Betra hundalíf Jónasar eftir vítaverða meðferð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 07:15 Jónsi á vappinu í Vesturbænum, öllu léttari en fyrir rúmu hálfu ári síðan. Fréttablaðið/Eyþór. Hundurinn Jónas var í fyrrahaust tekinn af eiganda sínum á höfuðborgarsvæðinu og komið í fóstur hjá Dýrahjálp Íslands. Í tilkynningu frá Matvælastofnun var greint frá ástæðum þessa. Jónas var tjóðraður langtímum saman við staur og fékk ekki þá útivist og hreyfingu sem hann þurfti. Jónas var í mikilli yfirþyngd og stofnunin mat það svo að honum væri mikil hætta búin. Jónas hefur öðlast nýtt líf eftir að hann komst í umsjá Dýrahjálpar. Hrafnhildur Vala Aðalbjörnsdóttir, umsjónarkona hans, segir frá ástandi hans í byrjun. „Þegar Jónsi kom til okkar í Dýrahjálp var hann 62 kíló, hann var eins og lítill skógarbjörn. Matvælastofnun hafði samband við okkur og við tókum hann að okkur. Hann fékk svo yndislegt fósturheimili og fósturpabba í Vesturbænum. Þar nýtur hann góðs atlætis,“ segir Hrafnhildur.Jónsi er kátur hundur og nýtur sín vel með nýjum fósturpabba sem er duglegur að fara með hann út að ganga. Fréttablaðið/Eyþór„Fósturpabbi hans fer með hann oft út að ganga, þrisvar á dag. Stundum í fjallgöngur. „Hann fer svo á Dýraspítalann í Garðabæ á hlaupabretti. Hlaupabrettið er í lítilli laug, honum finnst æðislegt að fara í vatnsleikfimina og lætur vel í sér heyra í bílnum á leiðinni. Syngur hreinlega af gleði,“ segir Hrafnhildur. Jónas er nú orðinn 38 kíló og nálgast kjörþyngd sem er um þrjátíu kíló. „Það er gaman þegar það gengur svona vel. Jónas er kátur og ljúfur. Meira að segja þegar hann var í ofþyngd og átti erfitt með að hreyfa sig þá reyndi hann að stökkva upp á mann og heilsa manni, en auðvitað með miklum erfiðleikum. Nú er lífið léttara,“ segir Hrafnhildur sem kveður marga hafa liðsinnt Jónasi til betri heilsu. Hann hafi meðal annars fengið gefins heilnæmt fóður frá Royal Canin til uppbyggingar. Jónas sýnir fimi sína í dag í vatnsleikfimi á tíu ára afmælishátíð Dýrahjálpar Íslands sem haldin verður með kynningar- og fjáröflunarviðburði í Kirkjulundi 17 á milli 12.00 og 16.00. Þar geta gestir og gangandi styrkt starf samtakanna, tekið þátt í happdrætti, kökubasar og mætt með hunda sína í klóaklippingu svo fátt eitt sé nefnt. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hundurinn Jónas var í fyrrahaust tekinn af eiganda sínum á höfuðborgarsvæðinu og komið í fóstur hjá Dýrahjálp Íslands. Í tilkynningu frá Matvælastofnun var greint frá ástæðum þessa. Jónas var tjóðraður langtímum saman við staur og fékk ekki þá útivist og hreyfingu sem hann þurfti. Jónas var í mikilli yfirþyngd og stofnunin mat það svo að honum væri mikil hætta búin. Jónas hefur öðlast nýtt líf eftir að hann komst í umsjá Dýrahjálpar. Hrafnhildur Vala Aðalbjörnsdóttir, umsjónarkona hans, segir frá ástandi hans í byrjun. „Þegar Jónsi kom til okkar í Dýrahjálp var hann 62 kíló, hann var eins og lítill skógarbjörn. Matvælastofnun hafði samband við okkur og við tókum hann að okkur. Hann fékk svo yndislegt fósturheimili og fósturpabba í Vesturbænum. Þar nýtur hann góðs atlætis,“ segir Hrafnhildur.Jónsi er kátur hundur og nýtur sín vel með nýjum fósturpabba sem er duglegur að fara með hann út að ganga. Fréttablaðið/Eyþór„Fósturpabbi hans fer með hann oft út að ganga, þrisvar á dag. Stundum í fjallgöngur. „Hann fer svo á Dýraspítalann í Garðabæ á hlaupabretti. Hlaupabrettið er í lítilli laug, honum finnst æðislegt að fara í vatnsleikfimina og lætur vel í sér heyra í bílnum á leiðinni. Syngur hreinlega af gleði,“ segir Hrafnhildur. Jónas er nú orðinn 38 kíló og nálgast kjörþyngd sem er um þrjátíu kíló. „Það er gaman þegar það gengur svona vel. Jónas er kátur og ljúfur. Meira að segja þegar hann var í ofþyngd og átti erfitt með að hreyfa sig þá reyndi hann að stökkva upp á mann og heilsa manni, en auðvitað með miklum erfiðleikum. Nú er lífið léttara,“ segir Hrafnhildur sem kveður marga hafa liðsinnt Jónasi til betri heilsu. Hann hafi meðal annars fengið gefins heilnæmt fóður frá Royal Canin til uppbyggingar. Jónas sýnir fimi sína í dag í vatnsleikfimi á tíu ára afmælishátíð Dýrahjálpar Íslands sem haldin verður með kynningar- og fjáröflunarviðburði í Kirkjulundi 17 á milli 12.00 og 16.00. Þar geta gestir og gangandi styrkt starf samtakanna, tekið þátt í happdrætti, kökubasar og mætt með hunda sína í klóaklippingu svo fátt eitt sé nefnt.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira