Grensásvegur og Hallgrímskirkja Dóra Magnúsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 11:42 Hvað skyldu nú gatan og kirkjan eiga sameiginlegt? Jú, þær eiga það sameiginlegt að breytingar á götunni fyrir tæpum tveimur árum og bygging kirkjunnar um miðbik síðustu aldar ollu miklu ósætti. Um kirkjuna var sagt að þar birtist mannfjandsamlegur arkitektúr sem væri hvorki sæmandi Hallgrími né Kristi. Svo var talað um að þetta væri eins og útsýnisturn með tveimur skíðabrekkum og byggingunni líkt horrollu sem væri að fara úr reifunum og dragi tjásurnar á eftir sér. Að sama skapi voru margir sem höfðu afar neikvæðar skoðanir áratugum seinna á breytingum á Grensásvegi. Talað var um ofbeldi gegn bílum, miklum umferðarstíflum var spáð á götunni og stórfelldum vandræðum strætisvagna og sjúkrabíla. Reyndar voru uppi áþekk ummæli vegna breytinga á Skeiðarvogi um aldamótin. Staðreyndirnar tala sínu máli; Hallgrímskirkja er helsta kennileiti borgarinnar þrátt fyrir harða samkeppni frá Perlunni og Hörpu, okkar litla reykvíska Notre Dame, sem fólki þykir vænt um og þætti fáránlegt að kenna við mannfjandsamlegan arkítektúr Framkvæmdir á Grensásvegi hafa sömuleiðis heppnast vel, gatan er orðin vistleg, íbúar eru sáttir, það er meira pláss fyrir gangandi og hjólandi en um leið yfrið pláss fyrir akandi og umferðarstíflur á götunni heyra til algerra undantekninga. Þannig olli bygging Hörpu töluverðri gagnrýni á sínum tíma rétt eins og margir hafa líst yfir bæði ánægju og óánægju með nánast allar framkvæmdir í borginni. Sem er að sjálfsögðu eðlilegt í lýðræðissamfélagi; að allir geti tjáð sig um hluti í sínu nánasta um hverfi. Fólk er ekki sammála, manneskjan er töluverð íhaldsvera og breytingar henni oft erfiðar. Hinsvegar er mikilvægt að byggja, breyta og framkvæma í borg, það er hluti af eðlilegri borgarþróun. Núverandi meirihluti styður þéttingu byggðar og um það atriði hefur staðið styr. Pólarnir eru þétting byggðar versus nýbyggð utan við núverandi byggð en sú lausn eykur enn þann bílavanda sem borgarbúar standa frammi fyrir; sem er gríðarlegt flæði umferðar frá úthverfum og nágrannasveitarfélögum inn í borgina á morgnanna og sama flæðið út úr miðborginni síðdegis. Auk þess sem landrými á jaðri borgarinnar er einfaldlega takmarkað vegna hafs, hrauna og hálendis. Þessi umferðarstraumur verður einfaldlega ekki leystur með rándýrum mislægum gatnamótum, þó umræðan sé stundum á þeim nótunum. Reykjavík er ein dreifðasta borg í heimi sem þýðir að það eru fáir sem halda uppi þeim gæðum og þeirri þjónustu sem teljum mikilvæg í borg. Þétting byggðar þýðir einfaldlega að fleiri búa á sama svæði, og fleiri nýta sér innviði og þjónustu í borginni. Hvort sem um er að ræða verslanir, veitingastaði, almenningssamgöngur, hitaveitu, skóla eða hvað annað sem góð borg býður íbúum sínum. Sem svo þýðir að rekstrargrundvöllur þeirrar þjónustu sem boðið er upp á verður betri. Þéttari borg þýðir líka að íbúar geta valið um að sleppa einkabílnum og tekið strætó, gengið eða hjólað sem þýðir minni mengun.Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað skyldu nú gatan og kirkjan eiga sameiginlegt? Jú, þær eiga það sameiginlegt að breytingar á götunni fyrir tæpum tveimur árum og bygging kirkjunnar um miðbik síðustu aldar ollu miklu ósætti. Um kirkjuna var sagt að þar birtist mannfjandsamlegur arkitektúr sem væri hvorki sæmandi Hallgrími né Kristi. Svo var talað um að þetta væri eins og útsýnisturn með tveimur skíðabrekkum og byggingunni líkt horrollu sem væri að fara úr reifunum og dragi tjásurnar á eftir sér. Að sama skapi voru margir sem höfðu afar neikvæðar skoðanir áratugum seinna á breytingum á Grensásvegi. Talað var um ofbeldi gegn bílum, miklum umferðarstíflum var spáð á götunni og stórfelldum vandræðum strætisvagna og sjúkrabíla. Reyndar voru uppi áþekk ummæli vegna breytinga á Skeiðarvogi um aldamótin. Staðreyndirnar tala sínu máli; Hallgrímskirkja er helsta kennileiti borgarinnar þrátt fyrir harða samkeppni frá Perlunni og Hörpu, okkar litla reykvíska Notre Dame, sem fólki þykir vænt um og þætti fáránlegt að kenna við mannfjandsamlegan arkítektúr Framkvæmdir á Grensásvegi hafa sömuleiðis heppnast vel, gatan er orðin vistleg, íbúar eru sáttir, það er meira pláss fyrir gangandi og hjólandi en um leið yfrið pláss fyrir akandi og umferðarstíflur á götunni heyra til algerra undantekninga. Þannig olli bygging Hörpu töluverðri gagnrýni á sínum tíma rétt eins og margir hafa líst yfir bæði ánægju og óánægju með nánast allar framkvæmdir í borginni. Sem er að sjálfsögðu eðlilegt í lýðræðissamfélagi; að allir geti tjáð sig um hluti í sínu nánasta um hverfi. Fólk er ekki sammála, manneskjan er töluverð íhaldsvera og breytingar henni oft erfiðar. Hinsvegar er mikilvægt að byggja, breyta og framkvæma í borg, það er hluti af eðlilegri borgarþróun. Núverandi meirihluti styður þéttingu byggðar og um það atriði hefur staðið styr. Pólarnir eru þétting byggðar versus nýbyggð utan við núverandi byggð en sú lausn eykur enn þann bílavanda sem borgarbúar standa frammi fyrir; sem er gríðarlegt flæði umferðar frá úthverfum og nágrannasveitarfélögum inn í borgina á morgnanna og sama flæðið út úr miðborginni síðdegis. Auk þess sem landrými á jaðri borgarinnar er einfaldlega takmarkað vegna hafs, hrauna og hálendis. Þessi umferðarstraumur verður einfaldlega ekki leystur með rándýrum mislægum gatnamótum, þó umræðan sé stundum á þeim nótunum. Reykjavík er ein dreifðasta borg í heimi sem þýðir að það eru fáir sem halda uppi þeim gæðum og þeirri þjónustu sem teljum mikilvæg í borg. Þétting byggðar þýðir einfaldlega að fleiri búa á sama svæði, og fleiri nýta sér innviði og þjónustu í borginni. Hvort sem um er að ræða verslanir, veitingastaði, almenningssamgöngur, hitaveitu, skóla eða hvað annað sem góð borg býður íbúum sínum. Sem svo þýðir að rekstrargrundvöllur þeirrar þjónustu sem boðið er upp á verður betri. Þéttari borg þýðir líka að íbúar geta valið um að sleppa einkabílnum og tekið strætó, gengið eða hjólað sem þýðir minni mengun.Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar