Segir Demókrata vera landráðamenn fyrir að klappa ekki Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2018 20:30 Donald Trump á umræddum fundi í Ohio. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði þingmenn Demókrataflokksins vera landráðamenn. Vegna þess að þeir stóðu ekki upp og klöppuðu fyrir honum á stefnuræðu Trump í síðustu viku. Þetta sagði forsetinn á fundi í Ohio nú í kvöld þar sem hann reyndi að sannfæra kjósendum um kosti skattabreytinga Repúblikanaflokksins. Trump var að tala um að þingmönnum Demókrataflokksins hefði verið skipað að sýna engin viðbrögð á meðan að á stefnuræðu hans stóð. Hann talaði sérstaklega um þann hluta ræðu sinnar þar sem hann sagði atvinnuleysi meðal þeldökkra og fólks af rómönskum uppruna aldrei hafa verið minna. Hann sagði einn þingmann hafa klappað rólega og sagðist ætla að komast að því hver það hefði verið svo hann gæti sent honum þakkarbréf. Þá sagðist Trump gera ráð fyrir því að þingmanninum hefði verið refsað harkalega fyrir lófatakið. „Þetta þýðir að þeir vilja frekar sjá Trump ganga illa en að sjá landinu okkar ganga vel. Þetta er það sem þetta þýðir,“ sagði forsetinn. Trump sagði þetta vera eigingjarnt meðal Demókrata og hann hefði hætt að horfa til þeirra í salnum. Því svo mikla neikvæða orku sem hefði borið frá þeim á meðal þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu „elskað“ allt sem hann sagði. „Þau voru eins og dauðinn. Óbandarísk. Óbandarísk,“ sagði Trump og bætti við: „Einhver sagði landráðamenn? Já, af hverju ekki.“ Pres. Trump says Democrats not applauding at the State of the Union were "un-American...can we call that treason? Why not." https://t.co/NkJuIoh4fPpic.twitter.com/Pav4yoUwGB— ABC News (@ABC) February 5, 2018 Hann bætti svo við að umræddir þingmenn, sem allir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir, virtust ekki elska Bandaríkin. Ekki er liðin vika frá stefnuræðu forsetans þar sem hann varði tíma í að kalla eftir samstarfi Repúblikana og Demókrata á báðum deildum Bandaríkjaþings. Nú sagði hann að skortur á fagnaðarlátum meðal Demókrata á meðan að á ræðu hans stóð myndi gera honum mun erfiðara að starfa með þeim. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20 „Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. 31. janúar 2018 06:29 Trump fór frjálslega með staðreyndir í stefnuræðu sinni Ræða Trump innihélt fjölmargar staðhæfingar sem eru beinlínis rangar og hann hefur ítrekað haldið mörgum af umræddum staðhæfingum fram áður. 31. janúar 2018 12:00 Trump lýgur um áhorf Segir ranglega að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. 1. febrúar 2018 14:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði þingmenn Demókrataflokksins vera landráðamenn. Vegna þess að þeir stóðu ekki upp og klöppuðu fyrir honum á stefnuræðu Trump í síðustu viku. Þetta sagði forsetinn á fundi í Ohio nú í kvöld þar sem hann reyndi að sannfæra kjósendum um kosti skattabreytinga Repúblikanaflokksins. Trump var að tala um að þingmönnum Demókrataflokksins hefði verið skipað að sýna engin viðbrögð á meðan að á stefnuræðu hans stóð. Hann talaði sérstaklega um þann hluta ræðu sinnar þar sem hann sagði atvinnuleysi meðal þeldökkra og fólks af rómönskum uppruna aldrei hafa verið minna. Hann sagði einn þingmann hafa klappað rólega og sagðist ætla að komast að því hver það hefði verið svo hann gæti sent honum þakkarbréf. Þá sagðist Trump gera ráð fyrir því að þingmanninum hefði verið refsað harkalega fyrir lófatakið. „Þetta þýðir að þeir vilja frekar sjá Trump ganga illa en að sjá landinu okkar ganga vel. Þetta er það sem þetta þýðir,“ sagði forsetinn. Trump sagði þetta vera eigingjarnt meðal Demókrata og hann hefði hætt að horfa til þeirra í salnum. Því svo mikla neikvæða orku sem hefði borið frá þeim á meðal þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu „elskað“ allt sem hann sagði. „Þau voru eins og dauðinn. Óbandarísk. Óbandarísk,“ sagði Trump og bætti við: „Einhver sagði landráðamenn? Já, af hverju ekki.“ Pres. Trump says Democrats not applauding at the State of the Union were "un-American...can we call that treason? Why not." https://t.co/NkJuIoh4fPpic.twitter.com/Pav4yoUwGB— ABC News (@ABC) February 5, 2018 Hann bætti svo við að umræddir þingmenn, sem allir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir, virtust ekki elska Bandaríkin. Ekki er liðin vika frá stefnuræðu forsetans þar sem hann varði tíma í að kalla eftir samstarfi Repúblikana og Demókrata á báðum deildum Bandaríkjaþings. Nú sagði hann að skortur á fagnaðarlátum meðal Demókrata á meðan að á ræðu hans stóð myndi gera honum mun erfiðara að starfa með þeim.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20 „Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. 31. janúar 2018 06:29 Trump fór frjálslega með staðreyndir í stefnuræðu sinni Ræða Trump innihélt fjölmargar staðhæfingar sem eru beinlínis rangar og hann hefur ítrekað haldið mörgum af umræddum staðhæfingum fram áður. 31. janúar 2018 12:00 Trump lýgur um áhorf Segir ranglega að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. 1. febrúar 2018 14:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20
„Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. 31. janúar 2018 06:29
Trump fór frjálslega með staðreyndir í stefnuræðu sinni Ræða Trump innihélt fjölmargar staðhæfingar sem eru beinlínis rangar og hann hefur ítrekað haldið mörgum af umræddum staðhæfingum fram áður. 31. janúar 2018 12:00
Trump lýgur um áhorf Segir ranglega að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. 1. febrúar 2018 14:30