Tekur ekki sæti í nýrri stjórn eftir harða gagnrýni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2018 14:48 Martin Shulz, leiðtogi þýskra Jafnaðarmanna. Vísir/Getty Martin Shulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi hyggst ekki taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Shulz hafði verið harðlega gagnrýndur fyrir að þiggja sæti í stjórninni vegna fyrri ummæla hans. Eftir margra mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi var tilkynnt um í vikunni að Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar undir stjórn Merkel hefðu náð saman. Sósíaldemókratar lýstu hins vegar yfir eftir kosningar á síðasta ári að þeir vildu ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf við Kristilega demókrata. Shulz hafði látið hafa eftir sér að hann myndi aldrei taka sæti í ríkisstjórn undir stjórn Merkel. Þessi orð höfðu þó ekki meiri áhrif en svo að tilkynnt var um að Shulz myndi gegna embætti utanríkisráðherra í hinni nýju stjórn. Voru þessi áform hans harðlega gagnrýnd af hluta samflokksmanna hans, þá sérstaklega Sigmar Gabriel, fráfarandi utanríkisráðherra og samflokksmanni Shulz. Snerist gagnrýnin einkum að því að trúverðugleiki Shulz væri lítill sem enginn eftir að hafa gengið á bak orð sinna. Tilkynnti Shulz því að hann myndi ekki taka við embættinu auk þes sem að Andrea Nahles mun taka við sem leiðtogi flokksins. Sagði Shulz að hann myndi hann ekki láta eigin metnað í stjórnmálum flækjast fyrir hagsmunum flokksins. Áður en ný stjórn getur tekið við þurfa flokksfélagar Shulz að samþykkja stjórnarsáttmálann en greidd verða atkvæði um hann á næstu dögun á meðal 460 þúsund flokksmanna. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. 7. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Martin Shulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi hyggst ekki taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Shulz hafði verið harðlega gagnrýndur fyrir að þiggja sæti í stjórninni vegna fyrri ummæla hans. Eftir margra mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi var tilkynnt um í vikunni að Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar undir stjórn Merkel hefðu náð saman. Sósíaldemókratar lýstu hins vegar yfir eftir kosningar á síðasta ári að þeir vildu ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf við Kristilega demókrata. Shulz hafði látið hafa eftir sér að hann myndi aldrei taka sæti í ríkisstjórn undir stjórn Merkel. Þessi orð höfðu þó ekki meiri áhrif en svo að tilkynnt var um að Shulz myndi gegna embætti utanríkisráðherra í hinni nýju stjórn. Voru þessi áform hans harðlega gagnrýnd af hluta samflokksmanna hans, þá sérstaklega Sigmar Gabriel, fráfarandi utanríkisráðherra og samflokksmanni Shulz. Snerist gagnrýnin einkum að því að trúverðugleiki Shulz væri lítill sem enginn eftir að hafa gengið á bak orð sinna. Tilkynnti Shulz því að hann myndi ekki taka við embættinu auk þes sem að Andrea Nahles mun taka við sem leiðtogi flokksins. Sagði Shulz að hann myndi hann ekki láta eigin metnað í stjórnmálum flækjast fyrir hagsmunum flokksins. Áður en ný stjórn getur tekið við þurfa flokksfélagar Shulz að samþykkja stjórnarsáttmálann en greidd verða atkvæði um hann á næstu dögun á meðal 460 þúsund flokksmanna.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. 7. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. 7. febrúar 2018 20:00