Norsk skíðastjarna hágrét þegar hún var dæmd í bann og nú flýr hún Noreg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2018 14:30 Therese Johaug. Vísir/EPA Therese Johaug vann til verðlauna á síðustu tveimur Vetrarólympíuleikum í Vancouver og Sotsjí og þessi 29 ára norska skíðagöngukona var líkleg til afreka á leikunum sem hefjast í Pyeongchang í febrúar. Therese Johaug er sjöfaldur heimsmeistari í skíðagöngu og vann Ólympíugull í Vancouver 2010. Það verður hinsvegar engin Therese Johaug í norska Ólympíuliðinu í Suður Kóreu því hún tekur þar út keppnisbann sem henni sjálfri fannst mjög ósanngjarnt. Therese Johaug féll á lyfjaprófi í október 2016 þegar anabólískir sterar fundust í sýni hennar. Hún sagði að þeir höfðu komið í gegnum Trofodermin krem sem hún notaði vegna mikils varaþurrks hennar í æfingabúðum á Ítalíu í september sama ár. Norski íþróttaheimurinn skalf vegna málsins enda var ein stærsta íþróttastjarna liðsins að falla á lyfjaprófi. Viðbrögð hennar sjálfar vöktu líka mikla athygli enda hágrét hún á blaðamannafundi þar sem hún lýsti yfir sakleysi sínu. Íþróttadómstóll í Noregi dæmdi hana fyrst í þrettán mánaða bann sem hefði þýtt það að hún hefði verið komin úr banninu fyrir Ólympíuleikana í Pyeongchang. Alþjóðaskíðasambandið áfrýjaði hinsvegar dómnum og málið endaði með því að fara fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn.Vísir/GettyJohaug fékk á endanum átján mánaða bann frá og með 18. október 2016. Þar með var Ólympíudraumur hennar úr sögunni. Therese Johaug gat ekki hugsað sér að vera í Noregi á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir enda öll norska þjóðin með augun á leikunum sem eru líka aðalumfjöllunnarefnið í öllum norskum fjölmiðlum. „Það eru tvær ástæður fyrir þessu. Það er gott fyrir hana að komast frá Noregi og það er gott fyrir hana að fá að æfa í friði í Seiser Alm,“ sagði þjálfari hennar Pål Gunnar Mikkelsplass við NRK. „Hún er að reyna að losna við Ólympíuleikana úr huga sér. Við verðum aftur á móti að sjá hvernig það gengur. Við höfum ekki talað um Ólympíuleikana. Heimsmeistaramótið í Seefeld 2019 er markmiðið. Við höfum heldur ekki rætt Ólympíuleikana 2022 en kannski horfir hún þangað. Ég vona það. Það væri gaman fyrir hana að komast aftur á Ólympíuleikana áður ferillinn klárast,“ sagði Pål Gunnar Mikkelsplass við SportExpressen.Vísir/Getty Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
Therese Johaug vann til verðlauna á síðustu tveimur Vetrarólympíuleikum í Vancouver og Sotsjí og þessi 29 ára norska skíðagöngukona var líkleg til afreka á leikunum sem hefjast í Pyeongchang í febrúar. Therese Johaug er sjöfaldur heimsmeistari í skíðagöngu og vann Ólympíugull í Vancouver 2010. Það verður hinsvegar engin Therese Johaug í norska Ólympíuliðinu í Suður Kóreu því hún tekur þar út keppnisbann sem henni sjálfri fannst mjög ósanngjarnt. Therese Johaug féll á lyfjaprófi í október 2016 þegar anabólískir sterar fundust í sýni hennar. Hún sagði að þeir höfðu komið í gegnum Trofodermin krem sem hún notaði vegna mikils varaþurrks hennar í æfingabúðum á Ítalíu í september sama ár. Norski íþróttaheimurinn skalf vegna málsins enda var ein stærsta íþróttastjarna liðsins að falla á lyfjaprófi. Viðbrögð hennar sjálfar vöktu líka mikla athygli enda hágrét hún á blaðamannafundi þar sem hún lýsti yfir sakleysi sínu. Íþróttadómstóll í Noregi dæmdi hana fyrst í þrettán mánaða bann sem hefði þýtt það að hún hefði verið komin úr banninu fyrir Ólympíuleikana í Pyeongchang. Alþjóðaskíðasambandið áfrýjaði hinsvegar dómnum og málið endaði með því að fara fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn.Vísir/GettyJohaug fékk á endanum átján mánaða bann frá og með 18. október 2016. Þar með var Ólympíudraumur hennar úr sögunni. Therese Johaug gat ekki hugsað sér að vera í Noregi á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir enda öll norska þjóðin með augun á leikunum sem eru líka aðalumfjöllunnarefnið í öllum norskum fjölmiðlum. „Það eru tvær ástæður fyrir þessu. Það er gott fyrir hana að komast frá Noregi og það er gott fyrir hana að fá að æfa í friði í Seiser Alm,“ sagði þjálfari hennar Pål Gunnar Mikkelsplass við NRK. „Hún er að reyna að losna við Ólympíuleikana úr huga sér. Við verðum aftur á móti að sjá hvernig það gengur. Við höfum ekki talað um Ólympíuleikana. Heimsmeistaramótið í Seefeld 2019 er markmiðið. Við höfum heldur ekki rætt Ólympíuleikana 2022 en kannski horfir hún þangað. Ég vona það. Það væri gaman fyrir hana að komast aftur á Ólympíuleikana áður ferillinn klárast,“ sagði Pål Gunnar Mikkelsplass við SportExpressen.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira