Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Elon Musk með móður sinni, fyrirsætunni May Musk. Vísir/AFP Sögusagnir um að ég sé í laumi að skipuleggja uppvakningaragnarök til þess að auka eftirspurn eftir eldvörpum eru með öllu ósannar.“ Þessu tísti Elon Musk, tugmilljarðamæringur og tæknijöfur, í vikunni. Þótt ótrúlegt megi virðast koma þessi orð nefnilega hvorki úr kvikmynd né tölvuleik. Eitt fyrirtækja Musks, The Boring Company, hefur nefnilega selt almenningi eldvörpur fyrir tíu milljónir dala, andvirði um milljarðs króna, á fjórum dögum. Geri aðrir betur.Musk og milljarðarnir tuttugu Maður þarf að vera ansi ríkur til þess að geta selt almenningi eldvörpur fyrir milljarð í gríni. Og það er Musk svo sannarlega. Eignir hans eru metnar á tuttugu milljarða Bandaríkjadala, andvirði tveggja billjóna króna. En hvernig hefur Musk auðgast svona mikið og hvaðan kom þessi maður? Þegar hann flutti frá heimalandi sínu, Suður-Afríku, árið 1988 settist hann að í Kanada. Í þá daga hlúði hann að grænmeti á búgarði frænda síns í Waldeck auk þess að starfa við ræstingar í timburverksmiðju. En ævintýrið hófst ekki fyrir alvöru fyrr en eftir að hann hætti námi við Stanford.Frá geimskoti SpaceX.Vísir/SPaceXÞá stofnaði hann með bróður sínum sprotafyrirtækið Zip2 sem sá vefmiðlum fyrir landakortum og öðrum upplýsingum. Ágætlega gekk hjá Zip2 og keypti tæknirisinn Compaq fyrirtækið árið 1999. Musk græddi 22 milljónir dala á sölunni. Tólf þeirra milljóna nýtti Musk til að stofna nýtt fyrirtæki, X.com, sem hann taldi framtíð fjármálaþjónustu. Ári seinna, árið 2000, rann X.com saman við höfuðandstæðing sinn, Confinity, og úr varð greiðsluþjónustufyrirtækið PayPal sem margir nota enn í dag. Þegar eBay keypti PayPal árið 2002 runnu nærri 200 milljónir dala í vasa Musks eftir skatt. Musk varð hins vegar ekki milljarðamæringur fyrr en árið 2012. Einhvern veginn tókst honum að mokgræða í geirum þar sem frekar er búist við tapi, að því er kemur fram í umfjöllun Forbes frá sama ári. Hefur hann auðgast einna mest á rafbílafyrirtæki sínu, Tesla, og þá er ótalið geimferðafyrirtækið SpaceX. Auk þess á Musk hluta í sólarorkufyrirtækinu SolarCity og svo hið fyrrnefnda Boring Company.Göng, ekki leiðindi Öfugt við það sem nafnið gefur til kynna er viðfangsefni Boring Company ekki leiðindi. Fyrirtækið starfar nefnilega á sviði gangagerðar. „Til að leysa vandamál sálartortímandi umferðarteppa verða vegir að vera í þrívídd. Það krefst annaðhvort fljúgandi bíla eða jarðganga,“ segir á vefsíðu fyrirtækisins.Teikning af því hvernig Hyperloop-göng gætu litið út. Þessi eru þó ofanjarðarHugmyndin gengur út á að þéttriðið net jarðganga undir stórborgum geti leyst umferðarvandann. Segir í lýsingunni að lykilatriði til að þetta gangi upp sé að grafa hraðar og ódýrar. Það sé markmiðið með stofnun fyrirtækisins. Þá verði einnig hægt að nýta göngin til þess að koma upp svokölluðu Hyperloop-samgöngukerfi sem tækniáhugamenn hafa lengi rætt um. Slíkt kerfi myndi bjóða upp á almenningssamgöngur á leifturhraða og segir á síðu Boring Company að hægt yrði að ferðast frá New York til Washington DC á tæpum hálftíma. Sambærileg vegalengd er á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Til að auka hraðann í gangagerð ætlar fyrirtækið að framleiða aflmeiri borvélar, breyta aðferðafræðinni og gera vélarnar sjálfvirkar. Auk þess er áformað að fjárfesta meira í rannsóknum og þróun í geiranum en á vefsíðu fyrirtækisins segir að engin alvöru framþróun hafi orðið á þessu sviði í hálfa öld.Svona líta derhúfur Boring Company út.vísir/boring companyHúfur, ekki göng Hins vegar virðist ekki hafa verið nóg fyrir þetta nýja krúnudjásn Musks að bora göng. Í nóvember á síðasta ári setti Boring Company í sölu á vefsíðu sinni derhúfur með merki fyrirtækisins á tuttugu dali stykkið, eða um 2.000 krónur. Salan gekk vonum framar og var upplagið einungis 50.000 húfur. Breytti Musk lýsingunni á Twitter-síðu sinni í „hattasölumaður“ og lofaði því að tíu heppnir kaupendur fengju að skoða starfsemi fyrirtækisins í Los Angeles. Musk stakk upp á því í byrjun desember, þegar 30.000 húfur höfðu selst, að ef húfurnar seldust upp gæti hann byrjað að selja eldvörpur. Skiljanlega héldu þó margir að um grín væri að ræða. En maður sem ætlar að byggja upp samfélag á Mars og fullyrðir að mannkynið búi í sýndarveruleika grínast ekki með eldvörpur. „Ég veit að þetta er ekki alveg í samræmi við vörumerkið okkar en krakkarnir elska þetta,“ tísti Musk þann 11. desember.Og svona líta eldvörpurnar út.vísir/boring companyEldvörpur, ekki húfur Það var svo þann 28. janúar sem eldvörpurnar fóru í forsölu á vefsíðu Boring Company. „Eldvörpur Boring Company eru vel til þess fallnar að rista jarðhnetur,“ tísti Musk þá og birti mynd af tveimur starfsmönnum að munda eldvörpurnar. Hann tísti jafnframt öðru myndbandi sama dag þar sem hann sást hlaupa í átt að myndatökumanninum með eldspúandi byssuna á lofti, áður en hann stoppaði og sprakk úr hlátri. „Ekki leika þetta eftir.“ Og Musk var ekki hættur. Síðar um daginn tísti hann: „Þegar uppvakningarnir rísa upp munuð þið verða fegin því að þið keyptuð eldvörpur. Ég ábyrgist að þær virka vel á uppvakninga, annars fáið þið endurgreiðslu.“ „Augljóslega eru eldvörpur ótrúlega slæm hugmynd. Ekki kaupa ykkur eintak,“ tísti Musk enn fremur áður en hann hélt áfram, andartaki síðar: „Ekki nema þið njótið þess að skemmta ykkur.“ Nokkrum tístum og fjórum dögum síðar voru allar 20.000 eldvörpurnar uppseldar. Samkvæmt vefsíðunni verða þær komnar til neytenda í vor en stykkið kostaði litlar 50.000 krónur. Eldvörpunum fylgja slökkvitæki, merkt fyrirtækinu, og þurftu kaupendur að samþykkja skilmála fyrirtækisins áður en gengið var frá greiðslu. Það er þó ekki alltaf tekið út með sældinni að selja eldvörpur og heyrðust efasemdaraddir strax í upphafi. Musk sagði hins vegar að þar sem eldurinn skytist ekki lengra en þrjá metra úr byssunni væri hún í lagi samkvæmt reglum Skotvopnaeftirlits Bandaríkjanna. Í samtali við tæknifréttasíðuna CNET sagði talsmaður fyrirtækisins að eldvörpurnar væru „öruggari en vörur sem þú getur keypt úti í búð til þess að útrýma illgresi. Eldvörpurnar eru eins og rússíbanar sem hannaðir eru til þess að vera skemmtilegir án þess að vera hættulegir. Hættulegar eldvörpur eru nú þegar undir ströngu regluverki og er eignarhald á þeim þeirra leyfisskylt í Kaliforníu.“ Miguel Santiago, þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Kaliforníuþings, reyndi að koma í veg fyrir sölu eldvörpunnar. Sagði hann á Twitter að hann væri hneykslaður á framferði Musks. „Ef þetta er grín þá er þetta ákaflega ósmekklegt í ljósi þess að verstu skógareldar í sögu ríkisins eru nýslokknaðir. ÞETTA ER EKKI FYNDIÐ OG ÞETTA MUN EKKI GERAST.“ En hvers vegna í ósköpunum er einn ríkasti maður heims að selja eldvörpur og grínast með uppvakninga? Ef marka má umfjöllun Reuters gæti einfaldlega verið um fjáröflunarherferð að ræða. „Þessi nýjasta fjáröflunarherferð fer í gang þegar fjármálagreinendur og fjárfestar í Tesla velta vöngum yfir því hvort Musk þurfi að afla milljarða í viðbót fyrir fyrirtækið sem nær engan veginn að anna eftirspurn.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tesla brennir upp 8.000 dollurum á mínútu Hefur tapað 444 milljörðum króna á síðustu 12 mánuðum. 22. nóvember 2017 16:00 Hyperloop lest áformuð í Denver Verður ekki í lofttæmdu röri og hámarkshraði því 320 km/klst. 17. nóvember 2017 10:38 Stefnir að því að senda menn til Mars árið 2024 Elon Musk kynnti í gær stórar breytingar á fyrirtækinu SpaceX og markmið þess. 29. september 2017 11:00 Vika í skot öflugustu eldflaugar heims Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. 25. janúar 2018 10:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Sögusagnir um að ég sé í laumi að skipuleggja uppvakningaragnarök til þess að auka eftirspurn eftir eldvörpum eru með öllu ósannar.“ Þessu tísti Elon Musk, tugmilljarðamæringur og tæknijöfur, í vikunni. Þótt ótrúlegt megi virðast koma þessi orð nefnilega hvorki úr kvikmynd né tölvuleik. Eitt fyrirtækja Musks, The Boring Company, hefur nefnilega selt almenningi eldvörpur fyrir tíu milljónir dala, andvirði um milljarðs króna, á fjórum dögum. Geri aðrir betur.Musk og milljarðarnir tuttugu Maður þarf að vera ansi ríkur til þess að geta selt almenningi eldvörpur fyrir milljarð í gríni. Og það er Musk svo sannarlega. Eignir hans eru metnar á tuttugu milljarða Bandaríkjadala, andvirði tveggja billjóna króna. En hvernig hefur Musk auðgast svona mikið og hvaðan kom þessi maður? Þegar hann flutti frá heimalandi sínu, Suður-Afríku, árið 1988 settist hann að í Kanada. Í þá daga hlúði hann að grænmeti á búgarði frænda síns í Waldeck auk þess að starfa við ræstingar í timburverksmiðju. En ævintýrið hófst ekki fyrir alvöru fyrr en eftir að hann hætti námi við Stanford.Frá geimskoti SpaceX.Vísir/SPaceXÞá stofnaði hann með bróður sínum sprotafyrirtækið Zip2 sem sá vefmiðlum fyrir landakortum og öðrum upplýsingum. Ágætlega gekk hjá Zip2 og keypti tæknirisinn Compaq fyrirtækið árið 1999. Musk græddi 22 milljónir dala á sölunni. Tólf þeirra milljóna nýtti Musk til að stofna nýtt fyrirtæki, X.com, sem hann taldi framtíð fjármálaþjónustu. Ári seinna, árið 2000, rann X.com saman við höfuðandstæðing sinn, Confinity, og úr varð greiðsluþjónustufyrirtækið PayPal sem margir nota enn í dag. Þegar eBay keypti PayPal árið 2002 runnu nærri 200 milljónir dala í vasa Musks eftir skatt. Musk varð hins vegar ekki milljarðamæringur fyrr en árið 2012. Einhvern veginn tókst honum að mokgræða í geirum þar sem frekar er búist við tapi, að því er kemur fram í umfjöllun Forbes frá sama ári. Hefur hann auðgast einna mest á rafbílafyrirtæki sínu, Tesla, og þá er ótalið geimferðafyrirtækið SpaceX. Auk þess á Musk hluta í sólarorkufyrirtækinu SolarCity og svo hið fyrrnefnda Boring Company.Göng, ekki leiðindi Öfugt við það sem nafnið gefur til kynna er viðfangsefni Boring Company ekki leiðindi. Fyrirtækið starfar nefnilega á sviði gangagerðar. „Til að leysa vandamál sálartortímandi umferðarteppa verða vegir að vera í þrívídd. Það krefst annaðhvort fljúgandi bíla eða jarðganga,“ segir á vefsíðu fyrirtækisins.Teikning af því hvernig Hyperloop-göng gætu litið út. Þessi eru þó ofanjarðarHugmyndin gengur út á að þéttriðið net jarðganga undir stórborgum geti leyst umferðarvandann. Segir í lýsingunni að lykilatriði til að þetta gangi upp sé að grafa hraðar og ódýrar. Það sé markmiðið með stofnun fyrirtækisins. Þá verði einnig hægt að nýta göngin til þess að koma upp svokölluðu Hyperloop-samgöngukerfi sem tækniáhugamenn hafa lengi rætt um. Slíkt kerfi myndi bjóða upp á almenningssamgöngur á leifturhraða og segir á síðu Boring Company að hægt yrði að ferðast frá New York til Washington DC á tæpum hálftíma. Sambærileg vegalengd er á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Til að auka hraðann í gangagerð ætlar fyrirtækið að framleiða aflmeiri borvélar, breyta aðferðafræðinni og gera vélarnar sjálfvirkar. Auk þess er áformað að fjárfesta meira í rannsóknum og þróun í geiranum en á vefsíðu fyrirtækisins segir að engin alvöru framþróun hafi orðið á þessu sviði í hálfa öld.Svona líta derhúfur Boring Company út.vísir/boring companyHúfur, ekki göng Hins vegar virðist ekki hafa verið nóg fyrir þetta nýja krúnudjásn Musks að bora göng. Í nóvember á síðasta ári setti Boring Company í sölu á vefsíðu sinni derhúfur með merki fyrirtækisins á tuttugu dali stykkið, eða um 2.000 krónur. Salan gekk vonum framar og var upplagið einungis 50.000 húfur. Breytti Musk lýsingunni á Twitter-síðu sinni í „hattasölumaður“ og lofaði því að tíu heppnir kaupendur fengju að skoða starfsemi fyrirtækisins í Los Angeles. Musk stakk upp á því í byrjun desember, þegar 30.000 húfur höfðu selst, að ef húfurnar seldust upp gæti hann byrjað að selja eldvörpur. Skiljanlega héldu þó margir að um grín væri að ræða. En maður sem ætlar að byggja upp samfélag á Mars og fullyrðir að mannkynið búi í sýndarveruleika grínast ekki með eldvörpur. „Ég veit að þetta er ekki alveg í samræmi við vörumerkið okkar en krakkarnir elska þetta,“ tísti Musk þann 11. desember.Og svona líta eldvörpurnar út.vísir/boring companyEldvörpur, ekki húfur Það var svo þann 28. janúar sem eldvörpurnar fóru í forsölu á vefsíðu Boring Company. „Eldvörpur Boring Company eru vel til þess fallnar að rista jarðhnetur,“ tísti Musk þá og birti mynd af tveimur starfsmönnum að munda eldvörpurnar. Hann tísti jafnframt öðru myndbandi sama dag þar sem hann sást hlaupa í átt að myndatökumanninum með eldspúandi byssuna á lofti, áður en hann stoppaði og sprakk úr hlátri. „Ekki leika þetta eftir.“ Og Musk var ekki hættur. Síðar um daginn tísti hann: „Þegar uppvakningarnir rísa upp munuð þið verða fegin því að þið keyptuð eldvörpur. Ég ábyrgist að þær virka vel á uppvakninga, annars fáið þið endurgreiðslu.“ „Augljóslega eru eldvörpur ótrúlega slæm hugmynd. Ekki kaupa ykkur eintak,“ tísti Musk enn fremur áður en hann hélt áfram, andartaki síðar: „Ekki nema þið njótið þess að skemmta ykkur.“ Nokkrum tístum og fjórum dögum síðar voru allar 20.000 eldvörpurnar uppseldar. Samkvæmt vefsíðunni verða þær komnar til neytenda í vor en stykkið kostaði litlar 50.000 krónur. Eldvörpunum fylgja slökkvitæki, merkt fyrirtækinu, og þurftu kaupendur að samþykkja skilmála fyrirtækisins áður en gengið var frá greiðslu. Það er þó ekki alltaf tekið út með sældinni að selja eldvörpur og heyrðust efasemdaraddir strax í upphafi. Musk sagði hins vegar að þar sem eldurinn skytist ekki lengra en þrjá metra úr byssunni væri hún í lagi samkvæmt reglum Skotvopnaeftirlits Bandaríkjanna. Í samtali við tæknifréttasíðuna CNET sagði talsmaður fyrirtækisins að eldvörpurnar væru „öruggari en vörur sem þú getur keypt úti í búð til þess að útrýma illgresi. Eldvörpurnar eru eins og rússíbanar sem hannaðir eru til þess að vera skemmtilegir án þess að vera hættulegir. Hættulegar eldvörpur eru nú þegar undir ströngu regluverki og er eignarhald á þeim þeirra leyfisskylt í Kaliforníu.“ Miguel Santiago, þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Kaliforníuþings, reyndi að koma í veg fyrir sölu eldvörpunnar. Sagði hann á Twitter að hann væri hneykslaður á framferði Musks. „Ef þetta er grín þá er þetta ákaflega ósmekklegt í ljósi þess að verstu skógareldar í sögu ríkisins eru nýslokknaðir. ÞETTA ER EKKI FYNDIÐ OG ÞETTA MUN EKKI GERAST.“ En hvers vegna í ósköpunum er einn ríkasti maður heims að selja eldvörpur og grínast með uppvakninga? Ef marka má umfjöllun Reuters gæti einfaldlega verið um fjáröflunarherferð að ræða. „Þessi nýjasta fjáröflunarherferð fer í gang þegar fjármálagreinendur og fjárfestar í Tesla velta vöngum yfir því hvort Musk þurfi að afla milljarða í viðbót fyrir fyrirtækið sem nær engan veginn að anna eftirspurn.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tesla brennir upp 8.000 dollurum á mínútu Hefur tapað 444 milljörðum króna á síðustu 12 mánuðum. 22. nóvember 2017 16:00 Hyperloop lest áformuð í Denver Verður ekki í lofttæmdu röri og hámarkshraði því 320 km/klst. 17. nóvember 2017 10:38 Stefnir að því að senda menn til Mars árið 2024 Elon Musk kynnti í gær stórar breytingar á fyrirtækinu SpaceX og markmið þess. 29. september 2017 11:00 Vika í skot öflugustu eldflaugar heims Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. 25. janúar 2018 10:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tesla brennir upp 8.000 dollurum á mínútu Hefur tapað 444 milljörðum króna á síðustu 12 mánuðum. 22. nóvember 2017 16:00
Hyperloop lest áformuð í Denver Verður ekki í lofttæmdu röri og hámarkshraði því 320 km/klst. 17. nóvember 2017 10:38
Stefnir að því að senda menn til Mars árið 2024 Elon Musk kynnti í gær stórar breytingar á fyrirtækinu SpaceX og markmið þess. 29. september 2017 11:00
Vika í skot öflugustu eldflaugar heims Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. 25. janúar 2018 10:15