Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2018 22:45 Kári Jónsson hjá Haukum. Vísir/Ernir Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR á Ásvöllum í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna og 91-89 sigur heimamanna staðreynd. Haukar byrjuðu betur og komust í 12-6 strax í upphafi. Paul Anthony Jones fór gjörsamlega á kostum og skoraði fyrstu 10 stig Hauka og 22 stig alls í fyrri hálfleik. KR beit aðeins frá sér í lok fyrsta leikhluta og í upphafi þess annars en svo komu Haukar aftur til baka af krafti. Þeir leiddu með 14 stigum í hálfleik og það sanngjarnt. Í seinni hálfleik héldu Haukar forystunni lengst af yfir 10 stigum. Hún var 18 stig fyrir lokafjórðunginn og allt útlit fyrir öruggan Haukasigur. Þá náðu gestirnir áhlaupi og byrjuðu að saxa á forskotið. Haukar duttu í þá gryfju að verja forskotið og gestirnir gengu á lagið. Munurinn var kominn niður í 4 stig þegar 52 sekúndur voru eftir og spennan mikil. Haukar skoruðu körfu og Jón Arnór Stefánsson svaraði strax fyrir KR. Hann fékk síðan möguleika á að minnka muninn í 2 stig þegar 7 sekúndur voru eftir en klikkaði á öðru af tveimur vítaskotum, Haukar náðu frákasti og skoruðu körfu sem tryggði sigurinn. Þristur hjá KR á lokasekúndunum breytti engu þar um og heimamenn fögnuðu vel enda toppsætið þeirra.Af hverju unnu Haukar?Þeir voru heilt yfir betri í þessum leik en KR. Íslandsmeistararnir voru ekki að spila af eðlilegri getu fyrr en í síðasta fjórðungnum og varnarleikur þeirra var slakur. Þeir réðu ekkert við Paul Jones í fyrri hálfleik og í þeim síðari var það Kári Jónsson sem tók við. Þegar KR gerði sig líklega til að komast nær Haukum settu heimamenn niður góð skot og vörðu þannig forskotið. Þeir spiluðu grimma vörn, fengu margar villur en slógu KR-inga útaf laginu sem áttu oft á tíðum í vandræðum með að skora, séstaklega í fyrri hálfleik. Þegar Paul Jones og Kári Jónsson eru síðan í jafnmiklu stuði og þeir voru í kvöld er erfitt að sjá hverjir eiga að stoppa Hauka.Þessir stóð upp úr:Paul Jones var stórkostlegur í fyrri hálfleik. Hann klikkaði varla á skoti, skoraði 22 stig og spilaði þar að auki frábæran varnarleik. Hann endaði með 35 stig og 8 fráköst. Kári Jónsson byrjaði rólega en var frábær eftir fyrsta leikhluta. Hann skoraði 23 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hjá KR áttu menn misjafnan leik. Brynjar Þór átti ágæta spretti sem og Jón Arnór og Darri Hilmarsson en hittni Vesturbæinga var slök í kvöld. KR-ingar hefðu þurft meira framlag af bekknum en Darri var sá eini sem skoraði stig af þeim sem hófu leikinn þar.Hvað gekk illa?KR náði vörninni ekki saman fyrr en í lokafjórðungnum. Þeir áttu síðan nokkra kafla þar sem þeir hittu afar illa og þar náðu Haukar að byggja upp sitt forskot. Kendall Pollock leikmaður KR var 4/12 í sínum skotum og þarf að hitta betur. Haukar spiluðu grimma vörn og nældu sér í töluvert margar villur án þess þó að lenda í miklum villuvandræðum. Þar var Kristján Leifur Sverrisson hins vegar undantekningin því hann fékk sína fimmtu villu í upphafi þriðja leikhluta og lauk þar með leik.Hvað gerist næst?Framundan er margumrædd landsliðspása en eftir hana eru þrír leikir eftir af deildarkeppninni á stuttum tíma. KR byrjar á öðrum erfiðum útileik þegar þeir fara norður á Sauðárkrók og mæta Tindastóli. Haukar taka á móti Stjörnunni í sínum fyrsta leik eftir landsleikjahlé og geta með sigri þar stigið stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum en Haukar sitja einir í efsta sætinu eftir sigurinn í kvöld. Ívar: Við verðum bara betriÍvar Ásgrímsson þjálfari Haukavísir/anton„Þetta var stórleikur og við svöruðum vel inni á vellinum. Ég er gríðarlega sáttur með liðið, við vorum kannski aðeins of fljótir að hægja á okkur og ætla að láta klukkuna renna út en við lærum af því og verðum bara betri,“ sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka eftir sigurinn á KR í Dominos-deildinni í kvöld. Paul Jones var magnaður í liði Hauka og skoraði 35 stig, þar af 22 stig í fyrri hálfleik. Kári Jónsson tók við eftir hlé og saman lögðu þeir grunninn að sigri Hauka í kvöld. „Þeir voru stórkostlegir báðir tveir. Paul var frábær og ég held að hann hafi varla brennt af skoti, hann klikkaði á einu skoti því þá var skotklukkan að renna út og hann þurfti að henda boltanum.“ „Vörnin hans var líka stórkostleg og mér fannst vörnin okkar frábær þar til kannski síðustu mínúturnar. Við lokuðum á þeirra styrkleika og átum þá upp en síðan urðum við kannski þreyttir í lokin og þeir gátu nýtt sér það,“ bætti Ívar við. Haukar spiluðu grimma vörn og fengu dæmdar á sig fjöldann allan af villum án þess að lenda í teljandi villuvandræðum, fyrir utan Kristján Sverrisson sem fór útaf með fimm villur snemma í seinni hálfleik. „Mér fannst við ekki spila neitt fast. Þetta eru tvö topplið og þá er spilað fast. Mér fannst þetta svipað báðu megin og góð dómgæsla. Þetta var frábær leikur og góð auglýsing fyrir körfuna.“ Umræðan um val á æfingahópi landsliðsins var mikil um helgina en Haukar áttu fimm leikmenn í hópnum sem áttu að mæta á æfingar um helgina, rétt fyrir þennan stórleik við KR. „Umræðan truflaði okkur ekki neitt. Við erum auðvitað bara mjög ánægðir að eiga fullt af mönnum í þessum hóp og erum glaðir með það. Það var ekkert verið að koma á bakvið okkur og þessi umræða um það er bara ekki rétt. Craig (Pedersen, landsliðþjálfari) svaraði því mjög vel og það var allt rétt sem hann sagði.“ „Við erum búnir að vera í góðu sambandi og mínir leikmenn voru ekki að taka þátt í neinum æfingum sem höfðu áhrif á þá. Við erum bara ánægðir að hafa menn þarna,“ sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari toppliðs Hauka að lokum. Finnur Freyr: Við erum ekki búnir að vera nógu góðir í allan veturFinnur Freyr Stefánsson þjálfari KR.Vísir/AntonFinnur Freyr Stefánsson þjálfari KR var ekki ánægður með leik sinna manna gegn Haukum í kvöld en þetta var annar tapleikur liðsins í röð í Dominos-deildinni. „Kraftleysi og við vorum áhorfendur varnarlega í þrjá leikhluta. Þegar við náðum að stíga upp þá voru 1-2 leikmenn sem klikkuðu á einföldum atriðum. Haukarnir gerðu vel en það er erfitt að ná varnarleiknum upp þegar fimm manns ná ekki að hugsa sem einn,“ sagði Finnur í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. „Auðvitað er aldrei gott að tapa og maður vill gera betur. Okkur fannst við spila fínt í fyrri hálfleik gegn Keflavík á föstudaginn og sáum þegar við skoðuðum leikinn að við vorum að fá fín skot. Það er ekki oft sem við erum 0/15 í þriggja stiga skotum í hálfleik,“ bætti Finnur við. „Ef 2-3 af þessum skotum hefðu farið ofan í þá hefðum við ekki farið á taugum eins og við gerðum í seinni hálfleik á föstudag. Þetta tap truflar mig meira en á sama tíma þá erum við með nýjan mann og þetta hringl sem ég er búinn að vera með á liðinu hjálpar ekki neitt. Við þurfum að ná meira samspili á milli leikmanna.“ Brandon Penn lék ekki með KR í kvöld en Finnur sagði það hafa sínar skýringar. „Það var samningsatriði að hann væri erlendis þessa helgi. Þetta var upphaflega fríhelgi og hann á ungt barn úti. Þegar leikurinn var færður fyrir nokkrum dögum þá lenti þetta svona.“ Haukar eru í góðri stöðu í Dominos-deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir og KR á litla möguleika á deildarmeistaratitlinum, eru fjórum stigum á eftir Haukum og með verri stöðu í innbyrðisviðureignum. „Við erum ekki búnir að ná að vera nógu góðir í allan vetur. Við sjáum að Haukarnir sem hafa náð að byggja upp sinn leik allt tímabilið eru bara búnir að vera betri. Okkar einbeiting liggur fyrst og fremst á því að bæta okkur að verða betra lið,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Kári: Jones var geggjaðurKári Jónsson hjá Haukum.Vísir/Ernir„Fyrir mér þá fannst mér við fara í kapp við tímann og hugsa um hvað við ætluðum að vinna með mörgum stigum í staðinn fyrir að bæta í. Það kom svolítið í rassinn á okkur og ég persónulega fór að spila of einstaklingsmiðað í sókn. Við hægðum á okkur og þeir refsuðu enda með mjög gott lið,“ sagði Kári Jónsson í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við vorum kannski þreyttir í lokin en það var sterkt að klára með sigri. Við þurfum samt aðeins að bæta hvernig við endum þetta.“ Paul Jones var frábær í liði Hauka í kvöld og Kári hrósaði honum í hástert eftir leik. „Hann var geggjaður. Þegar hann er í svona gír þá eru örfáir sem geta stoppað hann ef einhverjir Þessi „mid-range“ skot hjá honum eru algjör unun og hann er að klára með menn alveg í grímunni vinstri hægri. Vörnin var frábær og hann drífur liðið áfram og sérstaklega þegar hann gerir svona vel í sókn.“ Haukar eru nú með tveggja stiga forystu í deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Það er varla annað inni í myndinni í þeirra huga en að vinna deildarmeistaratitilinn? „Það er stefnan en það eru þrír leikir eftir og þeir eru allir erfiðir. Við megum ekkert hugsa að þetta sé komið. Við þurfum að halda einbeitingu og við þurfum að halda vel á spilunum og klára þessa leik,“ sagði Kári Jónsson að lokum en hann skoraði 23 stig í kvöld. Dominos-deild karla
Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR á Ásvöllum í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna og 91-89 sigur heimamanna staðreynd. Haukar byrjuðu betur og komust í 12-6 strax í upphafi. Paul Anthony Jones fór gjörsamlega á kostum og skoraði fyrstu 10 stig Hauka og 22 stig alls í fyrri hálfleik. KR beit aðeins frá sér í lok fyrsta leikhluta og í upphafi þess annars en svo komu Haukar aftur til baka af krafti. Þeir leiddu með 14 stigum í hálfleik og það sanngjarnt. Í seinni hálfleik héldu Haukar forystunni lengst af yfir 10 stigum. Hún var 18 stig fyrir lokafjórðunginn og allt útlit fyrir öruggan Haukasigur. Þá náðu gestirnir áhlaupi og byrjuðu að saxa á forskotið. Haukar duttu í þá gryfju að verja forskotið og gestirnir gengu á lagið. Munurinn var kominn niður í 4 stig þegar 52 sekúndur voru eftir og spennan mikil. Haukar skoruðu körfu og Jón Arnór Stefánsson svaraði strax fyrir KR. Hann fékk síðan möguleika á að minnka muninn í 2 stig þegar 7 sekúndur voru eftir en klikkaði á öðru af tveimur vítaskotum, Haukar náðu frákasti og skoruðu körfu sem tryggði sigurinn. Þristur hjá KR á lokasekúndunum breytti engu þar um og heimamenn fögnuðu vel enda toppsætið þeirra.Af hverju unnu Haukar?Þeir voru heilt yfir betri í þessum leik en KR. Íslandsmeistararnir voru ekki að spila af eðlilegri getu fyrr en í síðasta fjórðungnum og varnarleikur þeirra var slakur. Þeir réðu ekkert við Paul Jones í fyrri hálfleik og í þeim síðari var það Kári Jónsson sem tók við. Þegar KR gerði sig líklega til að komast nær Haukum settu heimamenn niður góð skot og vörðu þannig forskotið. Þeir spiluðu grimma vörn, fengu margar villur en slógu KR-inga útaf laginu sem áttu oft á tíðum í vandræðum með að skora, séstaklega í fyrri hálfleik. Þegar Paul Jones og Kári Jónsson eru síðan í jafnmiklu stuði og þeir voru í kvöld er erfitt að sjá hverjir eiga að stoppa Hauka.Þessir stóð upp úr:Paul Jones var stórkostlegur í fyrri hálfleik. Hann klikkaði varla á skoti, skoraði 22 stig og spilaði þar að auki frábæran varnarleik. Hann endaði með 35 stig og 8 fráköst. Kári Jónsson byrjaði rólega en var frábær eftir fyrsta leikhluta. Hann skoraði 23 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hjá KR áttu menn misjafnan leik. Brynjar Þór átti ágæta spretti sem og Jón Arnór og Darri Hilmarsson en hittni Vesturbæinga var slök í kvöld. KR-ingar hefðu þurft meira framlag af bekknum en Darri var sá eini sem skoraði stig af þeim sem hófu leikinn þar.Hvað gekk illa?KR náði vörninni ekki saman fyrr en í lokafjórðungnum. Þeir áttu síðan nokkra kafla þar sem þeir hittu afar illa og þar náðu Haukar að byggja upp sitt forskot. Kendall Pollock leikmaður KR var 4/12 í sínum skotum og þarf að hitta betur. Haukar spiluðu grimma vörn og nældu sér í töluvert margar villur án þess þó að lenda í miklum villuvandræðum. Þar var Kristján Leifur Sverrisson hins vegar undantekningin því hann fékk sína fimmtu villu í upphafi þriðja leikhluta og lauk þar með leik.Hvað gerist næst?Framundan er margumrædd landsliðspása en eftir hana eru þrír leikir eftir af deildarkeppninni á stuttum tíma. KR byrjar á öðrum erfiðum útileik þegar þeir fara norður á Sauðárkrók og mæta Tindastóli. Haukar taka á móti Stjörnunni í sínum fyrsta leik eftir landsleikjahlé og geta með sigri þar stigið stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum en Haukar sitja einir í efsta sætinu eftir sigurinn í kvöld. Ívar: Við verðum bara betriÍvar Ásgrímsson þjálfari Haukavísir/anton„Þetta var stórleikur og við svöruðum vel inni á vellinum. Ég er gríðarlega sáttur með liðið, við vorum kannski aðeins of fljótir að hægja á okkur og ætla að láta klukkuna renna út en við lærum af því og verðum bara betri,“ sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka eftir sigurinn á KR í Dominos-deildinni í kvöld. Paul Jones var magnaður í liði Hauka og skoraði 35 stig, þar af 22 stig í fyrri hálfleik. Kári Jónsson tók við eftir hlé og saman lögðu þeir grunninn að sigri Hauka í kvöld. „Þeir voru stórkostlegir báðir tveir. Paul var frábær og ég held að hann hafi varla brennt af skoti, hann klikkaði á einu skoti því þá var skotklukkan að renna út og hann þurfti að henda boltanum.“ „Vörnin hans var líka stórkostleg og mér fannst vörnin okkar frábær þar til kannski síðustu mínúturnar. Við lokuðum á þeirra styrkleika og átum þá upp en síðan urðum við kannski þreyttir í lokin og þeir gátu nýtt sér það,“ bætti Ívar við. Haukar spiluðu grimma vörn og fengu dæmdar á sig fjöldann allan af villum án þess að lenda í teljandi villuvandræðum, fyrir utan Kristján Sverrisson sem fór útaf með fimm villur snemma í seinni hálfleik. „Mér fannst við ekki spila neitt fast. Þetta eru tvö topplið og þá er spilað fast. Mér fannst þetta svipað báðu megin og góð dómgæsla. Þetta var frábær leikur og góð auglýsing fyrir körfuna.“ Umræðan um val á æfingahópi landsliðsins var mikil um helgina en Haukar áttu fimm leikmenn í hópnum sem áttu að mæta á æfingar um helgina, rétt fyrir þennan stórleik við KR. „Umræðan truflaði okkur ekki neitt. Við erum auðvitað bara mjög ánægðir að eiga fullt af mönnum í þessum hóp og erum glaðir með það. Það var ekkert verið að koma á bakvið okkur og þessi umræða um það er bara ekki rétt. Craig (Pedersen, landsliðþjálfari) svaraði því mjög vel og það var allt rétt sem hann sagði.“ „Við erum búnir að vera í góðu sambandi og mínir leikmenn voru ekki að taka þátt í neinum æfingum sem höfðu áhrif á þá. Við erum bara ánægðir að hafa menn þarna,“ sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari toppliðs Hauka að lokum. Finnur Freyr: Við erum ekki búnir að vera nógu góðir í allan veturFinnur Freyr Stefánsson þjálfari KR.Vísir/AntonFinnur Freyr Stefánsson þjálfari KR var ekki ánægður með leik sinna manna gegn Haukum í kvöld en þetta var annar tapleikur liðsins í röð í Dominos-deildinni. „Kraftleysi og við vorum áhorfendur varnarlega í þrjá leikhluta. Þegar við náðum að stíga upp þá voru 1-2 leikmenn sem klikkuðu á einföldum atriðum. Haukarnir gerðu vel en það er erfitt að ná varnarleiknum upp þegar fimm manns ná ekki að hugsa sem einn,“ sagði Finnur í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. „Auðvitað er aldrei gott að tapa og maður vill gera betur. Okkur fannst við spila fínt í fyrri hálfleik gegn Keflavík á föstudaginn og sáum þegar við skoðuðum leikinn að við vorum að fá fín skot. Það er ekki oft sem við erum 0/15 í þriggja stiga skotum í hálfleik,“ bætti Finnur við. „Ef 2-3 af þessum skotum hefðu farið ofan í þá hefðum við ekki farið á taugum eins og við gerðum í seinni hálfleik á föstudag. Þetta tap truflar mig meira en á sama tíma þá erum við með nýjan mann og þetta hringl sem ég er búinn að vera með á liðinu hjálpar ekki neitt. Við þurfum að ná meira samspili á milli leikmanna.“ Brandon Penn lék ekki með KR í kvöld en Finnur sagði það hafa sínar skýringar. „Það var samningsatriði að hann væri erlendis þessa helgi. Þetta var upphaflega fríhelgi og hann á ungt barn úti. Þegar leikurinn var færður fyrir nokkrum dögum þá lenti þetta svona.“ Haukar eru í góðri stöðu í Dominos-deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir og KR á litla möguleika á deildarmeistaratitlinum, eru fjórum stigum á eftir Haukum og með verri stöðu í innbyrðisviðureignum. „Við erum ekki búnir að ná að vera nógu góðir í allan vetur. Við sjáum að Haukarnir sem hafa náð að byggja upp sinn leik allt tímabilið eru bara búnir að vera betri. Okkar einbeiting liggur fyrst og fremst á því að bæta okkur að verða betra lið,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Kári: Jones var geggjaðurKári Jónsson hjá Haukum.Vísir/Ernir„Fyrir mér þá fannst mér við fara í kapp við tímann og hugsa um hvað við ætluðum að vinna með mörgum stigum í staðinn fyrir að bæta í. Það kom svolítið í rassinn á okkur og ég persónulega fór að spila of einstaklingsmiðað í sókn. Við hægðum á okkur og þeir refsuðu enda með mjög gott lið,“ sagði Kári Jónsson í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við vorum kannski þreyttir í lokin en það var sterkt að klára með sigri. Við þurfum samt aðeins að bæta hvernig við endum þetta.“ Paul Jones var frábær í liði Hauka í kvöld og Kári hrósaði honum í hástert eftir leik. „Hann var geggjaður. Þegar hann er í svona gír þá eru örfáir sem geta stoppað hann ef einhverjir Þessi „mid-range“ skot hjá honum eru algjör unun og hann er að klára með menn alveg í grímunni vinstri hægri. Vörnin var frábær og hann drífur liðið áfram og sérstaklega þegar hann gerir svona vel í sókn.“ Haukar eru nú með tveggja stiga forystu í deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Það er varla annað inni í myndinni í þeirra huga en að vinna deildarmeistaratitilinn? „Það er stefnan en það eru þrír leikir eftir og þeir eru allir erfiðir. Við megum ekkert hugsa að þetta sé komið. Við þurfum að halda einbeitingu og við þurfum að halda vel á spilunum og klára þessa leik,“ sagði Kári Jónsson að lokum en hann skoraði 23 stig í kvöld.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti