Full ástæða til að óttast erfðablöndun í laxeldi Höskuldur Kári Schram og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 1. febrúar 2018 22:44 Einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði rannsókna á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis segir að full ástæða sé til að óttast erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi. Um sextíu og sex prósent laxa í norskum ám hafa orðið fyrir erfðafræðilegum áhrifum vegna sjókvíaeldis. Doktor Kevin Glover frá Háskólanum í Björgvin í Noregi var aðalfyrirlesari á málþingi - um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna - sem erfðanefnd landbúnaðarins stóð fyrir í dag. Glover hefur rannsakað málið í mörg ár og er einn af leiðandi vísindamönnum Noregs á þessu sviði. Hann segir það vera áhyggjuefni hversu víða megi finna dæmi um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa í norskum ám. „Í Noregi höfum við sagt að mikið af laxi sleppi frá fiskeldisstöðvum árum saman og við höfum beitt ýsmum aðferðum til að finna þennan lax í ám. Við sýndum fram á að þeim hafi tekist að blandast 2/3 af norskum stofnum.Með tilliti til verndar laxastofna heims höfum við áhyggjur af þessu.“ Glover segir viðbúið að svipuð þróun muni eiga sér stað á Íslandi með auknu laxeldi. „Alls staðar þar sem lax er ræktaður í námunda við viltan lax hafa menn áhyggjur. Þið ættuð því að hafa áhyggjur af þessu á Íslandi og taka málið föstum tökum. Þið þurfið að líta til Noregs og sjá hvað hefur gerst þar í því skyni að læra af reynslu Norðmanna.“ Hægt sé að lágmarka hættuna á erfðablöndun með því grípa til sérstakra aðgerða. „Þið þurfið auðvitað að samþykkja eldisstöðvar með tilliti til tiltekinna staðla þannig að smíði þeirra sé af tilteknum gæðum svo fiskur sleppi ekki auðveldlega frá þeim. Síðan þarf að fjarlægja lax sem sloppið hefur og ná þeim úr ám með vissum aðferðum. Hægt er að kafa í árnar, skoða þær og fjarlægja fiskinn. Það er viss aðferð þótt hún sé ekki sú ákjósanlegasta. Hægt er að beita aðferðum til að koma í veg fyrir æxlun með því að framleiða ófrjóan eldisfisk sem er ákjósanlegasta lausnin við erfðafræðilegt inngrip því ef sá lax sleppur og kemst upp í árnar án þess að geta fjölgað sér þá á engin erfðafræðileg víxlverkun sér stað.“ Fiskeldi Tengdar fréttir Segja laxeldi setja rekstur stærsta atvinnurekandans í hættu Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði 5. desember 2017 07:40 Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva. 18. janúar 2018 08:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði rannsókna á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis segir að full ástæða sé til að óttast erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi. Um sextíu og sex prósent laxa í norskum ám hafa orðið fyrir erfðafræðilegum áhrifum vegna sjókvíaeldis. Doktor Kevin Glover frá Háskólanum í Björgvin í Noregi var aðalfyrirlesari á málþingi - um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna - sem erfðanefnd landbúnaðarins stóð fyrir í dag. Glover hefur rannsakað málið í mörg ár og er einn af leiðandi vísindamönnum Noregs á þessu sviði. Hann segir það vera áhyggjuefni hversu víða megi finna dæmi um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa í norskum ám. „Í Noregi höfum við sagt að mikið af laxi sleppi frá fiskeldisstöðvum árum saman og við höfum beitt ýsmum aðferðum til að finna þennan lax í ám. Við sýndum fram á að þeim hafi tekist að blandast 2/3 af norskum stofnum.Með tilliti til verndar laxastofna heims höfum við áhyggjur af þessu.“ Glover segir viðbúið að svipuð þróun muni eiga sér stað á Íslandi með auknu laxeldi. „Alls staðar þar sem lax er ræktaður í námunda við viltan lax hafa menn áhyggjur. Þið ættuð því að hafa áhyggjur af þessu á Íslandi og taka málið föstum tökum. Þið þurfið að líta til Noregs og sjá hvað hefur gerst þar í því skyni að læra af reynslu Norðmanna.“ Hægt sé að lágmarka hættuna á erfðablöndun með því grípa til sérstakra aðgerða. „Þið þurfið auðvitað að samþykkja eldisstöðvar með tilliti til tiltekinna staðla þannig að smíði þeirra sé af tilteknum gæðum svo fiskur sleppi ekki auðveldlega frá þeim. Síðan þarf að fjarlægja lax sem sloppið hefur og ná þeim úr ám með vissum aðferðum. Hægt er að kafa í árnar, skoða þær og fjarlægja fiskinn. Það er viss aðferð þótt hún sé ekki sú ákjósanlegasta. Hægt er að beita aðferðum til að koma í veg fyrir æxlun með því að framleiða ófrjóan eldisfisk sem er ákjósanlegasta lausnin við erfðafræðilegt inngrip því ef sá lax sleppur og kemst upp í árnar án þess að geta fjölgað sér þá á engin erfðafræðileg víxlverkun sér stað.“
Fiskeldi Tengdar fréttir Segja laxeldi setja rekstur stærsta atvinnurekandans í hættu Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði 5. desember 2017 07:40 Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva. 18. janúar 2018 08:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Segja laxeldi setja rekstur stærsta atvinnurekandans í hættu Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði 5. desember 2017 07:40
Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva. 18. janúar 2018 08:00
Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00