Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2018 23:45 James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, hefur tjáð sig um minnisblaðið umdeilda. Vísir/Getty James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag.„Er þetta allt og sumt?“ spyr hann á Twitter. „Óheiðarlegt og afvegaleiðandi minnisblað sem eyðilagði njósnamálanefndina, rauf trúnað við njósnasamfélagið, skemmdi sambandið við FISA-dómstólinn og afhjúpaði leynilega rannsókn í þágu þjóðarinnar og til hvers?“Líkt og greint var frá í dag hefur njósnamálanefnd Bandaríkjaþings birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð FBI og dómsmálaráðuneytisins.That's it? Dishonest and misleading memo wrecked the House intel committee, destroyed trust with Intelligence Community, damaged relationship with FISA court, and inexcusably exposed classified investigation of an American citizen. For what? DOJ & FBI must keep doing their jobs.— James Comey (@Comey) February 2, 2018 Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi, ásamt fleirum, heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum fyrrverandi starfsmanni framboðs Donald Trump á vafasömum og pólitískum grundvelli. Viðbrögð helstu stjórnmálaskýrenda í Bandaríkjunum við efni minnisblaðsins virðast vera á þá leið að efni þess sé léttvægt og sanni lítið sem ekkert um að FBI né dómsmálaráðuneytið hafi verið á pólitískum veiðum með rannsókn á tengslum framboðs Trump hans við Rússland.Washington Post bendir á það að í minnisblaðinu sjálfu segi að upphaf rannsóknarinnar megi ekki rekja til rannsóknar á fyrrverandi starfsmanni Trump sem minnisblaðið snýst í meginatriðum. Í minnisblaðinu stendur að rekja megi rannsókn FBI til vegna upplýsinga sem það fékk um George Papadopoulos, sem starfaði fyrir framboð Trump og varð í október fyrsti einstaklingurinn til þess að játa sök í tengslum við sérstakri rannsókn á meintum tengslum framboðs Trump við Rússland.Demókratar hafa bent á að það eitt og sér sýni að rannsókn á hinum meintu tengslum hafi hafist jafn vel þó að starfsmenn FBI hefðu aldrei fengið aðgang að umdeildri skýrslu sem minnisblaðið fjallar að mestu leyti um. Í greiningu CNN á þýðingu minnisblaðsins segir að minnisblaðið sanni lítið sem ekki neitt nema sá sem lesi það sé sannfærður um að einhvers konar samsæri sé í gangi til þess að koma Donald Trump frá völdum. Í vikunni hefur það verið talið líklegt að Trump muni nota birtingu minnisblaðsins til þess að grafa undan Rússarannsókninni og mögulega nota minnisblaðið sem átyllu til að reka Rod Roseinstein, aðstoðardómsmálaráðherra og æðsta yfirmann rannsóknarinnar. Demókratar hafa varað Trump við að gera slíkt og segja að með því myndi hann skapa mestu stjórnarkreppu í Bandaríkjunum frá því að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, lét reka sérstakan saksóknara sem rannsakaði Watergate-málið á áttunda áratug síðustu aldar. Donald Trump Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag.„Er þetta allt og sumt?“ spyr hann á Twitter. „Óheiðarlegt og afvegaleiðandi minnisblað sem eyðilagði njósnamálanefndina, rauf trúnað við njósnasamfélagið, skemmdi sambandið við FISA-dómstólinn og afhjúpaði leynilega rannsókn í þágu þjóðarinnar og til hvers?“Líkt og greint var frá í dag hefur njósnamálanefnd Bandaríkjaþings birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð FBI og dómsmálaráðuneytisins.That's it? Dishonest and misleading memo wrecked the House intel committee, destroyed trust with Intelligence Community, damaged relationship with FISA court, and inexcusably exposed classified investigation of an American citizen. For what? DOJ & FBI must keep doing their jobs.— James Comey (@Comey) February 2, 2018 Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi, ásamt fleirum, heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum fyrrverandi starfsmanni framboðs Donald Trump á vafasömum og pólitískum grundvelli. Viðbrögð helstu stjórnmálaskýrenda í Bandaríkjunum við efni minnisblaðsins virðast vera á þá leið að efni þess sé léttvægt og sanni lítið sem ekkert um að FBI né dómsmálaráðuneytið hafi verið á pólitískum veiðum með rannsókn á tengslum framboðs Trump hans við Rússland.Washington Post bendir á það að í minnisblaðinu sjálfu segi að upphaf rannsóknarinnar megi ekki rekja til rannsóknar á fyrrverandi starfsmanni Trump sem minnisblaðið snýst í meginatriðum. Í minnisblaðinu stendur að rekja megi rannsókn FBI til vegna upplýsinga sem það fékk um George Papadopoulos, sem starfaði fyrir framboð Trump og varð í október fyrsti einstaklingurinn til þess að játa sök í tengslum við sérstakri rannsókn á meintum tengslum framboðs Trump við Rússland.Demókratar hafa bent á að það eitt og sér sýni að rannsókn á hinum meintu tengslum hafi hafist jafn vel þó að starfsmenn FBI hefðu aldrei fengið aðgang að umdeildri skýrslu sem minnisblaðið fjallar að mestu leyti um. Í greiningu CNN á þýðingu minnisblaðsins segir að minnisblaðið sanni lítið sem ekki neitt nema sá sem lesi það sé sannfærður um að einhvers konar samsæri sé í gangi til þess að koma Donald Trump frá völdum. Í vikunni hefur það verið talið líklegt að Trump muni nota birtingu minnisblaðsins til þess að grafa undan Rússarannsókninni og mögulega nota minnisblaðið sem átyllu til að reka Rod Roseinstein, aðstoðardómsmálaráðherra og æðsta yfirmann rannsóknarinnar. Demókratar hafa varað Trump við að gera slíkt og segja að með því myndi hann skapa mestu stjórnarkreppu í Bandaríkjunum frá því að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, lét reka sérstakan saksóknara sem rannsakaði Watergate-málið á áttunda áratug síðustu aldar.
Donald Trump Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22