Neytendur eða viðskiptavinir Þórlindur Kjartansson skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Margt breyttist á Bláa hnettinum þegar hinn ofur-hressi stuðbolti Gleði-Glaumur klöngraðist út úr geimskipinu sínu. Börnin á hnettinum kynntust fyrir hans tilstilli í fyrsta skiptið hvernig það væri að hafa almennilegt stuð í kringum sig. Það eina sem þau þurftu að láta af hendi til að byrja með voru sárafáir dropar úr æskubrunni sínum.Neyslugleði Á Íslandi breyttist líka ýmislegt síðastliðið vor þegar amerískur verslunarrisi opnaði risaverslun stútfulla af áður ófáanlegu góðgæti í iðnaðarpakkningum og ýmiss konar munaðarvöru á hlægilegu verði. Viðbrögðin voru víðast hvar á eina leið—loksins var komin til landsins útlensk verslun sem ekki okraði grimmilega á langþjáðu íslensku launafólki heldur bauð þeim, af hjartahreinni góðmennsku, að njóta á sanngjörnu verði allra þeirra kræsinga sem hagfræðileg stærðarhagkvæmni hefur fram að færa neytendum til hagsbóta. Og því verður ekki á móti mælt að margt í versluninni er fáanlegt á stórgóðu verði, og þar fást ýmsar gæðavörur sem eru sannarlega góð viðbót við það vöruúrval sem íslenskum neytendum hafði staðið til boða fram að því. Yfir hverju ætti þá að vera hægt að kvarta? „Sjáið þið ekki veisluna?“ var viðkvæðið þar sem fólk hljóp á milli rekka og stútfyllti tröllvaxnar innkaupakerrurnar af alls konar varningi sem engan hafði áður grunað að hann sárvantaði. Og út af þéttpökkuðu bílastæðinu sliguðust fólksbílar, jepplingar og forstjórajeppar eins og drekkhlaðnir loðnubátar á heimstíminu, út á bensínstöð til þess að flytja varninginn heim, knúnir af ódýrasta og besta bensíni sem íslenskur almenningur hafði nokkru sinni kynnst.Má ég sjá í pokann? Upplifunin af því að versla í þessari nýju neysluparadís var ólík því sem fólk hafði áður kynnst hér á landi. Ein nýjungin fólst í því að einungis innmúruðum félagsmönnum er heimilt að versla í nýju búðinni og enginn fær afgreiðslu nema gegn framvísun gilds meðlimaskírteinis. Önnur nýjung fólst í óvenjulegri umhyggjusemi sem verslunarrisinn sýnir meðlimum sínum þegar þeir yfirgefa klúbbinn með varninginn sinn. Fólki er ekki hleypt út fyrr en ágætt og vingjarnlegt fólk—sem hefur líklega verið ráðið í starfið einmitt vegna þess að það er ágætt og vingjarnlegt—gengur upp að klúbbfélaganum og fer yfir það hvort allt það sama sé í pokanum eins og fram kemur á kassastrimlinum. Þetta er örugglega nýlunda hér á landi því flestum hefur hingað til þótt það vera stækasta ókurteisi að þjófkenna fólk án minnstu mögulegu vísbendingar um þjófnað. En þetta kostar aðgöngumiðinn í neysluútópíuna—að þurfa að sæta sömu meðferð og smábarn sem er grunað um að hafa stolið smáköku úr krukku. „Sýndu mér hendurnar. Báðar í einu. Opnaðu munninn.“ Líklega hefur þessi nýstárlegi samskiptamáti í íslenskri verslun vakið reiði nægilegra margra til þess að verslunarrisinn teldi þörf á því að gefa nánari skýringu á athæfi sínu. Rétt þar sem komið er að útganginum var nefnilega hengdur upp lítill miði. Þar stóð: „Spurning: Af hverju er farið yfir strimilinn þegar ég yfirgef vöruhúsið? Svar: Til að ganga úr skugga um að þú hafir fengið allar vörur sem þú greiddir fyrir og að rétt verð hafi verið greitt.