Telja að FBI og ráðuneytið hafi horn í síðu Trump Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 10:04 Höfuðstöðvar FBI í J. Edgar Hoover-byggingunni í Washington-borg. Yfirmenn stofnunarinnar hafa legið undir nær stanslausri gagnrýni Trump frá því að Rússarannsóknin komst á almannavitorð. Vísir/AFP Meirihluti repúblikana í Bandaríkjunum telur að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið reyni að grafa undan Donald Trump forseta. Niðurstöður nýrrar könnunar benda til þess að linnulaus gagnrýni Trump og bandamanna hans á þingi gegn æðstu löggæslustofnunum landsins móti viðhorf repúblikana. Samkvæmt könnun Reuters-fréttastofunnar og Ipsos sögðust 73% repúblikana vera sammála þeirri staðhæfingu að starfsmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins vinni að því að grafa undan lögmæti Trump forseta með rannsóknum sem eigi sér pólitískar rætur. Trump hefur sjálfur ítrekað fullyrt að Rússarannsóknin sé pólitískar nornaveiðar gegn honum, runnar undan rótum demókrata sem séu tapsárir eftir forsetakosningarnar árið 2016. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi samþykktu að birta opinberlega leynilegt minnisblað í síðustu viku þar sem fullyrt var að yfirmenn FBI og ráðuneytisins hafi gerst sekir um misferli þegar þeir fengu heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump. Það gerðu þeir þrátt fyrir mótbárur FBI og ráðuneytisins. Á móti telja þrír af hverjum fjórum demókrötum í könnuninni að repúblikanar og Hvíta húsið séu að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins vegna Rússarannsóknarinnar.Vinnur hvort sem hann verður hreinsaður af sök eða ekki Viðhorf repúblikana til tveggja æðstu löggæslustofnana Bandaríkjanna þykir saga til næsta bæjar. Flokkurinn hefur lengi verið sjálfskipaður málsvari laga og reglna. Repúblikanar hafa yfirleitt borið mest traust til löggæslustofnana. Þannig sögðust 84% repúblikana vera jákvæðir í garð FBI í könnun Reuters og Ipsos í janúar árið 2015. Í síðasta mánuði sagðist 91% þeirra hafa mikið eða nokkuð traust í garð löggæslustofnana Bandaríkjanna. Erroll Southers, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum og fyrrverandi FBI-fulltrúi, segir niðurstöður könnunarinnar nú sýna áhrifin sem Trump hefur á viðhorf flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum. Hann græði aðeins á því að vega að trúverðugleika stofnananna sem stjórna rannsókn á honum. „Hann getur ekki tapað á þessu. Ef [rannsóknin] hreinsar hann, þá vinnur hann. Ef hann verður það ekki þá útskýrir hann að FBI sé spillt og að þetta séu allt nornaveiðar og hann vinnur,“ segir Southers sem telur að stuðingsmenn forsetans muni tvíeflas hvor sem niðurstaða rannsóknarinnar verður. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Meirihluti repúblikana í Bandaríkjunum telur að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið reyni að grafa undan Donald Trump forseta. Niðurstöður nýrrar könnunar benda til þess að linnulaus gagnrýni Trump og bandamanna hans á þingi gegn æðstu löggæslustofnunum landsins móti viðhorf repúblikana. Samkvæmt könnun Reuters-fréttastofunnar og Ipsos sögðust 73% repúblikana vera sammála þeirri staðhæfingu að starfsmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins vinni að því að grafa undan lögmæti Trump forseta með rannsóknum sem eigi sér pólitískar rætur. Trump hefur sjálfur ítrekað fullyrt að Rússarannsóknin sé pólitískar nornaveiðar gegn honum, runnar undan rótum demókrata sem séu tapsárir eftir forsetakosningarnar árið 2016. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi samþykktu að birta opinberlega leynilegt minnisblað í síðustu viku þar sem fullyrt var að yfirmenn FBI og ráðuneytisins hafi gerst sekir um misferli þegar þeir fengu heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump. Það gerðu þeir þrátt fyrir mótbárur FBI og ráðuneytisins. Á móti telja þrír af hverjum fjórum demókrötum í könnuninni að repúblikanar og Hvíta húsið séu að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins vegna Rússarannsóknarinnar.Vinnur hvort sem hann verður hreinsaður af sök eða ekki Viðhorf repúblikana til tveggja æðstu löggæslustofnana Bandaríkjanna þykir saga til næsta bæjar. Flokkurinn hefur lengi verið sjálfskipaður málsvari laga og reglna. Repúblikanar hafa yfirleitt borið mest traust til löggæslustofnana. Þannig sögðust 84% repúblikana vera jákvæðir í garð FBI í könnun Reuters og Ipsos í janúar árið 2015. Í síðasta mánuði sagðist 91% þeirra hafa mikið eða nokkuð traust í garð löggæslustofnana Bandaríkjanna. Erroll Southers, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum og fyrrverandi FBI-fulltrúi, segir niðurstöður könnunarinnar nú sýna áhrifin sem Trump hefur á viðhorf flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum. Hann græði aðeins á því að vega að trúverðugleika stofnananna sem stjórna rannsókn á honum. „Hann getur ekki tapað á þessu. Ef [rannsóknin] hreinsar hann, þá vinnur hann. Ef hann verður það ekki þá útskýrir hann að FBI sé spillt og að þetta séu allt nornaveiðar og hann vinnur,“ segir Southers sem telur að stuðingsmenn forsetans muni tvíeflas hvor sem niðurstaða rannsóknarinnar verður.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00