Þokast í samkomulagsátt um fjárlög í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2018 13:15 Eftir átök sem hafa tíðum verið hatrömm virðist meiri sáttatónn vera í McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, (t.v.) og Chuck Schumer, leiðtoga demókrata, þessa dagana. Vísir/AFP Þrátt fyrir fullyrðingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann sé tilbúinn að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast eru merki um að leiðtogar repúblikana og demókrata séu að ná saman um frumvarp að fjárlögum. Frestur til að framlenga útgjöld til alríkisstofnana rennur út á morgun. Neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti bráðabirgðalausn til að fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar eftir að fé til hans klárast á morgun. Leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni eru nú sagðir vinna að lausn til lengri tíma sem myndi fela í sér aukin útgjöld til hernaðarmála sem repúblikanar vilja en einnig frekari fjárútlát innanlands sem demókratar sækjast eftir. Alríkisstjórnin hefur verið fjármögnuð með röð bráðabirgðafrumvarpa frá því að síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um fjárlög þá. Síðan þá hefur lokun alríkisstjórnarinnar vofað yfir í hvert skipti sem þurft hefur að samþykkja nýja skammtímalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðalausn til að knýja á um að staða innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn yrði tryggð. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra.Viðræður í skugga hótana forsetansAP-fréttastofan segir að demókratar hafi látið þá kröfu falla niður og reyni frekar að fá repúblikana til að fallast á tuga milljarða fjárframlög til annarra málefna sem þeir telja brýn. Treysta þeir á að samkomulag náist um innflytjendamál síðar. Á meðal þess sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, og Chuck Schumer, oddviti demókrata, ræða nú er hækkun svonefnds skuldaþaks ríkissjóðs til að hægt verði að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins í framtíðinni. Yfirlýsingar Trump forseta í gær voru hins vegar í litlu samráði við þennan nýfundna sáttahug hjá leiðtogum flokkanna. Fullyrti hann að hann væri til í að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast til að hann gæti náð sínu fram í innflytjendamálum. „Ég myndi elska að sjá lokun ef við getum ekki fengið þessi mál í gegn,“ sagði Trump.John Kelly er haukur í innflytjendamálum. Lýsing hans á innflytjendum sem lötum féll ekki í kramið hjá demókrötum.Vísir/AFPGaf í skyn að innflytjendur væru latirÞá féllu orð Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um innflytjendur í grýttan jarðveg hjá demókrötum. Trump lagði til vernd fyrir fleiri innflytjendur en þá sem hafa fallið undir DACA-áætlunina í janúar. Það var þó skilyrðum háð að þingið samþykkti tugi milljarða í byggingu landamæramúrs við Mexíkó og að innflytjendum sem koma löglega til Bandaríkjanna verði fækkað verulega. Kelly sagði að tillaga Trump myndi ekki aðeins tryggja skjólstæðingum DACA vernd heldur einnig þeim innflytjendum sem „sumir myndu segja að séu of hræddir til að skrá sig en aðrir myndu segja að væru of latir til að hreyfa sig af rassinum en þeir skráðu sig ekki.“ „Ég harma þessa lýsingu. Hún kemur mér ekki á óvart komandi frá Kelly herforingja,“ segir Dick Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata sem hefur farið fyrir viðræðum þeirra við repúblikana um innflytjendamál. Kelly er einn helsti harðlínumaðurinn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs hafa fullyrt að Kelly og Stephen Miller, ráðgjafi Trump, séu þeir sem hafi fyrst og fremst komið í veg fyrir að forsetinn styðji við tilraunir til að ná þverpólitísku samkomulagi um endurskoðun innflytjendakerfis Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískir þingmenn reyna að semja um bráðabirgðafjárlög áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. 6. febrúar 2018 16:14 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Þrátt fyrir fullyrðingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann sé tilbúinn að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast eru merki um að leiðtogar repúblikana og demókrata séu að ná saman um frumvarp að fjárlögum. Frestur til að framlenga útgjöld til alríkisstofnana rennur út á morgun. Neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti bráðabirgðalausn til að fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar eftir að fé til hans klárast á morgun. Leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni eru nú sagðir vinna að lausn til lengri tíma sem myndi fela í sér aukin útgjöld til hernaðarmála sem repúblikanar vilja en einnig frekari fjárútlát innanlands sem demókratar sækjast eftir. Alríkisstjórnin hefur verið fjármögnuð með röð bráðabirgðafrumvarpa frá því að síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um fjárlög þá. Síðan þá hefur lokun alríkisstjórnarinnar vofað yfir í hvert skipti sem þurft hefur að samþykkja nýja skammtímalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðalausn til að knýja á um að staða innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn yrði tryggð. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra.Viðræður í skugga hótana forsetansAP-fréttastofan segir að demókratar hafi látið þá kröfu falla niður og reyni frekar að fá repúblikana til að fallast á tuga milljarða fjárframlög til annarra málefna sem þeir telja brýn. Treysta þeir á að samkomulag náist um innflytjendamál síðar. Á meðal þess sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, og Chuck Schumer, oddviti demókrata, ræða nú er hækkun svonefnds skuldaþaks ríkissjóðs til að hægt verði að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins í framtíðinni. Yfirlýsingar Trump forseta í gær voru hins vegar í litlu samráði við þennan nýfundna sáttahug hjá leiðtogum flokkanna. Fullyrti hann að hann væri til í að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast til að hann gæti náð sínu fram í innflytjendamálum. „Ég myndi elska að sjá lokun ef við getum ekki fengið þessi mál í gegn,“ sagði Trump.John Kelly er haukur í innflytjendamálum. Lýsing hans á innflytjendum sem lötum féll ekki í kramið hjá demókrötum.Vísir/AFPGaf í skyn að innflytjendur væru latirÞá féllu orð Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um innflytjendur í grýttan jarðveg hjá demókrötum. Trump lagði til vernd fyrir fleiri innflytjendur en þá sem hafa fallið undir DACA-áætlunina í janúar. Það var þó skilyrðum háð að þingið samþykkti tugi milljarða í byggingu landamæramúrs við Mexíkó og að innflytjendum sem koma löglega til Bandaríkjanna verði fækkað verulega. Kelly sagði að tillaga Trump myndi ekki aðeins tryggja skjólstæðingum DACA vernd heldur einnig þeim innflytjendum sem „sumir myndu segja að séu of hræddir til að skrá sig en aðrir myndu segja að væru of latir til að hreyfa sig af rassinum en þeir skráðu sig ekki.“ „Ég harma þessa lýsingu. Hún kemur mér ekki á óvart komandi frá Kelly herforingja,“ segir Dick Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata sem hefur farið fyrir viðræðum þeirra við repúblikana um innflytjendamál. Kelly er einn helsti harðlínumaðurinn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs hafa fullyrt að Kelly og Stephen Miller, ráðgjafi Trump, séu þeir sem hafi fyrst og fremst komið í veg fyrir að forsetinn styðji við tilraunir til að ná þverpólitísku samkomulagi um endurskoðun innflytjendakerfis Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískir þingmenn reyna að semja um bráðabirgðafjárlög áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. 6. febrúar 2018 16:14 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískir þingmenn reyna að semja um bráðabirgðafjárlög áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. 6. febrúar 2018 16:14