“ Einmitt.Viðskiptavinátta Þessi afstaða til kúnnans er mjög ólík því sem kalla mætti gagnkvæma virðingu. Það er hins vegar þannig samband sem við er átt þegar verslun lítur á einstaklinga sem viðskiptavini—en ekki bara neytendur. Í þannig sambandi fylgir vöruframboðinu gjarnan vönduð ráðgjöf þar sem starfsmenn hafa einlægan áhuga á því að varan sem keypt er sé sú besta fyrir þann tilgang sem viðskiptavinurinn ætlar henni. Næst þegar þið fáið frábæra þjónustu frá vingjarnlegum og áhugasömum starfsmanni í verslun skuluð þið því spá í hvort það eina sem viðskiptavinurinn fær fyrir uppsett verð sé varan sjálf. Það er nefnilega umhugsunarvert hvort það sé alltaf hagkvæmara að kaupa vörur á lægra verði—eða hvort það sé skynsamlegra að gera innkaupastefnu hagsýna bóndans í Borgarfirði að sinni: „Ef það er ekki til í kaupfélaginu, þá hef ég enga þörf fyrir það.“Nokkra dropa Líklega hefur það verið margreynt og útreiknað í höfuðstöðvum verslanakeðjunnar að það borgi sig frekar að móðga nokkra þverhausa heldur en að taka ögn meiri áhættu á því að einhver steli úr búðinni. Þannig virka stórfyrirtæki. Þar eru ákvarðanir teknar að vel tölfræðilega ígrunduðu máli. En við þetta tapast þó ýmislegt sem sumum gæti þótt verðmætara heldur en fimm lítra pakkning af flösusjampói. Neytandi sem undirgengst skilmála verslunarinnar fær þörfum sínum sannarlega uppfyllt á vélrænan og ópersónulegan hátt, þar sem engin óþörf mannleg samskipti, tillitssemi og mannvirðing, þvælast fyrir því háleita markmiði að tryggja fólki aðgang að sem mestu magni af neysluvörum á sem lægstu verði. Það eina sem hann þarf að láta í staðinn eru nokkrir dropar af sjálfsvirðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margt breyttist á Bláa hnettinum þegar hinn ofur-hressi stuðbolti Gleði-Glaumur klöngraðist út úr geimskipinu sínu. Börnin á hnettinum kynntust fyrir hans tilstilli í fyrsta skiptið hvernig það væri að hafa almennilegt stuð í kringum sig. Það eina sem þau þurftu að láta af hendi til að byrja með voru sárafáir dropar úr æskubrunni sínum.Neyslugleði Á Íslandi breyttist líka ýmislegt síðastliðið vor þegar amerískur verslunarrisi opnaði risaverslun stútfulla af áður ófáanlegu góðgæti í iðnaðarpakkningum og ýmiss konar munaðarvöru á hlægilegu verði. Viðbrögðin voru víðast hvar á eina leið—loksins var komin til landsins útlensk verslun sem ekki okraði grimmilega á langþjáðu íslensku launafólki heldur bauð þeim, af hjartahreinni góðmennsku, að njóta á sanngjörnu verði allra þeirra kræsinga sem hagfræðileg stærðarhagkvæmni hefur fram að færa neytendum til hagsbóta. Og því verður ekki á móti mælt að margt í versluninni er fáanlegt á stórgóðu verði, og þar fást ýmsar gæðavörur sem eru sannarlega góð viðbót við það vöruúrval sem íslenskum neytendum hafði staðið til boða fram að því. Yfir hverju ætti þá að vera hægt að kvarta? „Sjáið þið ekki veisluna?“ var viðkvæðið þar sem fólk hljóp á milli rekka og stútfyllti tröllvaxnar innkaupakerrurnar af alls konar varningi sem engan hafði áður grunað að hann sárvantaði. Og út af þéttpökkuðu bílastæðinu sliguðust fólksbílar, jepplingar og forstjórajeppar eins og drekkhlaðnir loðnubátar á heimstíminu, út á bensínstöð til þess að flytja varninginn heim, knúnir af ódýrasta og besta bensíni sem íslenskur almenningur hafði nokkru sinni kynnst.Má ég sjá í pokann? Upplifunin af því að versla í þessari nýju neysluparadís var ólík því sem fólk hafði áður kynnst hér á landi. Ein nýjungin fólst í því að einungis innmúruðum félagsmönnum er heimilt að versla í nýju búðinni og enginn fær afgreiðslu nema gegn framvísun gilds meðlimaskírteinis. Önnur nýjung fólst í óvenjulegri umhyggjusemi sem verslunarrisinn sýnir meðlimum sínum þegar þeir yfirgefa klúbbinn með varninginn sinn. Fólki er ekki hleypt út fyrr en ágætt og vingjarnlegt fólk—sem hefur líklega verið ráðið í starfið einmitt vegna þess að það er ágætt og vingjarnlegt—gengur upp að klúbbfélaganum og fer yfir það hvort allt það sama sé í pokanum eins og fram kemur á kassastrimlinum. Þetta er örugglega nýlunda hér á landi því flestum hefur hingað til þótt það vera stækasta ókurteisi að þjófkenna fólk án minnstu mögulegu vísbendingar um þjófnað. En þetta kostar aðgöngumiðinn í neysluútópíuna—að þurfa að sæta sömu meðferð og smábarn sem er grunað um að hafa stolið smáköku úr krukku. „Sýndu mér hendurnar. Báðar í einu. Opnaðu munninn.“ Líklega hefur þessi nýstárlegi samskiptamáti í íslenskri verslun vakið reiði nægilegra margra til þess að verslunarrisinn teldi þörf á því að gefa nánari skýringu á athæfi sínu. Rétt þar sem komið er að útganginum var nefnilega hengdur upp lítill miði. Þar stóð: „Spurning: Af hverju er farið yfir strimilinn þegar ég yfirgef vöruhúsið? Svar: Til að ganga úr skugga um að þú hafir fengið allar vörur sem þú greiddir fyrir og að rétt verð hafi verið greitt.“ Einmitt.Viðskiptavinátta Þessi afstaða til kúnnans er mjög ólík því sem kalla mætti gagnkvæma virðingu. Það er hins vegar þannig samband sem við er átt þegar verslun lítur á einstaklinga sem viðskiptavini—en ekki bara neytendur. Í þannig sambandi fylgir vöruframboðinu gjarnan vönduð ráðgjöf þar sem starfsmenn hafa einlægan áhuga á því að varan sem keypt er sé sú besta fyrir þann tilgang sem viðskiptavinurinn ætlar henni. Næst þegar þið fáið frábæra þjónustu frá vingjarnlegum og áhugasömum starfsmanni í verslun skuluð þið því spá í hvort það eina sem viðskiptavinurinn fær fyrir uppsett verð sé varan sjálf. Það er nefnilega umhugsunarvert hvort það sé alltaf hagkvæmara að kaupa vörur á lægra verði—eða hvort það sé skynsamlegra að gera innkaupastefnu hagsýna bóndans í Borgarfirði að sinni: „Ef það er ekki til í kaupfélaginu, þá hef ég enga þörf fyrir það.“Nokkra dropa Líklega hefur það verið margreynt og útreiknað í höfuðstöðvum verslanakeðjunnar að það borgi sig frekar að móðga nokkra þverhausa heldur en að taka ögn meiri áhættu á því að einhver steli úr búðinni. Þannig virka stórfyrirtæki. Þar eru ákvarðanir teknar að vel tölfræðilega ígrunduðu máli. En við þetta tapast þó ýmislegt sem sumum gæti þótt verðmætara heldur en fimm lítra pakkning af flösusjampói. Neytandi sem undirgengst skilmála verslunarinnar fær þörfum sínum sannarlega uppfyllt á vélrænan og ópersónulegan hátt, þar sem engin óþörf mannleg samskipti, tillitssemi og mannvirðing, þvælast fyrir því háleita markmiði að tryggja fólki aðgang að sem mestu magni af neysluvörum á sem lægstu verði. Það eina sem hann þarf að láta í staðinn eru nokkrir dropar af sjálfsvirðingu.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun