Kastað yfir baðkarsbrúnina og fíkniefnunum komið fyrir inni í henni Stefán Árni Pálsson skrifar 7. febrúar 2018 15:30 Sláandi saga í síðasta þætti af Burðardýrum. „Ég fékk alltaf pabbahelgar og drakk mikið og dópaði þá,“ segir kona í síðasta þætti af Burðardýrum sem var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið. Konan sagði sögu sína og kaus að koma ekki fram undir nafni. „Ég kynnist manni sem ég var með í skólanum og við ákváðum að gifta okkur á einhverju fylleríi og við giftum okkur þegar við vorum búin að vera saman í nokkra mánuði. Hann var voðalega góður við mig fyrst en reyndist síðan vera ofbeldismaður. Hann beitti mig líkamlegu og andlegu ofbeldi og nauðgaði mér í tvígang, svo ég muni eftir.“ Einn daginn komst konan að því að maðurinn hafi haldið framhjá henni með sameiginlegri vinkonu og þá hafi hún fundið styrk til að henda manninum út og losa sig við hann. „Ég og fyrrverandi mákona mín ákváðum að fara saman í skemmtiferð til Amsterdam og er okkur boðið í partý fyrsta kvöldið. Þetta var skuggalegt partý og það var mikið af svona dópliði á staðnum. Þarna var eldri íslenskur maður sem var mjög skuggalegur, og síðan yngri íslenskur maður sem mér fannst mjög myndalegur.“ Missti af flugvélinni Hún segir að yngri maðurinn hafi daðrað mikið við sig. „Við kyssumst og eyðum síðan nóttinni saman. Hann er mjög almennilegur við mig til að byrja með,“ segir konan sem eyddi stórum hluta af helginni með manninum. Undir lok ferðarinnar ætlaði maðurinn að skutla henni á flugvöllinn, en það stóðst ekki og hún missti af vélinni. „Hann bara kemur ekki og það endur með því að ég missi af fluginu. Ég næ loksins í hann og hann keyrir mig upp á hótel. Ég man að hann var með íþróttatösku og hann segir mér að ég eigi að flytja inn kókaín til Íslands og talar við mig eins og við höfðum rætt þetta áður.“ Fyrstu viðbrögð konunnar voru þau að hún væri ekki tilbúin í slíkt. „Hann fékk mig hálfpartinn til að trúa að ég hefði samþykkt þetta. Það sem gerist næst í allt í voðalegri móðu og eins og í draumi. Hann hótaði mér að eitthvað myndi koma fyrir börnin mín og pabba minn ef ég myndi ekki gera þetta. Þetta endar síðan með því að maðurinn kastar mér yfir baðkarsbrúnina og kemur efnunum fyrir. Annarri pakkningunni inn í endaþarminn og hinni inni í leggöngin.“ Hún segist algjörlega hafa frosið þegar þetta átti sér stað en hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem sýndur var á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Burðardýr Tengdar fréttir „Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri“ Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. 29. janúar 2018 10:45 Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30 Hringdi í alla ættina með byssu upp við hnakkann Þáttaröðin Burðardýr fjallar um einstaklinga úr íslenskum veruleika sem flækst hafa inn í skuggavef alþjóðlegs eiturlyfjasmygls. 30. janúar 2018 12:45 Smitaðist af HIV í Brasilíu: Fékk að fara til Íslands til að deyja Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. 23. janúar 2018 15:45 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
„Ég fékk alltaf pabbahelgar og drakk mikið og dópaði þá,“ segir kona í síðasta þætti af Burðardýrum sem var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið. Konan sagði sögu sína og kaus að koma ekki fram undir nafni. „Ég kynnist manni sem ég var með í skólanum og við ákváðum að gifta okkur á einhverju fylleríi og við giftum okkur þegar við vorum búin að vera saman í nokkra mánuði. Hann var voðalega góður við mig fyrst en reyndist síðan vera ofbeldismaður. Hann beitti mig líkamlegu og andlegu ofbeldi og nauðgaði mér í tvígang, svo ég muni eftir.“ Einn daginn komst konan að því að maðurinn hafi haldið framhjá henni með sameiginlegri vinkonu og þá hafi hún fundið styrk til að henda manninum út og losa sig við hann. „Ég og fyrrverandi mákona mín ákváðum að fara saman í skemmtiferð til Amsterdam og er okkur boðið í partý fyrsta kvöldið. Þetta var skuggalegt partý og það var mikið af svona dópliði á staðnum. Þarna var eldri íslenskur maður sem var mjög skuggalegur, og síðan yngri íslenskur maður sem mér fannst mjög myndalegur.“ Missti af flugvélinni Hún segir að yngri maðurinn hafi daðrað mikið við sig. „Við kyssumst og eyðum síðan nóttinni saman. Hann er mjög almennilegur við mig til að byrja með,“ segir konan sem eyddi stórum hluta af helginni með manninum. Undir lok ferðarinnar ætlaði maðurinn að skutla henni á flugvöllinn, en það stóðst ekki og hún missti af vélinni. „Hann bara kemur ekki og það endur með því að ég missi af fluginu. Ég næ loksins í hann og hann keyrir mig upp á hótel. Ég man að hann var með íþróttatösku og hann segir mér að ég eigi að flytja inn kókaín til Íslands og talar við mig eins og við höfðum rætt þetta áður.“ Fyrstu viðbrögð konunnar voru þau að hún væri ekki tilbúin í slíkt. „Hann fékk mig hálfpartinn til að trúa að ég hefði samþykkt þetta. Það sem gerist næst í allt í voðalegri móðu og eins og í draumi. Hann hótaði mér að eitthvað myndi koma fyrir börnin mín og pabba minn ef ég myndi ekki gera þetta. Þetta endar síðan með því að maðurinn kastar mér yfir baðkarsbrúnina og kemur efnunum fyrir. Annarri pakkningunni inn í endaþarminn og hinni inni í leggöngin.“ Hún segist algjörlega hafa frosið þegar þetta átti sér stað en hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem sýndur var á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.
Burðardýr Tengdar fréttir „Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri“ Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. 29. janúar 2018 10:45 Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30 Hringdi í alla ættina með byssu upp við hnakkann Þáttaröðin Burðardýr fjallar um einstaklinga úr íslenskum veruleika sem flækst hafa inn í skuggavef alþjóðlegs eiturlyfjasmygls. 30. janúar 2018 12:45 Smitaðist af HIV í Brasilíu: Fékk að fara til Íslands til að deyja Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. 23. janúar 2018 15:45 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
„Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri“ Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. 29. janúar 2018 10:45
Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30
Hringdi í alla ættina með byssu upp við hnakkann Þáttaröðin Burðardýr fjallar um einstaklinga úr íslenskum veruleika sem flækst hafa inn í skuggavef alþjóðlegs eiturlyfjasmygls. 30. janúar 2018 12:45
Smitaðist af HIV í Brasilíu: Fékk að fara til Íslands til að deyja Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. 23. janúar 2018 15:45