Kominn í stóra slaginn Telma Tómasson skrifar 2. febrúar 2018 15:15 Elin Holst. Vísir Tveir knapar, þau Ásmundur Ernir Snorrason og Elin Holst, deildu þriðja til fjórða sætinu með sömu einkunn í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í gærkvöldi, en lokaskor beggja var 7.50. Hlutkesti var varpað til að skera úr um hvort þeirra hlyti þriðja sætið og var Ásmundur Ernir svo heppinn að veðja á rétta hlið peningsins. Ásmundur Ernir tefldi fram Frægi frá Strandarhöfði og var gott samspil einkennandi fyrir sýningu hans. Frægur er mikill uppáhaldshestur Ásmundar, sem segir hann hafa einstakt geðslag, vera afar samstarfsfúsan auk þess að búa yfir frábærum gangtegundum. „Ég er mjög ánægður með Fræg minn,“ sagði Ásmundur Ernir þegar niðurstaðan var ljós. „Maður er kominn í stóra slaginn, ég er ánægður með það. Þetta var mjög gaman. Ég er mjög sáttur með hvernig klárinn og verður gaman að þróa hann áfram.“Elin Holst var sigurvegari fjórgangskeppninnar í Meistaradeild Cintamani í fyrra, en hestur hennar Frami frá Ketilsstöðum er mikið uppbyggður og hæfileikaríkur. Frami átti ekki sína allra bestu sýningu í gærkvöldi, smáhnökrar hafa væntanlega dregið einkunn Elinar aðeins niður og hlaut hún fjórða sætið eftir hlutkestið. „Þetta var ágætt, mjög fínt, en mér finnst hann eiga inni á feti og hægu tölti,“ sagði Elin Holst eftir forkeppnina. Sýningar þeirra Ásmundar Ernis og Elinar Holst í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiðum, en Meistaradeildin var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Lífland - 7.70 2. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 7.63 3-4. Ásmundur Ernir Snorrason - Frægur frá Strandarhöfði - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.50 3-4. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.50 5. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Óskar frá Breiðstöðum - Ganghestar / Margrétarhof / Equitec - 7.17 6. Þórdís Erla Gunnarsdóttir - Sproti frá Enni - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.07 Hestar Tengdar fréttir „Við munum berjast, þetta er rétt að byrja“ Árni Björn Pálsson gerði atlögu að fyrsta sætinu á glæsihestinum Flaumi frá Sólvangi í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í gær. 2. febrúar 2018 14:15 „Gaman að komast í fyrsta sætið“ Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í fjórgangi á stólpahryssunni Júlíu frá Hamarsey í fyrstu keppni í mótaröð Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum. 2. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Tveir knapar, þau Ásmundur Ernir Snorrason og Elin Holst, deildu þriðja til fjórða sætinu með sömu einkunn í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í gærkvöldi, en lokaskor beggja var 7.50. Hlutkesti var varpað til að skera úr um hvort þeirra hlyti þriðja sætið og var Ásmundur Ernir svo heppinn að veðja á rétta hlið peningsins. Ásmundur Ernir tefldi fram Frægi frá Strandarhöfði og var gott samspil einkennandi fyrir sýningu hans. Frægur er mikill uppáhaldshestur Ásmundar, sem segir hann hafa einstakt geðslag, vera afar samstarfsfúsan auk þess að búa yfir frábærum gangtegundum. „Ég er mjög ánægður með Fræg minn,“ sagði Ásmundur Ernir þegar niðurstaðan var ljós. „Maður er kominn í stóra slaginn, ég er ánægður með það. Þetta var mjög gaman. Ég er mjög sáttur með hvernig klárinn og verður gaman að þróa hann áfram.“Elin Holst var sigurvegari fjórgangskeppninnar í Meistaradeild Cintamani í fyrra, en hestur hennar Frami frá Ketilsstöðum er mikið uppbyggður og hæfileikaríkur. Frami átti ekki sína allra bestu sýningu í gærkvöldi, smáhnökrar hafa væntanlega dregið einkunn Elinar aðeins niður og hlaut hún fjórða sætið eftir hlutkestið. „Þetta var ágætt, mjög fínt, en mér finnst hann eiga inni á feti og hægu tölti,“ sagði Elin Holst eftir forkeppnina. Sýningar þeirra Ásmundar Ernis og Elinar Holst í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiðum, en Meistaradeildin var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Lífland - 7.70 2. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 7.63 3-4. Ásmundur Ernir Snorrason - Frægur frá Strandarhöfði - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.50 3-4. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.50 5. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Óskar frá Breiðstöðum - Ganghestar / Margrétarhof / Equitec - 7.17 6. Þórdís Erla Gunnarsdóttir - Sproti frá Enni - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.07
Hestar Tengdar fréttir „Við munum berjast, þetta er rétt að byrja“ Árni Björn Pálsson gerði atlögu að fyrsta sætinu á glæsihestinum Flaumi frá Sólvangi í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í gær. 2. febrúar 2018 14:15 „Gaman að komast í fyrsta sætið“ Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í fjórgangi á stólpahryssunni Júlíu frá Hamarsey í fyrstu keppni í mótaröð Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum. 2. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
„Við munum berjast, þetta er rétt að byrja“ Árni Björn Pálsson gerði atlögu að fyrsta sætinu á glæsihestinum Flaumi frá Sólvangi í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í gær. 2. febrúar 2018 14:15
„Gaman að komast í fyrsta sætið“ Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í fjórgangi á stólpahryssunni Júlíu frá Hamarsey í fyrstu keppni í mótaröð Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum. 2. febrúar 2018 13:15
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn