Pabbinn sem reyndi að ráðast á Nassar: Ég sjálfur hafði farið með dæturnar mínar til djöfulsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2018 15:00 Kyle Stephens er ein af fórnarlömbum Nassar sem sýndi mikið hugrekki með því að standa fyrir framan hann og segja frá. Vísir/Getty Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. Larry Nassar misnotaði næstum því þrjú hundruð stelpur í skjóli starfs síns sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 40 til 175 ára fangelsisvistar. Margir líta á Margraves sem hetju en um 25 þúsund dollarar söfnuðust í hans nafni til að borga fyrir hann allan lögfræðikostnað vegna atviksins. Lögreglumenn í réttarsalnum náðu að stoppa Margraves áður en hann komst að Larry Nassar og pabbinn var ekki kærður. Upphæðin, tvær og hálf milljón íslenskra króna, mun verða notuð til að styrkja fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. Margraves veitt CBS News viðtal þar sem hann sagði sína ástæður fyrir árásinni en skömmu áður hafði hann beðið dómarann um að gefa sér tíma með Nassar einn á einn. Dómarinn gat ekki leyft það og þá missti Randall Margraves algjörlega stjórn á sér. Viðtalið og atvikið í réttarsalnum má sjá hér fyrir neðan.Randall Margraves, a father of three daughters abused by Larry Nassar, speaks to CBS News after lunging at the disgraced doctor in sentencing hearing: "I am no hero. My daughters are the heroes -- and all the other victims." pic.twitter.com/lCo8CsOMjn — CBS News (@CBSNews) February 2, 2018 „Án þess að vita það þá hafði ég sjálfur farið með dæturnar mínar þrjár til djöfulsins sem var með sitt eigið sjúka plan í gangi. Ég mun aldrei gleyma þessum manni,“ sagði Randall Margraves. Hann segist hafa séð rautt þegar Nassar hristi hausinn eins og hann væri að halda því fram að dætur hans væru að ljúga. „Ég er engin hetja. Dætur mínar eru hetjurnar sem og öll hin fórnarlömbin. Ég var ekki að hugsa um að drepa hann en ég vildi bara að hann þyrfti líka að finna sársauka,“ sagði Margraves. Dætur hans Madison Rae Margraves og Lauren Margraves voru í réttarsalnum þegar faðir þeirra missti stjórn á sér. Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira
Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. Larry Nassar misnotaði næstum því þrjú hundruð stelpur í skjóli starfs síns sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 40 til 175 ára fangelsisvistar. Margir líta á Margraves sem hetju en um 25 þúsund dollarar söfnuðust í hans nafni til að borga fyrir hann allan lögfræðikostnað vegna atviksins. Lögreglumenn í réttarsalnum náðu að stoppa Margraves áður en hann komst að Larry Nassar og pabbinn var ekki kærður. Upphæðin, tvær og hálf milljón íslenskra króna, mun verða notuð til að styrkja fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. Margraves veitt CBS News viðtal þar sem hann sagði sína ástæður fyrir árásinni en skömmu áður hafði hann beðið dómarann um að gefa sér tíma með Nassar einn á einn. Dómarinn gat ekki leyft það og þá missti Randall Margraves algjörlega stjórn á sér. Viðtalið og atvikið í réttarsalnum má sjá hér fyrir neðan.Randall Margraves, a father of three daughters abused by Larry Nassar, speaks to CBS News after lunging at the disgraced doctor in sentencing hearing: "I am no hero. My daughters are the heroes -- and all the other victims." pic.twitter.com/lCo8CsOMjn — CBS News (@CBSNews) February 2, 2018 „Án þess að vita það þá hafði ég sjálfur farið með dæturnar mínar þrjár til djöfulsins sem var með sitt eigið sjúka plan í gangi. Ég mun aldrei gleyma þessum manni,“ sagði Randall Margraves. Hann segist hafa séð rautt þegar Nassar hristi hausinn eins og hann væri að halda því fram að dætur hans væru að ljúga. „Ég er engin hetja. Dætur mínar eru hetjurnar sem og öll hin fórnarlömbin. Ég var ekki að hugsa um að drepa hann en ég vildi bara að hann þyrfti líka að finna sársauka,“ sagði Margraves. Dætur hans Madison Rae Margraves og Lauren Margraves voru í réttarsalnum þegar faðir þeirra missti stjórn á sér.
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira