„Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2018 13:45 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, virðist ekki hafa verið sátt við hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í umferðinni í höfuðborginni í morgun. Greip hún til samfélagsmiðla og sendi skilaboð til borgarbúa frá landsbyggðinni. Þórdís er uppalin á Akranesi og ættuð af Vestfjörðum. „Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó? Kveðja landsbyggðin.“ Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á umferðardeild lögreglu, segir mikið til í orðum ráðherra um að íbúar á höfuðborgarsvæðinu kunni ekki að keyra. Þar skorti fyrst og fremst jafnvægi í hugsun og þolinmæði. „Fólk fer tram úr sér, fer svolítið geyst og endar á því að lenda í vandræðum,“ segir Ómar Smári. Nokkuð hafi verið um minniháttaróhöpp í morgun en ekki sé vitað til þess að nokkur slys hafi orðið á fólki. „Þetta gengur vel, hægt um tíma en gengur alveg,“ segir Ómar og minnir á álagstoppana að morgni dags og síðdegis, þegar meirihlutinn heldur í og úr vinnu.Ferðamenn á gangi við Hörpu í snjónum í gær.Vísir/HannaSnjó kyngdi niður á suðvesturhorninu í gær og höfðu veðurfræðingar minnt fólk á að gefa sér nokkrar aukamínútur í morgunumferðinni. Ómar segir að einhverjir ljósastaurar hafi fengið að kenna á ökutækjum í borginni. Það sé einn og einn sem skemmi fyrir heildinni. Þessir sem vilji gera hlutina öðruvísi, aka hraðar en hinir og skapa svo vandræði. Aðspurður hvort fjöldi bíla á höfuðborgarsvæðinu sé einfaldlega of mikill segir Ómar það vissulega vera, en það sé efni í aðra umræðu sem snúi að fjölda bíla og gatnakerfinu. „Það er efni í aðra frétt.“ Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um borg og borgarlíf, bendir Þórdísi á að í mörgum borgum sé fólki ráðlagt að vinna að heiman á snjóþungum dögum svo lögregla, sjúkrabílar og slökkvilið eigi auðveldara með að komast leiðar sinnar.Gísli Marteinn Baldursson hefur mikinn áhuga á samgöngum og borgarmálum.„Í Boston var hreinlega bannað að keyra suma daga. Þeir eru samt vanari miklum snjó en Akurnesingar,“ segir Gísli léttur. Þá grípur Sverrir Bollason tækifærið og deilir myndbandi með Þórdísi sem sýnir tilraun sem gerð var í Japan fyrir nokkrum árum. Myndbandið á að sýna hvaða áhrif breytilegur hraði bíla í umferðinni hefur á hversu vel umferðin gengur fyrir sig. Veður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, virðist ekki hafa verið sátt við hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í umferðinni í höfuðborginni í morgun. Greip hún til samfélagsmiðla og sendi skilaboð til borgarbúa frá landsbyggðinni. Þórdís er uppalin á Akranesi og ættuð af Vestfjörðum. „Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó? Kveðja landsbyggðin.“ Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á umferðardeild lögreglu, segir mikið til í orðum ráðherra um að íbúar á höfuðborgarsvæðinu kunni ekki að keyra. Þar skorti fyrst og fremst jafnvægi í hugsun og þolinmæði. „Fólk fer tram úr sér, fer svolítið geyst og endar á því að lenda í vandræðum,“ segir Ómar Smári. Nokkuð hafi verið um minniháttaróhöpp í morgun en ekki sé vitað til þess að nokkur slys hafi orðið á fólki. „Þetta gengur vel, hægt um tíma en gengur alveg,“ segir Ómar og minnir á álagstoppana að morgni dags og síðdegis, þegar meirihlutinn heldur í og úr vinnu.Ferðamenn á gangi við Hörpu í snjónum í gær.Vísir/HannaSnjó kyngdi niður á suðvesturhorninu í gær og höfðu veðurfræðingar minnt fólk á að gefa sér nokkrar aukamínútur í morgunumferðinni. Ómar segir að einhverjir ljósastaurar hafi fengið að kenna á ökutækjum í borginni. Það sé einn og einn sem skemmi fyrir heildinni. Þessir sem vilji gera hlutina öðruvísi, aka hraðar en hinir og skapa svo vandræði. Aðspurður hvort fjöldi bíla á höfuðborgarsvæðinu sé einfaldlega of mikill segir Ómar það vissulega vera, en það sé efni í aðra umræðu sem snúi að fjölda bíla og gatnakerfinu. „Það er efni í aðra frétt.“ Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um borg og borgarlíf, bendir Þórdísi á að í mörgum borgum sé fólki ráðlagt að vinna að heiman á snjóþungum dögum svo lögregla, sjúkrabílar og slökkvilið eigi auðveldara með að komast leiðar sinnar.Gísli Marteinn Baldursson hefur mikinn áhuga á samgöngum og borgarmálum.„Í Boston var hreinlega bannað að keyra suma daga. Þeir eru samt vanari miklum snjó en Akurnesingar,“ segir Gísli léttur. Þá grípur Sverrir Bollason tækifærið og deilir myndbandi með Þórdísi sem sýnir tilraun sem gerð var í Japan fyrir nokkrum árum. Myndbandið á að sýna hvaða áhrif breytilegur hraði bíla í umferðinni hefur á hversu vel umferðin gengur fyrir sig.
Veður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira