Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2018 17:15 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ vísir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. „Við hittumst fyrst á laugardaginn og kláruðum okkar mál í gærkvöldi eða í morgun,“ sagði formaðurinn um snöggan aðdraganda að ráðningunni en Guðmundur var þá nýkominn heim frá Barein. „Guðmundur er að koma til starfa hjá okkur í þriðja sinn og var með á hreinu ákveðin grunnatriði varðandi samningstímann og teymið sem hann vildi hafa. Við vorum sammála um að byggja upp og horfa til lengri tíma.“ Guðmundur hefur náð mögnuðum árangri á sínum þjálfaraferli og er eftirsóttur. Það er ljóst að slíkur gæðaþjálfari. Hvernig stendur HSÍ undir fjárhagspakkanum og þarf sambandið að leita enn frekar til styrktaraðila til þess að fjármagna ráðninguna? „Það er dagleg vinna hjá okkur að fá frekari styrktaraðila að verki. Reksturinn er þungur hjá okkur og erfitt að ná endum saman en það hefur orðið aukning í afrekssjóðnum sem hefur hjálpað aðeins til. Við munum halda áfram að finna fleiri styrktaraðila og vonum að þessi ráðning hjálpi þar til. Þessi samningur við Guðmund er innan þess fjárhagsramma sem við treystum okkur til að standa við,“ segir formaðurinn. Það hefur verið slúðrað um það innan handboltageirans að HSÍ ætlaði sér að ráða Guðmund Þórð til starfa. Sú slúðursaga gekk eftir í dag en formaðurinn neitar því að hafa rætt við nafna sinn fyrir Evrópumeistaramótið í Króatíu. „Nei. Ég var alveg með það á hreinu að láta mótið í Króatíu klárast. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá óskaði Geir eftir framlengingu á síðasta ári. Hann fékk þau svör að samningamálin yrðu skoðuð eftir mótið. Það kom því aldrei til að ég væri að fara að ræða við einhvern annan því Geir var alltaf inn í myndinni hjá okkur. Geir var í myndinni þar til valið stóð á milli hans og Guðmundar,“ segir formaðurinn en átti Geir aldrei möguleika eftir að Guðmundur kemur inn í myndina? „Það getur alltaf eitthvað komið upp á þegar viðræður fara fram og fyrir okkur var Geir alltaf kostur í stöðunni. Þegar valið stóð á milli tveggja góðra þjálfara var það okkar niðurstaða að treysta á Guðmund.“ Geir Sveinsson stýrði íslenska landsliðinu á tveimur stórmótum og formaðurinn hrósar honum fyrir sína vinnu fyrir HSÍ. „Geir gerði marga góða hluti og ég dreg engan dul á það. Það má hrósa honum helst fyrir að hafa verið óhræddur við brjóta upp og breyta. Taka nýja menn inn og gefa þeim séns. Hann gerði það mjög vel.“ Formaðurinn náði ekki að tilkynna Geir að það yrði ekki framlengt við hann. Hann segir það hafa verið óheppilegt. Íslenski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. „Við hittumst fyrst á laugardaginn og kláruðum okkar mál í gærkvöldi eða í morgun,“ sagði formaðurinn um snöggan aðdraganda að ráðningunni en Guðmundur var þá nýkominn heim frá Barein. „Guðmundur er að koma til starfa hjá okkur í þriðja sinn og var með á hreinu ákveðin grunnatriði varðandi samningstímann og teymið sem hann vildi hafa. Við vorum sammála um að byggja upp og horfa til lengri tíma.“ Guðmundur hefur náð mögnuðum árangri á sínum þjálfaraferli og er eftirsóttur. Það er ljóst að slíkur gæðaþjálfari. Hvernig stendur HSÍ undir fjárhagspakkanum og þarf sambandið að leita enn frekar til styrktaraðila til þess að fjármagna ráðninguna? „Það er dagleg vinna hjá okkur að fá frekari styrktaraðila að verki. Reksturinn er þungur hjá okkur og erfitt að ná endum saman en það hefur orðið aukning í afrekssjóðnum sem hefur hjálpað aðeins til. Við munum halda áfram að finna fleiri styrktaraðila og vonum að þessi ráðning hjálpi þar til. Þessi samningur við Guðmund er innan þess fjárhagsramma sem við treystum okkur til að standa við,“ segir formaðurinn. Það hefur verið slúðrað um það innan handboltageirans að HSÍ ætlaði sér að ráða Guðmund Þórð til starfa. Sú slúðursaga gekk eftir í dag en formaðurinn neitar því að hafa rætt við nafna sinn fyrir Evrópumeistaramótið í Króatíu. „Nei. Ég var alveg með það á hreinu að láta mótið í Króatíu klárast. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá óskaði Geir eftir framlengingu á síðasta ári. Hann fékk þau svör að samningamálin yrðu skoðuð eftir mótið. Það kom því aldrei til að ég væri að fara að ræða við einhvern annan því Geir var alltaf inn í myndinni hjá okkur. Geir var í myndinni þar til valið stóð á milli hans og Guðmundar,“ segir formaðurinn en átti Geir aldrei möguleika eftir að Guðmundur kemur inn í myndina? „Það getur alltaf eitthvað komið upp á þegar viðræður fara fram og fyrir okkur var Geir alltaf kostur í stöðunni. Þegar valið stóð á milli tveggja góðra þjálfara var það okkar niðurstaða að treysta á Guðmund.“ Geir Sveinsson stýrði íslenska landsliðinu á tveimur stórmótum og formaðurinn hrósar honum fyrir sína vinnu fyrir HSÍ. „Geir gerði marga góða hluti og ég dreg engan dul á það. Það má hrósa honum helst fyrir að hafa verið óhræddur við brjóta upp og breyta. Taka nýja menn inn og gefa þeim séns. Hann gerði það mjög vel.“ Formaðurinn náði ekki að tilkynna Geir að það yrði ekki framlengt við hann. Hann segir það hafa verið óheppilegt.
Íslenski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira