Stal aftur senunni á setningarhátíð ÓL og mætti ber að ofan í frostinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 12:42 Tongamaðurinn Pita Taufatofua. Vísir/Getty Tongamaðurinn Pita Taufatofua vakti mikla athygli á setningarhátíð vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í dag. Hann leggur það í vana sinn að stela senunni þegar Ólympíuleikar eru settir. Það muna margir eftir honum þegar hann kom inn á leikvanginn á setningarhátíð síðustu sumarólympíuleika í Ríó en þá mætti hann olíuborinn, ber að ofan og í strápilsi. Pita Taufatofua tók þátt í tækvondó á ÓL í Ríó 2016 en honum tókst einnig að tryggja sér þátttökurétt á vetrarólympíuleikunum og það í skíðagöngu. Það er frost og ískalt í Pyeongchang en það kom þó ekki í veg fyrir að Pita Taufatofua mætti aftur olíuborinn, ber að ofan og í strápilsi inn á setningarhátíðina. Á meðan allir aðrir keppendur voru innpakkaðir í úlpu og góðan hlífðarfatnað í frostinu þá gekk Pita Taufatofua um brosandi í pilsi einu fata.Two years on from Rio and @PitaTaufatofua is topless again! Welcome Tonga to the Winter @Olympics! See more on @pyeongchang2018 here: https://t.co/M70cMvG6ulpic.twitter.com/w8IQKpDLgM — Olympic Channel (@olympicchannel) February 9, 2018 Pita Taufatofua er eini keppandi Tonga á leikunum en þessi eyjaklassi í Pólýnesíu býður ekki alveg upp á kjöraðstæður fyrir skíðagöngu. Tonga eða Vináttueyjar er eyjaklasi í Suður-Kyrrahafi á milli Nýja-Sjálands og Hawaii. Það er sunnan við Samóa og austan við Fídjieyjar. Þar er sól og yfir tuttugu stiga hiti allt árið. Það hefur verið flakk á kappanum að undanförnu. Pita mætti nefnilega til Íslands til að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en það gerði hann alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum á Ísafirði. Hinn 34 ára gamli Pita var búinn að mistakast það að tryggja sig inn á leikana á sjö mótum þegar hann kom til Ísafjarðar. Ísafjörður var hans síðasta von og þar tókst honum að tryggja sér farseðilinn. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Pita Taufatofua sem var tekið á Ísafirði og fyrir fésbókarsíðu Ólympíuleikanna. Ólympíuleikar Tonga Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira
Tongamaðurinn Pita Taufatofua vakti mikla athygli á setningarhátíð vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í dag. Hann leggur það í vana sinn að stela senunni þegar Ólympíuleikar eru settir. Það muna margir eftir honum þegar hann kom inn á leikvanginn á setningarhátíð síðustu sumarólympíuleika í Ríó en þá mætti hann olíuborinn, ber að ofan og í strápilsi. Pita Taufatofua tók þátt í tækvondó á ÓL í Ríó 2016 en honum tókst einnig að tryggja sér þátttökurétt á vetrarólympíuleikunum og það í skíðagöngu. Það er frost og ískalt í Pyeongchang en það kom þó ekki í veg fyrir að Pita Taufatofua mætti aftur olíuborinn, ber að ofan og í strápilsi inn á setningarhátíðina. Á meðan allir aðrir keppendur voru innpakkaðir í úlpu og góðan hlífðarfatnað í frostinu þá gekk Pita Taufatofua um brosandi í pilsi einu fata.Two years on from Rio and @PitaTaufatofua is topless again! Welcome Tonga to the Winter @Olympics! See more on @pyeongchang2018 here: https://t.co/M70cMvG6ulpic.twitter.com/w8IQKpDLgM — Olympic Channel (@olympicchannel) February 9, 2018 Pita Taufatofua er eini keppandi Tonga á leikunum en þessi eyjaklassi í Pólýnesíu býður ekki alveg upp á kjöraðstæður fyrir skíðagöngu. Tonga eða Vináttueyjar er eyjaklasi í Suður-Kyrrahafi á milli Nýja-Sjálands og Hawaii. Það er sunnan við Samóa og austan við Fídjieyjar. Þar er sól og yfir tuttugu stiga hiti allt árið. Það hefur verið flakk á kappanum að undanförnu. Pita mætti nefnilega til Íslands til að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en það gerði hann alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum á Ísafirði. Hinn 34 ára gamli Pita var búinn að mistakast það að tryggja sig inn á leikana á sjö mótum þegar hann kom til Ísafjarðar. Ísafjörður var hans síðasta von og þar tókst honum að tryggja sér farseðilinn. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Pita Taufatofua sem var tekið á Ísafirði og fyrir fésbókarsíðu Ólympíuleikanna.
Ólympíuleikar Tonga Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira