Vatnsveitan og Borgarlínan Hjálmar Sveinsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Deilurnar sem upp hafa komið um Borgarlínuna undanfarnar vikur eru merkilegar. Auðvitað er ekki við öðru að búast en að skoðanir séu skiptar um svo mikla framkvæmd. Í hugann koma miklar deilur í Reykjavík vegna vatnsveitunnar fyrir um 110 árum. Um þær má lesa í Reykjavíkursögu Guðjóns Friðrikssonar, „Bærinn vaknar“. Áður fengu bæjarbúar vatn úr brunnunum. Fátækt fólk, svokallaðir vatnsberar, bar vatn heim til þeirra sem vildu og borguðu fyrir þjónustuna. Þetta var í raun fyrirkomulag frumstæðs einkarekstrar. Gallinn var sá að brunnarnir voru stundum mengaðir. Veturinn 1906 til 1907 kom upp taugaveikifaraldur af þessum sökum. Þegar Guðmundur Björnsson læknir og bæjarfulltrúi sýndi fram á að hver heimborinn vatnslítri var tiltölulega dýr og veruleg hætta á mengun miðað við vatnið úr fyrirhugaðri vatnsveitu fóru viðhorfin að breytast. Bæjarstjórn fékk einkaleyfi á vatnsveitu í Reykjavík, tekið var hátt lán í Íslandsbanka og lagður vatnsskattur á húseigendur. Auðvitað varð allt vitlaust – 2. október 1909 fór vatnið að streyma um bæinn ofan úr Gvendarbrunnum. Kostnaður við vatnsveituna fór talsvert fram úr áætlun en vatnsveitan breytti öllu. Hún létti líf bæjarbúa, ekki síst húsmæðranna, gerði vatnið heilnæmara og átti sinn þátt í eflingu iðnfyrirtækja og fiskvinnslu í bænum. Samanburður á vatnsveitu og borgarlínu virkar eflaust langsóttur á einhverja en hann hjálpar samt til að bregða ljósi á hlutina. Gatnakerfi borgarinnar er farveitukerfi. Tilgangur þess er að flytja fólk og vörur á sem greiðastan hátt milli staða, en ekki endilega sem flest farartæki. Gatnakerfið er í raun takmörkuð auðlind. Það er ekki hægt að þenja það endalaust út. Þess vegna er mikilvægt að Borgarlínan verði til – fái bæði pláss og fjármagn. Hún verður gríðarlega öflug farveita sem nýtir mjög vel verðmætt borgarland og takmarkaða innviði. Hún léttir á umferðinni og minnkar svifryksmengun. Hún verður öllum til hagsbóta. Áður en vatnsveita kom í Reykjavík fengu reykvísk heimili um 20 lítra af vatni á dag. Eftir að hún kom fékk hvert heimili um 240 lítra á dag. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Hjálmar Sveinsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Deilurnar sem upp hafa komið um Borgarlínuna undanfarnar vikur eru merkilegar. Auðvitað er ekki við öðru að búast en að skoðanir séu skiptar um svo mikla framkvæmd. Í hugann koma miklar deilur í Reykjavík vegna vatnsveitunnar fyrir um 110 árum. Um þær má lesa í Reykjavíkursögu Guðjóns Friðrikssonar, „Bærinn vaknar“. Áður fengu bæjarbúar vatn úr brunnunum. Fátækt fólk, svokallaðir vatnsberar, bar vatn heim til þeirra sem vildu og borguðu fyrir þjónustuna. Þetta var í raun fyrirkomulag frumstæðs einkarekstrar. Gallinn var sá að brunnarnir voru stundum mengaðir. Veturinn 1906 til 1907 kom upp taugaveikifaraldur af þessum sökum. Þegar Guðmundur Björnsson læknir og bæjarfulltrúi sýndi fram á að hver heimborinn vatnslítri var tiltölulega dýr og veruleg hætta á mengun miðað við vatnið úr fyrirhugaðri vatnsveitu fóru viðhorfin að breytast. Bæjarstjórn fékk einkaleyfi á vatnsveitu í Reykjavík, tekið var hátt lán í Íslandsbanka og lagður vatnsskattur á húseigendur. Auðvitað varð allt vitlaust – 2. október 1909 fór vatnið að streyma um bæinn ofan úr Gvendarbrunnum. Kostnaður við vatnsveituna fór talsvert fram úr áætlun en vatnsveitan breytti öllu. Hún létti líf bæjarbúa, ekki síst húsmæðranna, gerði vatnið heilnæmara og átti sinn þátt í eflingu iðnfyrirtækja og fiskvinnslu í bænum. Samanburður á vatnsveitu og borgarlínu virkar eflaust langsóttur á einhverja en hann hjálpar samt til að bregða ljósi á hlutina. Gatnakerfi borgarinnar er farveitukerfi. Tilgangur þess er að flytja fólk og vörur á sem greiðastan hátt milli staða, en ekki endilega sem flest farartæki. Gatnakerfið er í raun takmörkuð auðlind. Það er ekki hægt að þenja það endalaust út. Þess vegna er mikilvægt að Borgarlínan verði til – fái bæði pláss og fjármagn. Hún verður gríðarlega öflug farveita sem nýtir mjög vel verðmætt borgarland og takmarkaða innviði. Hún léttir á umferðinni og minnkar svifryksmengun. Hún verður öllum til hagsbóta. Áður en vatnsveita kom í Reykjavík fengu reykvísk heimili um 20 lítra af vatni á dag. Eftir að hún kom fékk hvert heimili um 240 lítra á dag. Höfundur er borgarfulltrúi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun