Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2018 20:45 Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land, að sögn framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, Árna Gunnarssonar. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Flugfélag Íslands blés til sóknar fyrir tveimur árum með því hefja flug frá Keflavíkurflugvelli, fyrst til Aberdeen, síðan Belfast og einnig beint til Akureyrar. Félagið hefur síðan skipt um nafn og nú hefur verið ákveðið að leggja niður allt Keflavíkurflug frá 15. maí í vor. Reykjavík verður eina miðstöðin. Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir að eftir að Bretlandsflugið hófst hafi markaðurinn þar í landi þróast til hins verra með Brexit og falli pundsins og vegna aukinnar samkeppni. „Því miður hefur þróunin á þessum leiðum ekki verið í samræmi við væntingar,“ segir Árni.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hér innanlands vekur hins vegar meiri athygli ákvörðun um að leggja niður beint flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar. Árni segir að tilraunin núna hafi verið sú viðamesta til þessa, með fimm flug á viku. „Við bundum miklar vonir við þessa tilraun. En því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við vorum að vonast til og erum því nauðbeygð að draga okkur út af þessum markaði.“ Ekki hafi verið talið vænlegt til árangurs að gefa þessari tilraun lengri tíma. Þróunin hafi ekki bent til þess að líkur væru á að hún gæti staðið undir sér til framtíðar. Það voru erlendu ferðamennirnir sem brugðust. „Erlendir ferðamenn hafa ekki skilað sér eins mikið og við vorum að vonast til inn í þetta flug. Hins vegar hefur fólk af Norðurlandi nýtt þetta í töluvert miklum mæli og það er auðvitað synd að þetta skuli þurfa að detta út núna.“Flugtak frá Akureyrarflugvelli. Frá miðjum maí liggur leiðin suður aðeins til Reykjavíkurflugvallar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Erlendum ferðamönnum hefur þó verið að fjölga í innanlandsfluginu út frá Reykjavík. „Áður en þessi mikla fjölgun ferðamanna varð til landsins þá var hlutdeild þeirra eingöngu í kringum fimm prósent. Hún er í dag í kringum tuttugu prósent. Íslendingum er að fjölga í innanlandsflugi, þannig að með bættu efnahagsástandi þá fjölgar þeim líka. Þannig að við sjáum fram á jákvæða þróun þar. Svo höfum við verið að bæta við áfangastöðum á Grænlandi og við munum áfram leggja mikla áherslu á Grænland,“ segir Árni Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyri Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Blótaði minnihlutaþingmönnum og rauk á dyr Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira
Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land, að sögn framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, Árna Gunnarssonar. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Flugfélag Íslands blés til sóknar fyrir tveimur árum með því hefja flug frá Keflavíkurflugvelli, fyrst til Aberdeen, síðan Belfast og einnig beint til Akureyrar. Félagið hefur síðan skipt um nafn og nú hefur verið ákveðið að leggja niður allt Keflavíkurflug frá 15. maí í vor. Reykjavík verður eina miðstöðin. Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir að eftir að Bretlandsflugið hófst hafi markaðurinn þar í landi þróast til hins verra með Brexit og falli pundsins og vegna aukinnar samkeppni. „Því miður hefur þróunin á þessum leiðum ekki verið í samræmi við væntingar,“ segir Árni.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hér innanlands vekur hins vegar meiri athygli ákvörðun um að leggja niður beint flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar. Árni segir að tilraunin núna hafi verið sú viðamesta til þessa, með fimm flug á viku. „Við bundum miklar vonir við þessa tilraun. En því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við vorum að vonast til og erum því nauðbeygð að draga okkur út af þessum markaði.“ Ekki hafi verið talið vænlegt til árangurs að gefa þessari tilraun lengri tíma. Þróunin hafi ekki bent til þess að líkur væru á að hún gæti staðið undir sér til framtíðar. Það voru erlendu ferðamennirnir sem brugðust. „Erlendir ferðamenn hafa ekki skilað sér eins mikið og við vorum að vonast til inn í þetta flug. Hins vegar hefur fólk af Norðurlandi nýtt þetta í töluvert miklum mæli og það er auðvitað synd að þetta skuli þurfa að detta út núna.“Flugtak frá Akureyrarflugvelli. Frá miðjum maí liggur leiðin suður aðeins til Reykjavíkurflugvallar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Erlendum ferðamönnum hefur þó verið að fjölga í innanlandsfluginu út frá Reykjavík. „Áður en þessi mikla fjölgun ferðamanna varð til landsins þá var hlutdeild þeirra eingöngu í kringum fimm prósent. Hún er í dag í kringum tuttugu prósent. Íslendingum er að fjölga í innanlandsflugi, þannig að með bættu efnahagsástandi þá fjölgar þeim líka. Þannig að við sjáum fram á jákvæða þróun þar. Svo höfum við verið að bæta við áfangastöðum á Grænlandi og við munum áfram leggja mikla áherslu á Grænland,“ segir Árni Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyri Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Blótaði minnihlutaþingmönnum og rauk á dyr Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira
Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15