Á fimmta hundrað íslenskra karla ræða vændi á Facebook: „Er hún ekki eitthvað fötluð?“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 19:30 Á fimmta hundrað karlmenn ræða um vændiskonur á Íslandi í lokuðum hóp á Facebook. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðunum en að lítið sé hægt að gera. Lögreglan hefur þó haft samband við konur sem nefndar eru og boðið þeim aðstoð. Hópurinn var stofnaður í október 2016 og er einungis ætlaður fyrir karlmenn. Í honum eru nú um 440 menn sem eiga í virkum samræðum um vændiskonur á Íslandi. Í lýsingu hópsins segir að þetta sé vettvangur til að ræða kosti þeirra og galla. Þar er meðal annars að finna verðskrár og varað er við konum af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna neyslu. Þá er mælt með konum sem þykja „góðar".Tugir kvenna afþakkað aðstoð Á Íslandi er bæði ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðum á samfélagsmiðlum en oft sé erfitt að aðhafast.Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar.„Við sníðum okkur stakk eftir vexti og höfum haft mál til rannsóknar sem varðar vændi. Þessi mál eru umfangsmikil og taka mikinn tíma í rannsókn," segir Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í staðinn hefur embættið haft samband við tugi kvenna sem rætt er um og boðið þeim aðstoð sem þær allar hafa afþakkað. „Í sumum tilfellum höfum við haft grun um mansal en það er oft erfitt að ná til þessara einstaklinga og í sumum tilfellum vilja þessir einstaklingar ekki tjá sig eða sækja þessa aðstoð til okkar," segir Snorri. Samtölin hafa þó skilað mikilvægum upplýsingum. „Það er að segja að skilja þeirra stöðu betur og hvers vegna þær koma hingað. Verðið á Íslandi er mjög hátt samanborið við á Norðurlöndum þannig það er meiri peningur sem fólk er að hafa út úr þessu hér," segir Snorri.Flestir milligöngumenn búsettir erlendis Rannsókn lögreglunnar á sambýlisfólki sem var handtekið í nóvember vegna gruns um vændisstarfsemi er nú á lokametrunum og hafa tugir kaupenda verið yfirheyrðir. Málið verður sent ákærusviði á næstunni. Ólíkt þessu pari segir Snorri flesta sem hafa milligöngu um vændi á Íslandi vera búsetta erlendis og sérstaklega marga í Finnlandi. Erfitt sé því að ná til þeirra. „Þessir einstaklingar eru að flakka mikið á milli Norðurlanda og koma mikið hingað frá Suður-Ameríku og Spáni upphaflega en í gegnum Norðurlöndin og svo hingað. Mögulega hafa þá vændiskonur verið að starfa á öðrum Norðurlöndum og verið sendar hingað, eins og við höfum líka séð," segir Snorri. Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Á fimmta hundrað karlmenn ræða um vændiskonur á Íslandi í lokuðum hóp á Facebook. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðunum en að lítið sé hægt að gera. Lögreglan hefur þó haft samband við konur sem nefndar eru og boðið þeim aðstoð. Hópurinn var stofnaður í október 2016 og er einungis ætlaður fyrir karlmenn. Í honum eru nú um 440 menn sem eiga í virkum samræðum um vændiskonur á Íslandi. Í lýsingu hópsins segir að þetta sé vettvangur til að ræða kosti þeirra og galla. Þar er meðal annars að finna verðskrár og varað er við konum af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna neyslu. Þá er mælt með konum sem þykja „góðar".Tugir kvenna afþakkað aðstoð Á Íslandi er bæði ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðum á samfélagsmiðlum en oft sé erfitt að aðhafast.Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar.„Við sníðum okkur stakk eftir vexti og höfum haft mál til rannsóknar sem varðar vændi. Þessi mál eru umfangsmikil og taka mikinn tíma í rannsókn," segir Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í staðinn hefur embættið haft samband við tugi kvenna sem rætt er um og boðið þeim aðstoð sem þær allar hafa afþakkað. „Í sumum tilfellum höfum við haft grun um mansal en það er oft erfitt að ná til þessara einstaklinga og í sumum tilfellum vilja þessir einstaklingar ekki tjá sig eða sækja þessa aðstoð til okkar," segir Snorri. Samtölin hafa þó skilað mikilvægum upplýsingum. „Það er að segja að skilja þeirra stöðu betur og hvers vegna þær koma hingað. Verðið á Íslandi er mjög hátt samanborið við á Norðurlöndum þannig það er meiri peningur sem fólk er að hafa út úr þessu hér," segir Snorri.Flestir milligöngumenn búsettir erlendis Rannsókn lögreglunnar á sambýlisfólki sem var handtekið í nóvember vegna gruns um vændisstarfsemi er nú á lokametrunum og hafa tugir kaupenda verið yfirheyrðir. Málið verður sent ákærusviði á næstunni. Ólíkt þessu pari segir Snorri flesta sem hafa milligöngu um vændi á Íslandi vera búsetta erlendis og sérstaklega marga í Finnlandi. Erfitt sé því að ná til þeirra. „Þessir einstaklingar eru að flakka mikið á milli Norðurlanda og koma mikið hingað frá Suður-Ameríku og Spáni upphaflega en í gegnum Norðurlöndin og svo hingað. Mögulega hafa þá vændiskonur verið að starfa á öðrum Norðurlöndum og verið sendar hingað, eins og við höfum líka séð," segir Snorri.
Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira