Breytni eftir Kristi Guðmundur Brynjólfsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 De Imitatione Christi er ágæt bók sem kennir manni að haga sér. Aðferðin er sú að maður eigi að reyna að haga sér sem Kristur. Það er mikið verk. Höfundur bókar er Thomas A. Kempis en því nafni svipar til nafns argentínska fótboltamannsins Mario Kempes – mér er ókunnugt um skyldleika. Ég hef stundum (ætlaði að skrifa „Ég hef alltaf“ sem er bláköld lygi, svo ég hætti við það) reynt að breyta sem Kristur. Það gerir manni gott. Einu sinni sem oftar kom ég sjálfum mér á sjúkrahús. Vaknaði þar upp og vissi sem var; sjúkdóm og lækningu. Batnaði þó ekki til frambúðar. Þarna lá ég í bælinu og drakk Gatorade við ævilöngum þorsta. Leit ég þá í næsta rúm og sá þar sovétlærðan leiklistarmeistara. Hann drakk og Gatorade við svipuðum þorsta. Okkur varð strax vel til vina enda andans menn og báðir gáfaðri en hinn. En eitt var þarna helvíti. Þeir bönnuðu honum að reykja, meistaranum, en límdu á hann plástra. Hann vildi samt reykja. Þetta var straff sem tók ekki nokkurn nótís af þjáningum manns sem vildi fá sitt tóbak þar til yfir lyki. Reyndar var hann ekki neitt að deyja – en hann setti það þannig upp. Og þá telur það. En það voru fleiri snurður á; þessi gúrú og frumkvöðull í íslenskri nútímaleiklist, átti ekkert tóbak. Ég djákninn, afréð að breyta líkt og Kristur, braut því þau boð sem ég var þarna seldur undir; þá reglu að mér væri óheimilt að yfirgefa sjúkrahúslóðina. Ég fór og keypti tvo pakka af Royal og gaf gamla leikstjóranum. Hann ljómaði. Ég slapp – því ég breytti rétt. Af þessu má læra að það borgar sig ekki að reykja Royal og – De Imitatione Christi er fínasta bók að fara eftir í nauðum. Og jafnvel oftar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
De Imitatione Christi er ágæt bók sem kennir manni að haga sér. Aðferðin er sú að maður eigi að reyna að haga sér sem Kristur. Það er mikið verk. Höfundur bókar er Thomas A. Kempis en því nafni svipar til nafns argentínska fótboltamannsins Mario Kempes – mér er ókunnugt um skyldleika. Ég hef stundum (ætlaði að skrifa „Ég hef alltaf“ sem er bláköld lygi, svo ég hætti við það) reynt að breyta sem Kristur. Það gerir manni gott. Einu sinni sem oftar kom ég sjálfum mér á sjúkrahús. Vaknaði þar upp og vissi sem var; sjúkdóm og lækningu. Batnaði þó ekki til frambúðar. Þarna lá ég í bælinu og drakk Gatorade við ævilöngum þorsta. Leit ég þá í næsta rúm og sá þar sovétlærðan leiklistarmeistara. Hann drakk og Gatorade við svipuðum þorsta. Okkur varð strax vel til vina enda andans menn og báðir gáfaðri en hinn. En eitt var þarna helvíti. Þeir bönnuðu honum að reykja, meistaranum, en límdu á hann plástra. Hann vildi samt reykja. Þetta var straff sem tók ekki nokkurn nótís af þjáningum manns sem vildi fá sitt tóbak þar til yfir lyki. Reyndar var hann ekki neitt að deyja – en hann setti það þannig upp. Og þá telur það. En það voru fleiri snurður á; þessi gúrú og frumkvöðull í íslenskri nútímaleiklist, átti ekkert tóbak. Ég djákninn, afréð að breyta líkt og Kristur, braut því þau boð sem ég var þarna seldur undir; þá reglu að mér væri óheimilt að yfirgefa sjúkrahúslóðina. Ég fór og keypti tvo pakka af Royal og gaf gamla leikstjóranum. Hann ljómaði. Ég slapp – því ég breytti rétt. Af þessu má læra að það borgar sig ekki að reykja Royal og – De Imitatione Christi er fínasta bók að fara eftir í nauðum. Og jafnvel oftar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar