Rannsaka fyrirtæki sem selur falska fylgjendur á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 14:20 Gervigreindarforrit á samfélagsmiðlum eins og Twitter geta fylgt notendum, endurtíst og jafnvel tíst svörum. Vísir/AFP Þekktir Twitter-notendur hafa tapað meira en milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum undanfarna daga. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú fyrirtæki sem selur fylgjendur sem hafa í flestum tilfellum reynst vera gervigreindarforrit (e. bot). Stjórnendur Twitter gripu til aðgerða gegn fyrirtækinu Devumi eftir að New York Times fjallaði um starfsemi þess um helgina. Í umfjöllun blaðsins kom fram að fyrirtækið standi í umfangsmikilli sölu á gervifylgjendum á Twitter og fleiri samfélagsmiðlum. New York Times komst að því að fyrirtækið hefði í mörgum tilfellum afritað upplýsingar um raunverulega notendur og notað þær fyrir botta sem það selur sem fylgjendur.Rannsaka fyrirtækið í tveimur ríkjumReglur Twitter banna kaup á fylgjendum. Talsmaður fyrirtækisins svarar ekki hvort að það sé byrjað að hreinsa út gervireikninga. Frægir einstaklingar hafa tilkynnt að þeir hafi tapað fjölda fylgjenda, þar á meðal söngvarinn Clay Aiken og leikarinn John Leguizamo auk stjórnarkonu í Twitter. Formenn neytendaverndarnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna um að rannsaka starfsemi Devumi og annarra slíkra fyrirtækja. Fyrirtækið lofar „100% virkum, enskum fylgjendum“ en í reynd eru nær allir fylgjendurnir sem það selur gervinotendur Þá rannsakar dómsmálaráðherra Flórídaríkis starfsemi Devumi og starfsbróðir hans í New York kannar hvort að fyrirtækið hafi brotið lög þar. Devumi var með höfuðstöðvar sínar í Flórída þar til sagt var frá starfsemi þess. Það er sagt hafa fært sig um set til Colorado síðan. Twitter Tækni Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þekktir Twitter-notendur hafa tapað meira en milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum undanfarna daga. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú fyrirtæki sem selur fylgjendur sem hafa í flestum tilfellum reynst vera gervigreindarforrit (e. bot). Stjórnendur Twitter gripu til aðgerða gegn fyrirtækinu Devumi eftir að New York Times fjallaði um starfsemi þess um helgina. Í umfjöllun blaðsins kom fram að fyrirtækið standi í umfangsmikilli sölu á gervifylgjendum á Twitter og fleiri samfélagsmiðlum. New York Times komst að því að fyrirtækið hefði í mörgum tilfellum afritað upplýsingar um raunverulega notendur og notað þær fyrir botta sem það selur sem fylgjendur.Rannsaka fyrirtækið í tveimur ríkjumReglur Twitter banna kaup á fylgjendum. Talsmaður fyrirtækisins svarar ekki hvort að það sé byrjað að hreinsa út gervireikninga. Frægir einstaklingar hafa tilkynnt að þeir hafi tapað fjölda fylgjenda, þar á meðal söngvarinn Clay Aiken og leikarinn John Leguizamo auk stjórnarkonu í Twitter. Formenn neytendaverndarnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna um að rannsaka starfsemi Devumi og annarra slíkra fyrirtækja. Fyrirtækið lofar „100% virkum, enskum fylgjendum“ en í reynd eru nær allir fylgjendurnir sem það selur gervinotendur Þá rannsakar dómsmálaráðherra Flórídaríkis starfsemi Devumi og starfsbróðir hans í New York kannar hvort að fyrirtækið hafi brotið lög þar. Devumi var með höfuðstöðvar sínar í Flórída þar til sagt var frá starfsemi þess. Það er sagt hafa fært sig um set til Colorado síðan.
Twitter Tækni Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira