Umferð, loftslag og staðreyndir Sabine Leskopf skrifar 8. febrúar 2018 12:44 Aldrei hafa verið jafn margir bílar á götum Reykjavíkur og einmitt núna. Aldrei höfum við dælt meira af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið en akkúrat núna. Við nálgumst ekki Parísarsamkomulagið um að draga úr útblæstri heldur aukum hann jafnt og þétt. Þetta eru staðreyndir sem koma upp í huga minn þegar verið er að tala um umferðarmál í Reykjavík. Komandi upphaflega frá Þýskalandi veit ég vel hvað umferðartafir eru, 3-4 klukkustundir í stórborg eða á hraðbraut, missa af flugi þess vegna og annað þvíumlíkt. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það stundum kátbroslegt þegar menn kvarta yfir umferðartöfum í Reykjavík í samanburði við það. En ég er farin að hafa áhyggjur af umferðinni í Reykjavík. Hún mengar svo gífurlega með öllum þessum fjölda bíla og svo margir á nagladekkjum. Mengunin í borginni er staðreynd sem ætti að valda okkur öllum áhyggjum, ekki bara þeim sem þjást af öndunarsjúkdómum. Mengunin er ekki gott vegarnesti fyrir börnin okkar, þvert á móti. Mengun af því tagi sem nú mælist í Reykjavík skaðar alla borgara og það er víða erlendis sem borgir grípa til ráðstafana þegar svo langt er gengið. Í mínu gamla heimalandi berjast íbúasamtök um allt land fyrir því að minnka umferð í nágrenni sínu og það er ekkert skrýtið. Við viljum helst hafa það rólegt nálægt okkur sjálfum en komast svo hindrunarlaust leiðar okkar á bílnum. En þetta hefur afleiðingar fyrir okkur, aðra og ekki síst komandi kynslóðir og það er kominn tími til að við hugsum alvarlega um þau mál. Talið er að á Íslandi deyja árlega 80 manns af völdum svifryksmengunar. Við stöndum á þröskuldi mikilla hamafara vegna hnattrænnar hlýnunar og þau sem súpa seyðið af því verða afkomendur okkar. Við getum ekki bara böðlast áfram eins og ekkert hafi í skorist. Og það þýðir ekkert að malda í móinn og segja að þetta reddist og það komi rafbílar fljótlega. Þær tugþúsundir bíla sem keyptir hafa verið undanfarna mánuði eru fæstir rafbílar og þeir eiga eftir að menga í 12-15 ár. Það er enn ein staðreyndin sem vert er að muna. Við verðum að stemma stigu við auknum útblæstri og það er verkefni okkar núna, ekki framtíðarkynslóða sem hvort sem er þurfa að berjast við afleiðingar gerða okkar í dag.Höfundur er varaborgarfulltrúi og formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Aldrei hafa verið jafn margir bílar á götum Reykjavíkur og einmitt núna. Aldrei höfum við dælt meira af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið en akkúrat núna. Við nálgumst ekki Parísarsamkomulagið um að draga úr útblæstri heldur aukum hann jafnt og þétt. Þetta eru staðreyndir sem koma upp í huga minn þegar verið er að tala um umferðarmál í Reykjavík. Komandi upphaflega frá Þýskalandi veit ég vel hvað umferðartafir eru, 3-4 klukkustundir í stórborg eða á hraðbraut, missa af flugi þess vegna og annað þvíumlíkt. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það stundum kátbroslegt þegar menn kvarta yfir umferðartöfum í Reykjavík í samanburði við það. En ég er farin að hafa áhyggjur af umferðinni í Reykjavík. Hún mengar svo gífurlega með öllum þessum fjölda bíla og svo margir á nagladekkjum. Mengunin í borginni er staðreynd sem ætti að valda okkur öllum áhyggjum, ekki bara þeim sem þjást af öndunarsjúkdómum. Mengunin er ekki gott vegarnesti fyrir börnin okkar, þvert á móti. Mengun af því tagi sem nú mælist í Reykjavík skaðar alla borgara og það er víða erlendis sem borgir grípa til ráðstafana þegar svo langt er gengið. Í mínu gamla heimalandi berjast íbúasamtök um allt land fyrir því að minnka umferð í nágrenni sínu og það er ekkert skrýtið. Við viljum helst hafa það rólegt nálægt okkur sjálfum en komast svo hindrunarlaust leiðar okkar á bílnum. En þetta hefur afleiðingar fyrir okkur, aðra og ekki síst komandi kynslóðir og það er kominn tími til að við hugsum alvarlega um þau mál. Talið er að á Íslandi deyja árlega 80 manns af völdum svifryksmengunar. Við stöndum á þröskuldi mikilla hamafara vegna hnattrænnar hlýnunar og þau sem súpa seyðið af því verða afkomendur okkar. Við getum ekki bara böðlast áfram eins og ekkert hafi í skorist. Og það þýðir ekkert að malda í móinn og segja að þetta reddist og það komi rafbílar fljótlega. Þær tugþúsundir bíla sem keyptir hafa verið undanfarna mánuði eru fæstir rafbílar og þeir eiga eftir að menga í 12-15 ár. Það er enn ein staðreyndin sem vert er að muna. Við verðum að stemma stigu við auknum útblæstri og það er verkefni okkar núna, ekki framtíðarkynslóða sem hvort sem er þurfa að berjast við afleiðingar gerða okkar í dag.Höfundur er varaborgarfulltrúi og formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun