandarísku alríkisstjórninni var síðast lokað árið 2013 þegar Barack Obama, þáverandi forseti, gegndi embætti og var öll starfsemi í lamasessi í sextán daga. Greiðslustöðvunin, sem tekur gildi í dag, markar eins árs afmæli Trumps í embætti en hann tók formlega við af forvera sínum þann 20. janúar 2017. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24 Trump sögulega óvinsæll eftir eitt ár í embætti Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er mjög óánægður með störf Donalds Trump forseta. 19. janúar 2018 12:52 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta kennir Demókrötum um greiðslustöðvunina. Fimmtíu öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði með greiðsluheimildinni, sem gilda átti til 16. febrúar næstkomandi, en 60 atkvæði þurfti til að komast hjá greiðslustöðvun og halda starfsemi áfram. Greiðslur til ýmissa ríkisstofnanna, þar á meðal Bandaríkjahers, hættu því að berast á miðnætti og þá er búist við að þjóðgörðum og minnismerkjum í öllum ríkjum verði lokað.Sjá einnig: Trump stingur af til Flórída á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sendi út yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í nótt. Í yfirlýsingunni er lokunin kölluð „Schumer-greiðslustöðvunin“, í höfuðið á Chuck Schumer leiðtoga Demókrata í öldungadeild þingsins, og Demókratar sakaðir um að velja stjórnmál fram yfir þjóðaröryggi og varnarlaus börn. Donald Trump og Schumer funduðu í gærkvöldi en ekki tókst að miðla málum.Official White House statement on #SchumerShutdown pic.twitter.com/2PiPz2rJ3J— Sarah Sanders (@PressSec) January 20, 2018 Schumer svaraði yfirlýsingunni fullum hálsi á Twitter-reikningi sínum og sagði enginn bera jafnmikla ábyrgð á greiðslustöðvuninni og Donald Trump.This will be called the #TrumpShutdown. There is no one who deserves the blame for the position we find ourselves in more than President Trump. pic.twitter.com/WE3SH9TpRU— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 20, 2018 Þá tjáði Trump sig einnig á Twitter um greiðslustöðvunina og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála. Hann sagði útlitið svart fyrir Bandaríkjaher og þjóðaröryggi, sérstaklega við hin „hættulegu“ landamæri Bandaríkjanna í suðri. Not looking good for our great Military or Safety & Security on the very dangerous Southern Border. Dems want a Shutdown in order to help diminish the great success of the Tax Cuts, and what they are doing for our booming economy.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018 Bandarísku alríkisstjórninni var síðast lokað árið 2013 þegar Barack Obama, þáverandi forseti, gegndi embætti og var öll starfsemi í lamasessi í sextán daga. Greiðslustöðvunin, sem tekur gildi í dag, markar eins árs afmæli Trumps í embætti en hann tók formlega við af forvera sínum þann 20. janúar 2017.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24 Trump sögulega óvinsæll eftir eitt ár í embætti Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er mjög óánægður með störf Donalds Trump forseta. 19. janúar 2018 12:52 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24
Trump sögulega óvinsæll eftir eitt ár í embætti Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er mjög óánægður með störf Donalds Trump forseta. 19. janúar 2018 12:52