Guðmundur til í uppgjör við Wilbek sem reyndi að láta reka hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2018 10:00 Guðmundur Guðmundsson og Ulrik Wilbek voru engir vinir þegar stormurinn var sem mestur. vísir/getty Guðmundur Þórður Guðmundsson var á þriðjudaginn ráðinn landsliðsþjálfari karla í handbolta í þriðja sinn en þessi sigursæli þjálfari var síðast þjálfari landsliðs Barein. Það var með danska landsliðinu þar sem hann náði sínum mesta árangri en hann gerði liðið að Ólympíumeistara árið 2016 í Ríó í skugga mikillar valdabaráttu og leiðinda. Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og þáverandi íþróttastjóri danska handboltasambandsins, lét eins og kjáni á meðan Ólympíuleikunum stóð og reyndi að láta reka Guðmund á meðan mótinu stóð. Í skugga þess stóð Guðmundur uppi með gullið.Guðmundur var ráðinn í þriðja sinn til HSÍ á þriðjudaginn.tomUpplifað ýmislegt „Maður þarf að upplifa neikvæða hluti og jákvæða í þessu. Eins og með Danina. Ég geri þá að Ólympíumeisturum en svo eru bara endalaus leiðindi,“ segir Guðmundur, en hann var í ríflega hálftíma löngu viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem óhætt er að mæla með að hlusta á. „Ég skil þetta ekki enn þá. En, svo eftir á, hugsa ég með mér að ég vann Ólympíugull með Dönum. Allt sem gerðist í kringum það fer bara í reynslubankann í dag.“ Það var á endanum Wilbek sem þurfti að víkja og Guðmudur fór með Danina á HM 2017 í Frakklandi en féll þar úr leik í átta liða úrslitum fyrir Svíþjóð. Hann var búinn að segja upp fyrir mótið og kvaddi sem Ólympíumeistari. „Ég er búinn að upplifa ýmislegt á mínum ferli og á endanum verð ég bara að taka það jákvæða út úr því. Ég endaði á því að kveðja Dani bara með virtum. Ég vildi ekki skella einhverjum hurðum. Ég hefði getað sagt frá öllu í viðtölum. Það hafa margir beðið mig um að koma í viðtal og segja frá mínum samskiptum við Ulrik Wilbek, danska sambandið og fréttamennina en ég ákvað að gera það ekki,“ segir Guðmundur.Guðmundur stýrði Barein síðast.vísir/gettyHann myndi heilsa mér „Mér fannst það ekki hafa neitt upp á sig. Ég bara nýtti þessa reynslu fyrir mig og tók þá ákvörðun að kúpla mig aðeins út úr þessu og fara til Barein. Það var frábær ákvörðun. Hluti af þeirri ákvörðun var að fara út úr þessu fjölmiðlafári og taka við liði sem kunni virkilega að meta mig. Þetta var stórkostlegur tími.“ Aðspurður hvort hann myndi heilsa Ulrik Wilbek í dag byrjar Guðmundur á því að skellihlæja en segir svo: „Já, ég hugsa það. Ég efast ekki um að hann myndi heilsa mér á móti. Staðreyndin er þessi: Ég lenti aldrei í neinum átökum við hann beint. Það sem að hann gerði einhvers staðar á bakvið tjöldin vissi ég ekki af. Ég hugsa að ég myndi bara tala við hann. Það þýðir lítið að vera í einhverjum deilum við hann eða láta sér líða illa yfir því. Alls ekki.“ Væri Guðmundur til í uppgjör við Wilbek? „Já, ég væri alveg til í það. Ég verð að segja það.“ Allt viðtalið má heyra hér að neðan. Íslenski handboltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson var á þriðjudaginn ráðinn landsliðsþjálfari karla í handbolta í þriðja sinn en þessi sigursæli þjálfari var síðast þjálfari landsliðs Barein. Það var með danska landsliðinu þar sem hann náði sínum mesta árangri en hann gerði liðið að Ólympíumeistara árið 2016 í Ríó í skugga mikillar valdabaráttu og leiðinda. Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og þáverandi íþróttastjóri danska handboltasambandsins, lét eins og kjáni á meðan Ólympíuleikunum stóð og reyndi að láta reka Guðmund á meðan mótinu stóð. Í skugga þess stóð Guðmundur uppi með gullið.Guðmundur var ráðinn í þriðja sinn til HSÍ á þriðjudaginn.tomUpplifað ýmislegt „Maður þarf að upplifa neikvæða hluti og jákvæða í þessu. Eins og með Danina. Ég geri þá að Ólympíumeisturum en svo eru bara endalaus leiðindi,“ segir Guðmundur, en hann var í ríflega hálftíma löngu viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem óhætt er að mæla með að hlusta á. „Ég skil þetta ekki enn þá. En, svo eftir á, hugsa ég með mér að ég vann Ólympíugull með Dönum. Allt sem gerðist í kringum það fer bara í reynslubankann í dag.“ Það var á endanum Wilbek sem þurfti að víkja og Guðmudur fór með Danina á HM 2017 í Frakklandi en féll þar úr leik í átta liða úrslitum fyrir Svíþjóð. Hann var búinn að segja upp fyrir mótið og kvaddi sem Ólympíumeistari. „Ég er búinn að upplifa ýmislegt á mínum ferli og á endanum verð ég bara að taka það jákvæða út úr því. Ég endaði á því að kveðja Dani bara með virtum. Ég vildi ekki skella einhverjum hurðum. Ég hefði getað sagt frá öllu í viðtölum. Það hafa margir beðið mig um að koma í viðtal og segja frá mínum samskiptum við Ulrik Wilbek, danska sambandið og fréttamennina en ég ákvað að gera það ekki,“ segir Guðmundur.Guðmundur stýrði Barein síðast.vísir/gettyHann myndi heilsa mér „Mér fannst það ekki hafa neitt upp á sig. Ég bara nýtti þessa reynslu fyrir mig og tók þá ákvörðun að kúpla mig aðeins út úr þessu og fara til Barein. Það var frábær ákvörðun. Hluti af þeirri ákvörðun var að fara út úr þessu fjölmiðlafári og taka við liði sem kunni virkilega að meta mig. Þetta var stórkostlegur tími.“ Aðspurður hvort hann myndi heilsa Ulrik Wilbek í dag byrjar Guðmundur á því að skellihlæja en segir svo: „Já, ég hugsa það. Ég efast ekki um að hann myndi heilsa mér á móti. Staðreyndin er þessi: Ég lenti aldrei í neinum átökum við hann beint. Það sem að hann gerði einhvers staðar á bakvið tjöldin vissi ég ekki af. Ég hugsa að ég myndi bara tala við hann. Það þýðir lítið að vera í einhverjum deilum við hann eða láta sér líða illa yfir því. Alls ekki.“ Væri Guðmundur til í uppgjör við Wilbek? „Já, ég væri alveg til í það. Ég verð að segja það.“ Allt viðtalið má heyra hér að neðan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti