Trump reynir að ná til kjósenda Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2018 12:20 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld fjalla um bættan efnahag Bandaríkjanna og kalla eftir samvinnu á milli stjórnmálaflokka til að taka á málefnum innflytjenda. Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. Þar mun hann reyna að ná til kjósenda í Bandaríkjunum og segja jákvæðar efnahagshorfur vera sitt verk. AP fréttaveitan segir stöðu Trump vera merkilega veika miðað við styrk efnahags ríkisins. Meirihluta síðasta árs hefur um þriðjungur þjóðarinnar sagst vera ánægður með störf forsetans. Undir lok ársins sögðust einungis þrír af tíu, í könnun AP, að Bandaríkin væru á réttri leið. Sömuleiðis sögðu 67 prósent svarenda að undir forystu Trump hefði þjóðin klofnað meira en áður.Starfsmenn Hvíta hússins vonast til þess að Trump geti notað stefnuræðuna til að sannfæra kjósendur um skattabreytingar Repúblikanaflokksins hafi reynst jákvæðar og muni leiða til fjölgunar starfa og betri efnahags. Þannig geti hann snúið þeirri slæmu stöðu sem Repúblikanaflokkurinn virðist í fyrir þingkosningar í nóvember. Þá vekur forvitni hvort Trump muni skilgreina stöðu sína varðandi málefni innflytjenda. Hún hefur verið á flakki undanfarnar vikur og mánuði og hefur gert viðræður Repúblikana og Demókrata flóknari en ella. Þingmaðurinn Joe Kennedy, barnabarn Robert F. Kennedy, mun fylgja ræðu Trump eftir. Búist er við því að hann muni gagnrýna Trump harðlega og sömuleiðis skattabreytingar Repúblikanaflokksins sem veittu ríkum Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum verulega afslætti. Kennedy mun að öllum líkindum segja Demókrataflokkinn berjast fyrir miðstétt Bandaríkjanna og að Repúblikanar þjóni hinum ríku. Politcio benti nýverið á að þó Repúblikanar séu verulega ánægðir með skattabreytingar sínar, hafi þær ekki fallið í kramið hjá kjósendum. Kannanir hafi sýnt að margir kjósendur telji skatta sína hafa hækkað og sömuleiðis að einungis þriðjungur kjósenda telji að breytingarnar muni bæta hag þeirra og ríkisins.Stuðningsmenn Repúblikanaflokksins, sem margir tengjast bræðrunum Charles og David Koch, hafa heitið því að verja tugum milljóna dala í auglýsingar á netinu og í sjónvarpi til að ýta undir vinsældir breytinganna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld fjalla um bættan efnahag Bandaríkjanna og kalla eftir samvinnu á milli stjórnmálaflokka til að taka á málefnum innflytjenda. Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. Þar mun hann reyna að ná til kjósenda í Bandaríkjunum og segja jákvæðar efnahagshorfur vera sitt verk. AP fréttaveitan segir stöðu Trump vera merkilega veika miðað við styrk efnahags ríkisins. Meirihluta síðasta árs hefur um þriðjungur þjóðarinnar sagst vera ánægður með störf forsetans. Undir lok ársins sögðust einungis þrír af tíu, í könnun AP, að Bandaríkin væru á réttri leið. Sömuleiðis sögðu 67 prósent svarenda að undir forystu Trump hefði þjóðin klofnað meira en áður.Starfsmenn Hvíta hússins vonast til þess að Trump geti notað stefnuræðuna til að sannfæra kjósendur um skattabreytingar Repúblikanaflokksins hafi reynst jákvæðar og muni leiða til fjölgunar starfa og betri efnahags. Þannig geti hann snúið þeirri slæmu stöðu sem Repúblikanaflokkurinn virðist í fyrir þingkosningar í nóvember. Þá vekur forvitni hvort Trump muni skilgreina stöðu sína varðandi málefni innflytjenda. Hún hefur verið á flakki undanfarnar vikur og mánuði og hefur gert viðræður Repúblikana og Demókrata flóknari en ella. Þingmaðurinn Joe Kennedy, barnabarn Robert F. Kennedy, mun fylgja ræðu Trump eftir. Búist er við því að hann muni gagnrýna Trump harðlega og sömuleiðis skattabreytingar Repúblikanaflokksins sem veittu ríkum Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum verulega afslætti. Kennedy mun að öllum líkindum segja Demókrataflokkinn berjast fyrir miðstétt Bandaríkjanna og að Repúblikanar þjóni hinum ríku. Politcio benti nýverið á að þó Repúblikanar séu verulega ánægðir með skattabreytingar sínar, hafi þær ekki fallið í kramið hjá kjósendum. Kannanir hafi sýnt að margir kjósendur telji skatta sína hafa hækkað og sömuleiðis að einungis þriðjungur kjósenda telji að breytingarnar muni bæta hag þeirra og ríkisins.Stuðningsmenn Repúblikanaflokksins, sem margir tengjast bræðrunum Charles og David Koch, hafa heitið því að verja tugum milljóna dala í auglýsingar á netinu og í sjónvarpi til að ýta undir vinsældir breytinganna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira