Breskur sjónvarpsmaður hljóp um á stuttbuxunum í sextán gráðu frosti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 23:00 @robwalkertv Rob Walker er mættur til Pyeongchang í Suður-Kóreu þar sem hann mun lýsa því sem gerist á 23. vetrarólympíuleikunum fyrir BBC. Margir héldu að hér væri á ferðinni hinn venjulegi fréttamaður sem héldi sig bara inni í hlýjunni á meðan íþróttafólkið berst við aðstæðurnar og kuldann sem hefur verið mikill í Pyeongchang síðustu daga. En ekki Rob Walker. Rob Walker mætti í dag út á skíðagöngubraut til að kanna aðstæður og þrátt fyrir sextán gráðu frost og talsverða vinkælingu þá mætti karlinn buxnalaus..@BBCSport Headed out on the Cross Country course this morning to get a feel for the hills. -16 in shorts was a touch bracing, but one of the most stunning places I have ever been running. These races are going to be superb. The @pyeongchang2018 countdown is on! pic.twitter.com/YdIgYv6SrM — Rob Walker (@robwalkertv) February 6, 2018 Walker hljóp um á stuttbuxunum og vakti talsverða athygli hjá hinum fjölmiðlamönnunum sem voru á svæðinu. „Mér var virkilega kalt,“ sagði Rob Walker í stuttu samtali við SportExpressen. Þetta eru hans þriðju vetrarólympíuleikar og það hefur myndast hefð fyrir því að hann hlaupi um skíðagöngubrautina á stuttbuxunum. „Þetta var ekkert vandamál í Sotsjí. Það var bara notalegt,“ sagði Walker. „Ég hef aldrei hlaupið í svona miklum kulda áður. Fólk hefur líka sagt við mig að ég sé galinn að reyna þetta,“ sagði Walker við SportExpressen. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira
Rob Walker er mættur til Pyeongchang í Suður-Kóreu þar sem hann mun lýsa því sem gerist á 23. vetrarólympíuleikunum fyrir BBC. Margir héldu að hér væri á ferðinni hinn venjulegi fréttamaður sem héldi sig bara inni í hlýjunni á meðan íþróttafólkið berst við aðstæðurnar og kuldann sem hefur verið mikill í Pyeongchang síðustu daga. En ekki Rob Walker. Rob Walker mætti í dag út á skíðagöngubraut til að kanna aðstæður og þrátt fyrir sextán gráðu frost og talsverða vinkælingu þá mætti karlinn buxnalaus..@BBCSport Headed out on the Cross Country course this morning to get a feel for the hills. -16 in shorts was a touch bracing, but one of the most stunning places I have ever been running. These races are going to be superb. The @pyeongchang2018 countdown is on! pic.twitter.com/YdIgYv6SrM — Rob Walker (@robwalkertv) February 6, 2018 Walker hljóp um á stuttbuxunum og vakti talsverða athygli hjá hinum fjölmiðlamönnunum sem voru á svæðinu. „Mér var virkilega kalt,“ sagði Rob Walker í stuttu samtali við SportExpressen. Þetta eru hans þriðju vetrarólympíuleikar og það hefur myndast hefð fyrir því að hann hlaupi um skíðagöngubrautina á stuttbuxunum. „Þetta var ekkert vandamál í Sotsjí. Það var bara notalegt,“ sagði Walker. „Ég hef aldrei hlaupið í svona miklum kulda áður. Fólk hefur líka sagt við mig að ég sé galinn að reyna þetta,“ sagði Walker við SportExpressen.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira