Mikil fjölgun á íbúðum til sölu á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson og Heimir Már Pétursson skrifa 6. febrúar 2018 12:51 Fasteignum á sölu á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 30 prósent milli fyrsta og þriðja ársfjórðungs síðasta árs. Í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að fjöldi eigna á söluskrá hafi dempað verðhækkanir á íbúðarhúsnæði á síðasta ári. Færri eignir seljast nú yfir ásettu verði. Í nýrri mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að skráningum á íbúðum til sölu hafi fjölgaði mikið á seinna helmingi síðasta árs, en um svipað leyti hafi dregið úr verðhækkunum á markaðnum.Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs segir að íbúðir sem seljist yfir ásettu verði hafi ekki verið færri í þrjú ár. Skýrar vísbendingar séu um að verðþróun íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi á undanförnum misserum staðið í sterku sambandi við þann fjölda íbúða sem skráðar séu til sölu í hverjum mánuði. „Síðustu mánuðir hafa verið rólegri á fasteignamarkaði heldur en kannski fyrstu mánuðir síðasta árs þegar voru miklar verðhækkanir. Fjöldinn þeirra íbúða sem eru skráðar til sölu hefur vaxið talsvert undanfarna mánuði. Það voru 30 prósent fleiri íbúðir á höfuðborgarsvæðinu settar á sölu á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Það þýðir að fólk hefur úr fleiri íbúðum að velja og það kannski á þátt í að dempa þessar verðhækkanir.“ Hins vegar hafi meðalsölutími íbúða ekki lengst mikið þrátt fyrir aukinn fjölda íbúða til sölu, sem bendi til þess að eftirspurn fólks eftir íbúðum sé ennþá mikil. Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. það verð sem kemur fram í auglýsingum, hefur haldið áfram að hækka undanfarna mánuði. Það hefur þó hækkað hægar en áður. Hlutfall þeirra fasteignaviðskipta sem eiga sér stað yfir ásettu verði heldur áfram að dragast saman. „Það var umræða um það síðasta vor að fólk væri að kaupa eignir á opnum húsum og fyrir opin hús og jafnvel á yfir ásettu verði. Þetta er að minnka verulega og nú sjáum við að það er einungis um átta prósent íbúða sem voru seldar yfir ásettu verði í desember. Þetta endurspeglar það að það er meira framboð og fólk hefur tíma til að skoða mismunandi eignir og það er kannski bara jákvætt.“ Og hefur hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði ekki verið lægra í þrjú ár. Ólafur Heiðar segir útlit fyrir að framboð á íbúðum haldi áfram að aukast. „Það hefur orðið vöxtur í íbúðauppbyggingu síðustu ár og það bendir ekkert til að það muni hægja á þeim vexti. Það verða byggðar fleiri íbúðir heldur en voru kannski eftir hrunið sem er jákvætt en það er óljóst nákvæmlega hvort sú uppbygging nái að mæta þörfinni að fullu næstu árin.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að hlutfall fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi sé komið yfir langtímameðaltal sitt. Fasteignaverð hafi einnig hækkað umfram leiguverð í mörgum nágrannalöndum okkar. Þróunin á Íslandi skeri sig þó úr undanfarin tvö ár. Þannig taki hátt í 17 ár að borga upp kaupverð íbúðar fyrir leigutekjur af þriggja herbergja íbúð í Kópavogi en ekki nema rúm 13 ár á Suðurnesjum þar sem íbúðaverð hefur þó hækkað mest að undanförnu. Húsnæðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fasteignum á sölu á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 30 prósent milli fyrsta og þriðja ársfjórðungs síðasta árs. Í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að fjöldi eigna á söluskrá hafi dempað verðhækkanir á íbúðarhúsnæði á síðasta ári. Færri eignir seljast nú yfir ásettu verði. Í nýrri mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að skráningum á íbúðum til sölu hafi fjölgaði mikið á seinna helmingi síðasta árs, en um svipað leyti hafi dregið úr verðhækkunum á markaðnum.Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs segir að íbúðir sem seljist yfir ásettu verði hafi ekki verið færri í þrjú ár. Skýrar vísbendingar séu um að verðþróun íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi á undanförnum misserum staðið í sterku sambandi við þann fjölda íbúða sem skráðar séu til sölu í hverjum mánuði. „Síðustu mánuðir hafa verið rólegri á fasteignamarkaði heldur en kannski fyrstu mánuðir síðasta árs þegar voru miklar verðhækkanir. Fjöldinn þeirra íbúða sem eru skráðar til sölu hefur vaxið talsvert undanfarna mánuði. Það voru 30 prósent fleiri íbúðir á höfuðborgarsvæðinu settar á sölu á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Það þýðir að fólk hefur úr fleiri íbúðum að velja og það kannski á þátt í að dempa þessar verðhækkanir.“ Hins vegar hafi meðalsölutími íbúða ekki lengst mikið þrátt fyrir aukinn fjölda íbúða til sölu, sem bendi til þess að eftirspurn fólks eftir íbúðum sé ennþá mikil. Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. það verð sem kemur fram í auglýsingum, hefur haldið áfram að hækka undanfarna mánuði. Það hefur þó hækkað hægar en áður. Hlutfall þeirra fasteignaviðskipta sem eiga sér stað yfir ásettu verði heldur áfram að dragast saman. „Það var umræða um það síðasta vor að fólk væri að kaupa eignir á opnum húsum og fyrir opin hús og jafnvel á yfir ásettu verði. Þetta er að minnka verulega og nú sjáum við að það er einungis um átta prósent íbúða sem voru seldar yfir ásettu verði í desember. Þetta endurspeglar það að það er meira framboð og fólk hefur tíma til að skoða mismunandi eignir og það er kannski bara jákvætt.“ Og hefur hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði ekki verið lægra í þrjú ár. Ólafur Heiðar segir útlit fyrir að framboð á íbúðum haldi áfram að aukast. „Það hefur orðið vöxtur í íbúðauppbyggingu síðustu ár og það bendir ekkert til að það muni hægja á þeim vexti. Það verða byggðar fleiri íbúðir heldur en voru kannski eftir hrunið sem er jákvætt en það er óljóst nákvæmlega hvort sú uppbygging nái að mæta þörfinni að fullu næstu árin.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að hlutfall fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi sé komið yfir langtímameðaltal sitt. Fasteignaverð hafi einnig hækkað umfram leiguverð í mörgum nágrannalöndum okkar. Þróunin á Íslandi skeri sig þó úr undanfarin tvö ár. Þannig taki hátt í 17 ár að borga upp kaupverð íbúðar fyrir leigutekjur af þriggja herbergja íbúð í Kópavogi en ekki nema rúm 13 ár á Suðurnesjum þar sem íbúðaverð hefur þó hækkað mest að undanförnu.
Húsnæðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira