Geta séð hvor þeirra var á undan en báðar fá samt bronsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 15:00 Fjórar á palli. Vísir/Getty Marit Björgen frá Noregi og Krista Pärmäkoski frá Finnlandi urðu nótt fyrstu keppendur í einstaklingskeppni Ólympíuleikanna í Pyeongchang til að deila verðlaunum á þessum leikum. Þær fá báðar brons fyrir 10 kílómetra skíðagöngu með frjálsri aðferð. Hin norska Ragnhild Haga vann gullið en Svíinn Charlotte Kalla tók silfrið. Allar fjórar stöðu því á palli í verðlaunaafhendingunni þrátt fyrir að mótshaldarar hefðu getað fundið það út hvort Marit Björgen eða Krista Pärmäkoski hafi komið á undan í mark. Tíminn þeirra var gefinn upp með einum aukastaf. Þær komu í mark á 25 mínútum, 32 sekúndum og 4 sekúndubrotum. Tímatökukerfið býður hinsvegar upp á það að kalla fram fleiri aukastafi.Nordic power again -- in women's 10km freestyle Ragnhild Haga Charlotte Kalla Marit Bjørgen Krista Pärmäkoski #pyeongchang2018#CrossCountrySkiinghttps://t.co/UPmTfLQlWcpic.twitter.com/9IA65fLPRe — Nordic News (@Nordic_News) February 15, 2018 „Við getum séð hvor var fljótari,“ sagði Pierre Mignerey mótastjóri Alþjóðlegaskíðasambandsins í viðtali við Expressen. „Reglurnar eru bara þannig að aðeins einn aukastafur er tekinn með. Við mælum hundraðshluta en gefum aukastafina bara upp í tugum,“ sagði Mignerey. Það er aðeins í sprettgöngunni þar sem menn nota fleiri aukastafi. Bronsstelpurnar voru báðar ánægðar með niðurstöðuna. „Það er betra að við fáum báðar að standa þarna. Marit var átrúnaðargoðið mitt þegar ég var yngri og þetta er því risastórt fyrir mig,“ sagði hin finnska Krista Pärmäkoski. „Ég er mjög ánægð að fá að deila bronsinu með Kristu,“ sagði Marit Björgen. Hún var þarna að vinna síns önnur verðlaun á þessum leikum og sín tólftu verðlaun á Ólympíuleikum. Þetta voru önnur bronsverðlaun Krista Pärmäkoski á leikunum í Pyeongchang.Marit Bjoergen makes history. She is now the most decorated female Winter Olympian of all time. 6 4 1https://t.co/BnzCzGLZ2x#bbcolympics Pyeongchang2018 pic.twitter.com/BywCmF8xf4 — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2018 „Það er gott að við fáum ekki að vita hvor var í raun á undan. Ég vil ekki vita það. Ég er ánægð með bronsið og að fá að deila því með henni. Það væri hvort sem er ekkert hægt að gera þó að við fengjum að vita hvor hafi verið á undan,“ sagði Pärmäkoski. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
Marit Björgen frá Noregi og Krista Pärmäkoski frá Finnlandi urðu nótt fyrstu keppendur í einstaklingskeppni Ólympíuleikanna í Pyeongchang til að deila verðlaunum á þessum leikum. Þær fá báðar brons fyrir 10 kílómetra skíðagöngu með frjálsri aðferð. Hin norska Ragnhild Haga vann gullið en Svíinn Charlotte Kalla tók silfrið. Allar fjórar stöðu því á palli í verðlaunaafhendingunni þrátt fyrir að mótshaldarar hefðu getað fundið það út hvort Marit Björgen eða Krista Pärmäkoski hafi komið á undan í mark. Tíminn þeirra var gefinn upp með einum aukastaf. Þær komu í mark á 25 mínútum, 32 sekúndum og 4 sekúndubrotum. Tímatökukerfið býður hinsvegar upp á það að kalla fram fleiri aukastafi.Nordic power again -- in women's 10km freestyle Ragnhild Haga Charlotte Kalla Marit Bjørgen Krista Pärmäkoski #pyeongchang2018#CrossCountrySkiinghttps://t.co/UPmTfLQlWcpic.twitter.com/9IA65fLPRe — Nordic News (@Nordic_News) February 15, 2018 „Við getum séð hvor var fljótari,“ sagði Pierre Mignerey mótastjóri Alþjóðlegaskíðasambandsins í viðtali við Expressen. „Reglurnar eru bara þannig að aðeins einn aukastafur er tekinn með. Við mælum hundraðshluta en gefum aukastafina bara upp í tugum,“ sagði Mignerey. Það er aðeins í sprettgöngunni þar sem menn nota fleiri aukastafi. Bronsstelpurnar voru báðar ánægðar með niðurstöðuna. „Það er betra að við fáum báðar að standa þarna. Marit var átrúnaðargoðið mitt þegar ég var yngri og þetta er því risastórt fyrir mig,“ sagði hin finnska Krista Pärmäkoski. „Ég er mjög ánægð að fá að deila bronsinu með Kristu,“ sagði Marit Björgen. Hún var þarna að vinna síns önnur verðlaun á þessum leikum og sín tólftu verðlaun á Ólympíuleikum. Þetta voru önnur bronsverðlaun Krista Pärmäkoski á leikunum í Pyeongchang.Marit Bjoergen makes history. She is now the most decorated female Winter Olympian of all time. 6 4 1https://t.co/BnzCzGLZ2x#bbcolympics Pyeongchang2018 pic.twitter.com/BywCmF8xf4 — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2018 „Það er gott að við fáum ekki að vita hvor var í raun á undan. Ég vil ekki vita það. Ég er ánægð með bronsið og að fá að deila því með henni. Það væri hvort sem er ekkert hægt að gera þó að við fengjum að vita hvor hafi verið á undan,“ sagði Pärmäkoski.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira