Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 22:30 Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. Vísir/Hanna Íbúar á höfuðborgarsvæðinu mega búast við því að þurfa nokkrar auka mínútur þegar þeir leggja af stað í fyrramálið til vinnu. Enn á að snjóa meira og minna í alla nótt en búast má við því að dragi úr éljagangi með morgninum. Von er á annarri lægð annað kvöld og þá er líklegt að slæmt veður stríði borgarbúum um helgina. Vegagerðin hefur lokað bæði Hellisheiði og Þrengslum vegna versnandi veðurs á suðvesturhorninu. „Él eru náttúrulega þeim undarlega eiginleika gædd að maður veit aldrei nákvæmlega hvar þau lenda. Það er nokkuð líklegt að það verði enn þá él í fyrramálið. Það er búið að snjóa alveg þokkalega drjúgt hérna. Það verða örugglega einhverjir sem eiga svolítið bágt með að komast áfram,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Vona að sem flestir muni að hreinsa vel af rúðum og öðru. Það er fátt leiðinlegra en að mæta einhverjum sem sér varla út. Það verður allt hvítt og slétt, það verður erfiðara að sjá kantsteina og svona. Menn þurfa gjarnan að reikna sér einhverjar auka mínútur til að komast af stað.“Önnur lægð annað kvöld Von er á nýrri lægð seint annað kvöld um miðnætti. Skil þeirrar lægðar fara líklega mjög fljótt yfir landið og þeim fylgja ekki mikil hlýindi. „Við tekur þá aftur suðvestanátt og él, svolítið eins og í dag en ekki af þeim styrk og magni sem hafa verið núna. Samt verða þéttingsél á miðvikudaginn. Það er að sjá svo sem að fimmtudagurinn verði að mörgu leyti býsna keimlíkur með það líka. Þessi vika ætlar að verða alveg þokkalega snúin.“ Óli segir að helgin lýti ekki sérstaklega frýnilega út heldur, en líkur eru á að norðurland og austurland sleppi ágætlega í lægðum vikunnar. „Þetta má segja að þetta gildir eiginlega um sunnan- og vestanvert landið. Þessi skil fara svo yfir land á miðvikudag. Það verður eitthvað leiðinlegra á Austurlandinu um tíma en um leið og hann er kominn í suðvestanáttina aftur þá er eiginlega norðaustur- og austurland í ágætismálum. Þetta er eiginlega þeirra vindátt.“ Veður Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu mega búast við því að þurfa nokkrar auka mínútur þegar þeir leggja af stað í fyrramálið til vinnu. Enn á að snjóa meira og minna í alla nótt en búast má við því að dragi úr éljagangi með morgninum. Von er á annarri lægð annað kvöld og þá er líklegt að slæmt veður stríði borgarbúum um helgina. Vegagerðin hefur lokað bæði Hellisheiði og Þrengslum vegna versnandi veðurs á suðvesturhorninu. „Él eru náttúrulega þeim undarlega eiginleika gædd að maður veit aldrei nákvæmlega hvar þau lenda. Það er nokkuð líklegt að það verði enn þá él í fyrramálið. Það er búið að snjóa alveg þokkalega drjúgt hérna. Það verða örugglega einhverjir sem eiga svolítið bágt með að komast áfram,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Vona að sem flestir muni að hreinsa vel af rúðum og öðru. Það er fátt leiðinlegra en að mæta einhverjum sem sér varla út. Það verður allt hvítt og slétt, það verður erfiðara að sjá kantsteina og svona. Menn þurfa gjarnan að reikna sér einhverjar auka mínútur til að komast af stað.“Önnur lægð annað kvöld Von er á nýrri lægð seint annað kvöld um miðnætti. Skil þeirrar lægðar fara líklega mjög fljótt yfir landið og þeim fylgja ekki mikil hlýindi. „Við tekur þá aftur suðvestanátt og él, svolítið eins og í dag en ekki af þeim styrk og magni sem hafa verið núna. Samt verða þéttingsél á miðvikudaginn. Það er að sjá svo sem að fimmtudagurinn verði að mörgu leyti býsna keimlíkur með það líka. Þessi vika ætlar að verða alveg þokkalega snúin.“ Óli segir að helgin lýti ekki sérstaklega frýnilega út heldur, en líkur eru á að norðurland og austurland sleppi ágætlega í lægðum vikunnar. „Þetta má segja að þetta gildir eiginlega um sunnan- og vestanvert landið. Þessi skil fara svo yfir land á miðvikudag. Það verður eitthvað leiðinlegra á Austurlandinu um tíma en um leið og hann er kominn í suðvestanáttina aftur þá er eiginlega norðaustur- og austurland í ágætismálum. Þetta er eiginlega þeirra vindátt.“
Veður Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira