Betra hundalíf Jónasar eftir vítaverða meðferð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 07:15 Jónsi á vappinu í Vesturbænum, öllu léttari en fyrir rúmu hálfu ári síðan. Fréttablaðið/Eyþór. Hundurinn Jónas var í fyrrahaust tekinn af eiganda sínum á höfuðborgarsvæðinu og komið í fóstur hjá Dýrahjálp Íslands. Í tilkynningu frá Matvælastofnun var greint frá ástæðum þessa. Jónas var tjóðraður langtímum saman við staur og fékk ekki þá útivist og hreyfingu sem hann þurfti. Jónas var í mikilli yfirþyngd og stofnunin mat það svo að honum væri mikil hætta búin. Jónas hefur öðlast nýtt líf eftir að hann komst í umsjá Dýrahjálpar. Hrafnhildur Vala Aðalbjörnsdóttir, umsjónarkona hans, segir frá ástandi hans í byrjun. „Þegar Jónsi kom til okkar í Dýrahjálp var hann 62 kíló, hann var eins og lítill skógarbjörn. Matvælastofnun hafði samband við okkur og við tókum hann að okkur. Hann fékk svo yndislegt fósturheimili og fósturpabba í Vesturbænum. Þar nýtur hann góðs atlætis,“ segir Hrafnhildur.Jónsi er kátur hundur og nýtur sín vel með nýjum fósturpabba sem er duglegur að fara með hann út að ganga. Fréttablaðið/Eyþór„Fósturpabbi hans fer með hann oft út að ganga, þrisvar á dag. Stundum í fjallgöngur. „Hann fer svo á Dýraspítalann í Garðabæ á hlaupabretti. Hlaupabrettið er í lítilli laug, honum finnst æðislegt að fara í vatnsleikfimina og lætur vel í sér heyra í bílnum á leiðinni. Syngur hreinlega af gleði,“ segir Hrafnhildur. Jónas er nú orðinn 38 kíló og nálgast kjörþyngd sem er um þrjátíu kíló. „Það er gaman þegar það gengur svona vel. Jónas er kátur og ljúfur. Meira að segja þegar hann var í ofþyngd og átti erfitt með að hreyfa sig þá reyndi hann að stökkva upp á mann og heilsa manni, en auðvitað með miklum erfiðleikum. Nú er lífið léttara,“ segir Hrafnhildur sem kveður marga hafa liðsinnt Jónasi til betri heilsu. Hann hafi meðal annars fengið gefins heilnæmt fóður frá Royal Canin til uppbyggingar. Jónas sýnir fimi sína í dag í vatnsleikfimi á tíu ára afmælishátíð Dýrahjálpar Íslands sem haldin verður með kynningar- og fjáröflunarviðburði í Kirkjulundi 17 á milli 12.00 og 16.00. Þar geta gestir og gangandi styrkt starf samtakanna, tekið þátt í happdrætti, kökubasar og mætt með hunda sína í klóaklippingu svo fátt eitt sé nefnt. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Hundurinn Jónas var í fyrrahaust tekinn af eiganda sínum á höfuðborgarsvæðinu og komið í fóstur hjá Dýrahjálp Íslands. Í tilkynningu frá Matvælastofnun var greint frá ástæðum þessa. Jónas var tjóðraður langtímum saman við staur og fékk ekki þá útivist og hreyfingu sem hann þurfti. Jónas var í mikilli yfirþyngd og stofnunin mat það svo að honum væri mikil hætta búin. Jónas hefur öðlast nýtt líf eftir að hann komst í umsjá Dýrahjálpar. Hrafnhildur Vala Aðalbjörnsdóttir, umsjónarkona hans, segir frá ástandi hans í byrjun. „Þegar Jónsi kom til okkar í Dýrahjálp var hann 62 kíló, hann var eins og lítill skógarbjörn. Matvælastofnun hafði samband við okkur og við tókum hann að okkur. Hann fékk svo yndislegt fósturheimili og fósturpabba í Vesturbænum. Þar nýtur hann góðs atlætis,“ segir Hrafnhildur.Jónsi er kátur hundur og nýtur sín vel með nýjum fósturpabba sem er duglegur að fara með hann út að ganga. Fréttablaðið/Eyþór„Fósturpabbi hans fer með hann oft út að ganga, þrisvar á dag. Stundum í fjallgöngur. „Hann fer svo á Dýraspítalann í Garðabæ á hlaupabretti. Hlaupabrettið er í lítilli laug, honum finnst æðislegt að fara í vatnsleikfimina og lætur vel í sér heyra í bílnum á leiðinni. Syngur hreinlega af gleði,“ segir Hrafnhildur. Jónas er nú orðinn 38 kíló og nálgast kjörþyngd sem er um þrjátíu kíló. „Það er gaman þegar það gengur svona vel. Jónas er kátur og ljúfur. Meira að segja þegar hann var í ofþyngd og átti erfitt með að hreyfa sig þá reyndi hann að stökkva upp á mann og heilsa manni, en auðvitað með miklum erfiðleikum. Nú er lífið léttara,“ segir Hrafnhildur sem kveður marga hafa liðsinnt Jónasi til betri heilsu. Hann hafi meðal annars fengið gefins heilnæmt fóður frá Royal Canin til uppbyggingar. Jónas sýnir fimi sína í dag í vatnsleikfimi á tíu ára afmælishátíð Dýrahjálpar Íslands sem haldin verður með kynningar- og fjáröflunarviðburði í Kirkjulundi 17 á milli 12.00 og 16.00. Þar geta gestir og gangandi styrkt starf samtakanna, tekið þátt í happdrætti, kökubasar og mætt með hunda sína í klóaklippingu svo fátt eitt sé nefnt.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira