Opnum þennan markað Hanna Katrín Friðriksson skrifar 19. febrúar 2018 08:00 Samgöngumál eru mörgum hugleikin þessa dagana og af mörgu að taka. Einn angi þessa umfangsmikla málaflokks sem lítið hefur farið fyrir snýr að leigubílaakstri. Samkvæmt núgildandi reglugerð um leigubifreiðar teljast þær til almenningssamgangna og eins og með margt annað í því kerfi er tímabært að gera bragarbót á. Undirrituð er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um frelsi á leigubílamarkaði þar sem lagt er til að samgönguráðherra verði falið að afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubílaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna markaðinn fyrir aukinni samkeppni. Til að leigubílar geti sinnt hlutverki sínu í almenningssamgöngukerfinu þarf þjónustan að vera aðgengileg og á viðráðanlegu verði. Heilbrigð samkeppni er lykillinn í því að ná þessum markmiðum. Að þeim uppfylltum gætu fleiri lagt einkabílnum varanlega, kjósi þeir að gera svo, og nýtt strætisvagna og leigubíla í bland til að sinna erindagjörðum sínum með minni kostnaði, minna álagi á vegakerfið, minna svifryki og aukinni umhverfisvernd. Meðal kvaða sem núgildandi kerfi felur í sér má nefna að leyfishafar hafi leigubílaakstur að meginatvinnu. Kerfið hindrar þar með námsfólk og einstaklinga með skerta starfsgetu í að starfa sem leigubílstjórar. Einnig má nefna kröfur um að leyfishafar séu skráðir eigendur leigubílsins sem þeir aka og að öryrkjar þurfi að framvísa meðmælum frá Öryrkjabandalaginu og tryggingayfirlækni. Er ekki námskeið og próf til að hljóta atvinnuleyfi nægilegur mælikvarði á hæfni einstaklinga til að keyra leigubíla? Loks er þarft að endurskoða núgildandi kröfu um að löggiltir gjaldmælar undir eftirliti Samgöngustofu séu í öllum leigubílum. Þetta ákvæði hamlar m.a. tæknilegri framþróun á borð við greiðslu í gegnum snjallsímaforrit en slíkt greiðsluform er lykilþáttur í því að opna íslenskan markað fyrir þjónustu fyrirtækja á borð við Uber og Lyft sem margir þekkja að utan. Sú þjónusta byggir á grundvelli samningsfrelsis og kostum deilihagkerfisins. Það væri vægast sagt sérkennilegt að ætla í fullri alvöru að ræða uppbyggingu almenningssamgöngukerfisins án þess að horfa til þessara þátta.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Leigubílar Samgöngur Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Samgöngumál eru mörgum hugleikin þessa dagana og af mörgu að taka. Einn angi þessa umfangsmikla málaflokks sem lítið hefur farið fyrir snýr að leigubílaakstri. Samkvæmt núgildandi reglugerð um leigubifreiðar teljast þær til almenningssamgangna og eins og með margt annað í því kerfi er tímabært að gera bragarbót á. Undirrituð er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um frelsi á leigubílamarkaði þar sem lagt er til að samgönguráðherra verði falið að afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubílaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna markaðinn fyrir aukinni samkeppni. Til að leigubílar geti sinnt hlutverki sínu í almenningssamgöngukerfinu þarf þjónustan að vera aðgengileg og á viðráðanlegu verði. Heilbrigð samkeppni er lykillinn í því að ná þessum markmiðum. Að þeim uppfylltum gætu fleiri lagt einkabílnum varanlega, kjósi þeir að gera svo, og nýtt strætisvagna og leigubíla í bland til að sinna erindagjörðum sínum með minni kostnaði, minna álagi á vegakerfið, minna svifryki og aukinni umhverfisvernd. Meðal kvaða sem núgildandi kerfi felur í sér má nefna að leyfishafar hafi leigubílaakstur að meginatvinnu. Kerfið hindrar þar með námsfólk og einstaklinga með skerta starfsgetu í að starfa sem leigubílstjórar. Einnig má nefna kröfur um að leyfishafar séu skráðir eigendur leigubílsins sem þeir aka og að öryrkjar þurfi að framvísa meðmælum frá Öryrkjabandalaginu og tryggingayfirlækni. Er ekki námskeið og próf til að hljóta atvinnuleyfi nægilegur mælikvarði á hæfni einstaklinga til að keyra leigubíla? Loks er þarft að endurskoða núgildandi kröfu um að löggiltir gjaldmælar undir eftirliti Samgöngustofu séu í öllum leigubílum. Þetta ákvæði hamlar m.a. tæknilegri framþróun á borð við greiðslu í gegnum snjallsímaforrit en slíkt greiðsluform er lykilþáttur í því að opna íslenskan markað fyrir þjónustu fyrirtækja á borð við Uber og Lyft sem margir þekkja að utan. Sú þjónusta byggir á grundvelli samningsfrelsis og kostum deilihagkerfisins. Það væri vægast sagt sérkennilegt að ætla í fullri alvöru að ræða uppbyggingu almenningssamgöngukerfisins án þess að horfa til þessara þátta.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar