Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 09:59 Nokkuð hefur verið um það að ökumenn hafi ekki virt lokanir. Jóhann K. Jóhannsson Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. Björgunarsveitarmenn eru við lokunarpósta en kalla þurfti til lögreglu við lokunina á Hellisheiði til þess að tryggja að menn færu ekki inn á veginn að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. „Vandræðin á Sandskeiðinu komu mikið til út af því að fólk virti ekki lokanir og fer framhjá lokunum. Síðan tekur miklu lengri tíma að greiða úr því þar sem menn festa sig, komast ekki áfram og snjóruðningstæki okkar geta ekki athafnað sig. Það þarf að byrja á að losa bílana, koma þeim frá og svo framvegis,“ segir G. Pétur í samtali við Vísi. Hann segir að bæði í gærkvöldi og í morgun hafi það gerst að ökumenn virði ekki tilmæli björgunarsveitarmanna á lokunarpóstum. „En björgunarsveitarmenn hafa ekkert vald til að ganga hart fram þannig að það var kölluð til lögregla í morgun til þess að reyna að tryggja að menn væru ekki að fara inn á þetta svæði þar sem er verið að ryðja og koma í stand þannig að það sé hægt að opna. Það tefst alltaf því fólk fer framhjá lokunum.“Athugað verður með það nú klukkan 10 hvort hægt verði að opna Hellisheiði og Þrengsli.Vegir sem eru lokaðir eru eftirfarandi: Þessir vegir eru lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði.Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og krapi er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar á Suð-vestanverðu landinu. Óveður er á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, á Sandgerðisvegi og í sunnanverðum Grafning.Á Vesturlandi er víða mjög hvasst. Ófært er um Holtavörðuheiði, Vatnaleið, Fróðárheiði. Flughálka er í uppsveitum Borgarfjarðar.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Kleifaheiði og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði, í Steingrímsfirði, á Þröskuldum, í Þorskafirði og á Innstrandavegi. Þungfært og krapi er í Ísafjarðardjúpi en þæfingsfærð á Mikladal.Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum. Flughált er fyrir Tjörnes, á Grenivíkurvegi. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum. Ófært er á Fjarðarheiði. Hálkublettir eða snjóþekja er með Suðausturströndinni. Veður Tengdar fréttir Þota Icelandair snarsnerist í hvassri vindhviðu Boeing 757 þota frá Icelandair snar snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli um miðnætti. 2. febrúar 2018 08:29 Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. Björgunarsveitarmenn eru við lokunarpósta en kalla þurfti til lögreglu við lokunina á Hellisheiði til þess að tryggja að menn færu ekki inn á veginn að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. „Vandræðin á Sandskeiðinu komu mikið til út af því að fólk virti ekki lokanir og fer framhjá lokunum. Síðan tekur miklu lengri tíma að greiða úr því þar sem menn festa sig, komast ekki áfram og snjóruðningstæki okkar geta ekki athafnað sig. Það þarf að byrja á að losa bílana, koma þeim frá og svo framvegis,“ segir G. Pétur í samtali við Vísi. Hann segir að bæði í gærkvöldi og í morgun hafi það gerst að ökumenn virði ekki tilmæli björgunarsveitarmanna á lokunarpóstum. „En björgunarsveitarmenn hafa ekkert vald til að ganga hart fram þannig að það var kölluð til lögregla í morgun til þess að reyna að tryggja að menn væru ekki að fara inn á þetta svæði þar sem er verið að ryðja og koma í stand þannig að það sé hægt að opna. Það tefst alltaf því fólk fer framhjá lokunum.“Athugað verður með það nú klukkan 10 hvort hægt verði að opna Hellisheiði og Þrengsli.Vegir sem eru lokaðir eru eftirfarandi: Þessir vegir eru lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði.Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og krapi er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar á Suð-vestanverðu landinu. Óveður er á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, á Sandgerðisvegi og í sunnanverðum Grafning.Á Vesturlandi er víða mjög hvasst. Ófært er um Holtavörðuheiði, Vatnaleið, Fróðárheiði. Flughálka er í uppsveitum Borgarfjarðar.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Kleifaheiði og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði, í Steingrímsfirði, á Þröskuldum, í Þorskafirði og á Innstrandavegi. Þungfært og krapi er í Ísafjarðardjúpi en þæfingsfærð á Mikladal.Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum. Flughált er fyrir Tjörnes, á Grenivíkurvegi. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum. Ófært er á Fjarðarheiði. Hálkublettir eða snjóþekja er með Suðausturströndinni.
Veður Tengdar fréttir Þota Icelandair snarsnerist í hvassri vindhviðu Boeing 757 þota frá Icelandair snar snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli um miðnætti. 2. febrúar 2018 08:29 Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Þota Icelandair snarsnerist í hvassri vindhviðu Boeing 757 þota frá Icelandair snar snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli um miðnætti. 2. febrúar 2018 08:29
Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18
Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15