„Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 22:34 Ryan Seacrest við störf í hinni gríðarvinsælu sjónvarpsþáttaröð American Idol. Vísir/Getty Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum um að hafa áreitt konu kynferðislega. Hann segir jafnframt mikilvægt að allir hlutaðeigandi í málum, sem nú koma upp á yfirborðið í kjölfer #MeToo-byltingarinnar, fái sanngjarna málsmeðferð. Seacrest, sem þekktastur er fyrir starf sitt sem kynnir bandarísku raunveruleikaþáttanna American Idol, er einn fjölmargra karlmanna í Hollywood sem sakaður var um kynferðislega áreitni og –ofbeldi á síðasta ári. Áður en ásakanirnar á hendur Seacrest litu dagsins ljós sendi hann þó frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertók fyrir þær. Fullviss um að ekkert væri hæft í ásökununum Í yfirlýsingunni í nóvember sagði Seacrest stílista, sem starfaði með honum hjá sjónvarpsstöðinni E! News fyrir tíu árum, hafa stigið fram og sakað hann um ósæmilega kynferðislega hegðun þegar þau unnu saman. Eins og áður sagði hafnaði Seacrest ásökununum, sagði þær „gálausar“ og að hann myndi vera samvinnuþýður hverjum þeim sem færi með rannsókn málsins. Seacrest tjáði sig aftur um málið í pistli sem birtist á vef The Hollywood Reporter eftir að E! News komst formlega að þeirri niðurstöðu að ekkert væri hæft í ásökunum konunnar. Í pistlinum, sem ber titilinn What happened after I was wrongly accused of harassment, segir Seacrest frá tímabilinu í lífi sínu sem tók við eftir að ásakanirnar voru gerðar opinberar. „Það var sársaukafullt þegar vegið var að starfsheiðri mínum. Ég hef alltaf reynt að koma fram við alla samstarfsfélaga mína með heiðarleika, virðingu og góðmennsku að leiðarljósi,“ skrifar Seacrest sem segist þó alltaf hafa verið þess fullviss að ekkert væri hæft í ásökununum. Mikilvægt að allir fái séns Í pistli sínum lagði Seacrest þó áherslu á að hann væri stuðningsmaður #MeToo-byltingarinnar og fór fögrum orðum um hinar hugrökku konur sem hafa stigið fram og sagt frá kerfisbundnu kynjamisrétti sem viðgengst hefur í Hollywood. „Ég vil taka þátt í breytingunum, framförunum, sem eru á sjóndeildarhringnum,“ segir Seacrest. Hann lagði þó áherslu á að mikilvægt væri að allir, „almenningur, einkareknar og opinberar stofnanir, kærendur og stefndir,“ eigi möguleika á sanngjarnri málsmeðferð. #MeToo-byltingin hefur farið hátt í fjölmiðlum og samfélaginu öllu síðan fjölmargar konur stigu fram og sökuðu kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og –ofbeldi í október í fyrra. Síðan þá hafa fleiri karlmenn verið sakaðir um sambærilega hegðun, og enn aðrir hafa fundið sig knúna til að koma starfsbræðrum sínum, sem liggja undir grun, til varnar. Þar á meðal eru leikararnir Liam Neeson og Alec Baldwin. MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kate Upton sakar stofnanda Guess um kynferðislega áreitni Hlutabréf Guess hafa fallið eftir að Paul Marciano, listrænn stjórnandi merkisins, var sakaður um kynferðislega áreitni á fimmtudag. 2. febrúar 2018 21:45 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Eftirminnilegustu augnablikin úr American Idol Síðasta serían af raunveruleikaþættinum vinsæla fer í loftið á næsta ári en hún er sú fimmtánda í röðinni. 13. maí 2015 12:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum um að hafa áreitt konu kynferðislega. Hann segir jafnframt mikilvægt að allir hlutaðeigandi í málum, sem nú koma upp á yfirborðið í kjölfer #MeToo-byltingarinnar, fái sanngjarna málsmeðferð. Seacrest, sem þekktastur er fyrir starf sitt sem kynnir bandarísku raunveruleikaþáttanna American Idol, er einn fjölmargra karlmanna í Hollywood sem sakaður var um kynferðislega áreitni og –ofbeldi á síðasta ári. Áður en ásakanirnar á hendur Seacrest litu dagsins ljós sendi hann þó frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertók fyrir þær. Fullviss um að ekkert væri hæft í ásökununum Í yfirlýsingunni í nóvember sagði Seacrest stílista, sem starfaði með honum hjá sjónvarpsstöðinni E! News fyrir tíu árum, hafa stigið fram og sakað hann um ósæmilega kynferðislega hegðun þegar þau unnu saman. Eins og áður sagði hafnaði Seacrest ásökununum, sagði þær „gálausar“ og að hann myndi vera samvinnuþýður hverjum þeim sem færi með rannsókn málsins. Seacrest tjáði sig aftur um málið í pistli sem birtist á vef The Hollywood Reporter eftir að E! News komst formlega að þeirri niðurstöðu að ekkert væri hæft í ásökunum konunnar. Í pistlinum, sem ber titilinn What happened after I was wrongly accused of harassment, segir Seacrest frá tímabilinu í lífi sínu sem tók við eftir að ásakanirnar voru gerðar opinberar. „Það var sársaukafullt þegar vegið var að starfsheiðri mínum. Ég hef alltaf reynt að koma fram við alla samstarfsfélaga mína með heiðarleika, virðingu og góðmennsku að leiðarljósi,“ skrifar Seacrest sem segist þó alltaf hafa verið þess fullviss að ekkert væri hæft í ásökununum. Mikilvægt að allir fái séns Í pistli sínum lagði Seacrest þó áherslu á að hann væri stuðningsmaður #MeToo-byltingarinnar og fór fögrum orðum um hinar hugrökku konur sem hafa stigið fram og sagt frá kerfisbundnu kynjamisrétti sem viðgengst hefur í Hollywood. „Ég vil taka þátt í breytingunum, framförunum, sem eru á sjóndeildarhringnum,“ segir Seacrest. Hann lagði þó áherslu á að mikilvægt væri að allir, „almenningur, einkareknar og opinberar stofnanir, kærendur og stefndir,“ eigi möguleika á sanngjarnri málsmeðferð. #MeToo-byltingin hefur farið hátt í fjölmiðlum og samfélaginu öllu síðan fjölmargar konur stigu fram og sökuðu kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og –ofbeldi í október í fyrra. Síðan þá hafa fleiri karlmenn verið sakaðir um sambærilega hegðun, og enn aðrir hafa fundið sig knúna til að koma starfsbræðrum sínum, sem liggja undir grun, til varnar. Þar á meðal eru leikararnir Liam Neeson og Alec Baldwin.
MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kate Upton sakar stofnanda Guess um kynferðislega áreitni Hlutabréf Guess hafa fallið eftir að Paul Marciano, listrænn stjórnandi merkisins, var sakaður um kynferðislega áreitni á fimmtudag. 2. febrúar 2018 21:45 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Eftirminnilegustu augnablikin úr American Idol Síðasta serían af raunveruleikaþættinum vinsæla fer í loftið á næsta ári en hún er sú fimmtánda í röðinni. 13. maí 2015 12:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Kate Upton sakar stofnanda Guess um kynferðislega áreitni Hlutabréf Guess hafa fallið eftir að Paul Marciano, listrænn stjórnandi merkisins, var sakaður um kynferðislega áreitni á fimmtudag. 2. febrúar 2018 21:45
Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15
Eftirminnilegustu augnablikin úr American Idol Síðasta serían af raunveruleikaþættinum vinsæla fer í loftið á næsta ári en hún er sú fimmtánda í röðinni. 13. maí 2015 12:30