Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 19:45 Íbúar á Borgarfirði eystri gripu til sinna ráða í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á vegi sem liggur frá plássinu og til Egilsstaða. vísir/tinna Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. Á milli 80 og 90 manns hafa heilsársbúsetu á Borgarfirði eystri og mættu um 60 manns á mótmælin í dag að sögn Óttars Más Kárasonar, íbúa í bænum. Óttar segir veginn illa farinn þar sem ekki sé búið að malbika; hann sé holóttur og verði því illfær í rigningum. Íbúar hófu malbikunarframkvæmdir á mótmælunum í dag og byrjuðu að steypa í veginn. „Mótmælin eru tilkomin vegna þess að hingað er bara malarvegur, það er frá Borgarfirði og á Egilsstaði. Hann er orðinn mjög illa farinn og holóttur. Ég held við séum eini þéttbýlisstaðurinn á landinu sem hefur ekki malbikstengingu við annan þéttbýlisstað sem er þjónustukjarni. Það er kominn tími á þetta enda er þetta ekki mjög nútímalegt,“ segir Óttar. Hann segir vel geta verið að íbúarnir haldi malbikunarframkvæmdunum áfram ef ekkert verður að gert.Íbúarnir steptu í smá part úr veginum sem er illa farinn.vísir/tinna„Við fengum steypu og steyptum bara smá part af veginum, ætli þetta hafi ekki verið svona tveggja metra breitt yfir, svo sá partur ætti að vera sléttur og fínn. Svo bíðum við bara spennt með restina.“ Vegurinn frá Borgarfirði eystri til Egilsstaða er 70 kílómetrar en Óttar segir að rúmlega helmingur vegarins sé malbikaður. Fjöldi ferðamanna kemur til Borgarfjarðar eystri yfir sumartímann og segir Óttar að þá fari yfir 300 bílar að meðaltali á dag um veginn. Þegar tónlistarhátíðin Bræðslan fer svo fram eina helgi í júlí er mun meira álag á veginum að sögn Óttars. „Og vegurinn ræður aldrei við það.“ Óttar segir malbikun vegarins hafa verið á samgönguáætlun í nokkur ár en ekkert hafi þó gerst.Frá framkvæmdunum og mótmælunum í dag.vísir/tinna„Þannig að við sáum ekki annað en að við þyrftum að fara í þetta sjálf,“ segir Óttar. Aðspurður nánar um ástand vegarins segir Óttar að það sé hægt að keyra hann en það sé hins vegar óásættanlegt að hafa svo slæman veg milli þéttbýlisstaða árið 2018. Óttar bendir jafnframt á að íbúar Borgarfjarðar eystri sæki í raun alla þjónustu um veginn. „Það er ekki verslun hér og engin heilbrigðisþjónusta,“ segir Óttar. Hann segir að til sé kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdum á veginum. „Það eru þrír kaflar sem þarf að malbika og samkvæmt kostnaðaráætlun kostar lengsti kaflinn um milljarð eða nálægt því. Það eru staðlar um að vegurinn þurfi að vera átta metra breiður en við höfum verið að berjast fyrir því að fá þá frekar eitthvað því það er hægt að veita undanþágu fyrir mjórri veg sem er örugglega helmingi ódýrara,“ segir Óttar. Borgarfjörður eystri Samgöngur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. Á milli 80 og 90 manns hafa heilsársbúsetu á Borgarfirði eystri og mættu um 60 manns á mótmælin í dag að sögn Óttars Más Kárasonar, íbúa í bænum. Óttar segir veginn illa farinn þar sem ekki sé búið að malbika; hann sé holóttur og verði því illfær í rigningum. Íbúar hófu malbikunarframkvæmdir á mótmælunum í dag og byrjuðu að steypa í veginn. „Mótmælin eru tilkomin vegna þess að hingað er bara malarvegur, það er frá Borgarfirði og á Egilsstaði. Hann er orðinn mjög illa farinn og holóttur. Ég held við séum eini þéttbýlisstaðurinn á landinu sem hefur ekki malbikstengingu við annan þéttbýlisstað sem er þjónustukjarni. Það er kominn tími á þetta enda er þetta ekki mjög nútímalegt,“ segir Óttar. Hann segir vel geta verið að íbúarnir haldi malbikunarframkvæmdunum áfram ef ekkert verður að gert.Íbúarnir steptu í smá part úr veginum sem er illa farinn.vísir/tinna„Við fengum steypu og steyptum bara smá part af veginum, ætli þetta hafi ekki verið svona tveggja metra breitt yfir, svo sá partur ætti að vera sléttur og fínn. Svo bíðum við bara spennt með restina.“ Vegurinn frá Borgarfirði eystri til Egilsstaða er 70 kílómetrar en Óttar segir að rúmlega helmingur vegarins sé malbikaður. Fjöldi ferðamanna kemur til Borgarfjarðar eystri yfir sumartímann og segir Óttar að þá fari yfir 300 bílar að meðaltali á dag um veginn. Þegar tónlistarhátíðin Bræðslan fer svo fram eina helgi í júlí er mun meira álag á veginum að sögn Óttars. „Og vegurinn ræður aldrei við það.“ Óttar segir malbikun vegarins hafa verið á samgönguáætlun í nokkur ár en ekkert hafi þó gerst.Frá framkvæmdunum og mótmælunum í dag.vísir/tinna„Þannig að við sáum ekki annað en að við þyrftum að fara í þetta sjálf,“ segir Óttar. Aðspurður nánar um ástand vegarins segir Óttar að það sé hægt að keyra hann en það sé hins vegar óásættanlegt að hafa svo slæman veg milli þéttbýlisstaða árið 2018. Óttar bendir jafnframt á að íbúar Borgarfjarðar eystri sæki í raun alla þjónustu um veginn. „Það er ekki verslun hér og engin heilbrigðisþjónusta,“ segir Óttar. Hann segir að til sé kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdum á veginum. „Það eru þrír kaflar sem þarf að malbika og samkvæmt kostnaðaráætlun kostar lengsti kaflinn um milljarð eða nálægt því. Það eru staðlar um að vegurinn þurfi að vera átta metra breiður en við höfum verið að berjast fyrir því að fá þá frekar eitthvað því það er hægt að veita undanþágu fyrir mjórri veg sem er örugglega helmingi ódýrara,“ segir Óttar.
Borgarfjörður eystri Samgöngur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira