Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2018 17:15 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ vísir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. „Við hittumst fyrst á laugardaginn og kláruðum okkar mál í gærkvöldi eða í morgun,“ sagði formaðurinn um snöggan aðdraganda að ráðningunni en Guðmundur var þá nýkominn heim frá Barein. „Guðmundur er að koma til starfa hjá okkur í þriðja sinn og var með á hreinu ákveðin grunnatriði varðandi samningstímann og teymið sem hann vildi hafa. Við vorum sammála um að byggja upp og horfa til lengri tíma.“ Guðmundur hefur náð mögnuðum árangri á sínum þjálfaraferli og er eftirsóttur. Það er ljóst að slíkur gæðaþjálfari. Hvernig stendur HSÍ undir fjárhagspakkanum og þarf sambandið að leita enn frekar til styrktaraðila til þess að fjármagna ráðninguna? „Það er dagleg vinna hjá okkur að fá frekari styrktaraðila að verki. Reksturinn er þungur hjá okkur og erfitt að ná endum saman en það hefur orðið aukning í afrekssjóðnum sem hefur hjálpað aðeins til. Við munum halda áfram að finna fleiri styrktaraðila og vonum að þessi ráðning hjálpi þar til. Þessi samningur við Guðmund er innan þess fjárhagsramma sem við treystum okkur til að standa við,“ segir formaðurinn. Það hefur verið slúðrað um það innan handboltageirans að HSÍ ætlaði sér að ráða Guðmund Þórð til starfa. Sú slúðursaga gekk eftir í dag en formaðurinn neitar því að hafa rætt við nafna sinn fyrir Evrópumeistaramótið í Króatíu. „Nei. Ég var alveg með það á hreinu að láta mótið í Króatíu klárast. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá óskaði Geir eftir framlengingu á síðasta ári. Hann fékk þau svör að samningamálin yrðu skoðuð eftir mótið. Það kom því aldrei til að ég væri að fara að ræða við einhvern annan því Geir var alltaf inn í myndinni hjá okkur. Geir var í myndinni þar til valið stóð á milli hans og Guðmundar,“ segir formaðurinn en átti Geir aldrei möguleika eftir að Guðmundur kemur inn í myndina? „Það getur alltaf eitthvað komið upp á þegar viðræður fara fram og fyrir okkur var Geir alltaf kostur í stöðunni. Þegar valið stóð á milli tveggja góðra þjálfara var það okkar niðurstaða að treysta á Guðmund.“ Geir Sveinsson stýrði íslenska landsliðinu á tveimur stórmótum og formaðurinn hrósar honum fyrir sína vinnu fyrir HSÍ. „Geir gerði marga góða hluti og ég dreg engan dul á það. Það má hrósa honum helst fyrir að hafa verið óhræddur við brjóta upp og breyta. Taka nýja menn inn og gefa þeim séns. Hann gerði það mjög vel.“ Formaðurinn náði ekki að tilkynna Geir að það yrði ekki framlengt við hann. Hann segir það hafa verið óheppilegt. Íslenski handboltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. „Við hittumst fyrst á laugardaginn og kláruðum okkar mál í gærkvöldi eða í morgun,“ sagði formaðurinn um snöggan aðdraganda að ráðningunni en Guðmundur var þá nýkominn heim frá Barein. „Guðmundur er að koma til starfa hjá okkur í þriðja sinn og var með á hreinu ákveðin grunnatriði varðandi samningstímann og teymið sem hann vildi hafa. Við vorum sammála um að byggja upp og horfa til lengri tíma.“ Guðmundur hefur náð mögnuðum árangri á sínum þjálfaraferli og er eftirsóttur. Það er ljóst að slíkur gæðaþjálfari. Hvernig stendur HSÍ undir fjárhagspakkanum og þarf sambandið að leita enn frekar til styrktaraðila til þess að fjármagna ráðninguna? „Það er dagleg vinna hjá okkur að fá frekari styrktaraðila að verki. Reksturinn er þungur hjá okkur og erfitt að ná endum saman en það hefur orðið aukning í afrekssjóðnum sem hefur hjálpað aðeins til. Við munum halda áfram að finna fleiri styrktaraðila og vonum að þessi ráðning hjálpi þar til. Þessi samningur við Guðmund er innan þess fjárhagsramma sem við treystum okkur til að standa við,“ segir formaðurinn. Það hefur verið slúðrað um það innan handboltageirans að HSÍ ætlaði sér að ráða Guðmund Þórð til starfa. Sú slúðursaga gekk eftir í dag en formaðurinn neitar því að hafa rætt við nafna sinn fyrir Evrópumeistaramótið í Króatíu. „Nei. Ég var alveg með það á hreinu að láta mótið í Króatíu klárast. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá óskaði Geir eftir framlengingu á síðasta ári. Hann fékk þau svör að samningamálin yrðu skoðuð eftir mótið. Það kom því aldrei til að ég væri að fara að ræða við einhvern annan því Geir var alltaf inn í myndinni hjá okkur. Geir var í myndinni þar til valið stóð á milli hans og Guðmundar,“ segir formaðurinn en átti Geir aldrei möguleika eftir að Guðmundur kemur inn í myndina? „Það getur alltaf eitthvað komið upp á þegar viðræður fara fram og fyrir okkur var Geir alltaf kostur í stöðunni. Þegar valið stóð á milli tveggja góðra þjálfara var það okkar niðurstaða að treysta á Guðmund.“ Geir Sveinsson stýrði íslenska landsliðinu á tveimur stórmótum og formaðurinn hrósar honum fyrir sína vinnu fyrir HSÍ. „Geir gerði marga góða hluti og ég dreg engan dul á það. Það má hrósa honum helst fyrir að hafa verið óhræddur við brjóta upp og breyta. Taka nýja menn inn og gefa þeim séns. Hann gerði það mjög vel.“ Formaðurinn náði ekki að tilkynna Geir að það yrði ekki framlengt við hann. Hann segir það hafa verið óheppilegt.
Íslenski handboltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Sjá meira