Ekkert smámál Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 09:00 Árið 2009 skók einn stærsti pólitíski skandall síðari tíma breskt stjórnmálalíf. Málið varðaði reikninga og kostnað sem þingmenn höfðu látið skattgreiðendur greiða án þess að fótur væri fyrir því. Sum mál vöktu meiri athygli en önnur, til dæmis sú staðreynd að einn þingmanna hafði látið skattgreiðendur standa straum af kostnaði við þrifnað á síki á landareign sinni. Annar hafði sent þinginu reikning fyrir fuglaathvarf sem hann hafði látið byggja á lóð sinni. Það sem kannski færri muna er að eftirmálin urðu ekki bara þau að þingmenn sögðu af sér í hrönnum eða tilkynntu að þeir myndu ekki sækjast eftir endurkjöri. Aldeilis ekki, fjórir þingmenn í neðri deild þingsins og tveir úr lávarðadeildinni voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir fjársvik og falska reikningagerð. Athyglisvert er að rýna í þær fjárhæðir sem málið snerist um, en þar var um að ræða á bilinu eina til fimm milljónir króna að núvirði. Þingmennirnir sem um ræðir afplánuðu fangelsisdóma sem voru misjafnir að lengd, frá níu mánuðum og upp í átján. Auðvitað er það svo að misnotkun opinbers fjár í eigin þágu er sérstaklega alvarlegt brot. Því er einstaklega undarlegt að fylgjast með því þegar þingmenn blása á gagnrýni er tengist kostnaði sem augljóslega er tilbúningur að stærstum hluta sem árásir frá „góða fólkinu", eða reyna að réttlæta hið óréttlætanlega. Slík viðbrögð bera ekki vott um virðingu fyrir kjósendum eða almannafé. Allir sem stigið hafa upp í bifreið vita að kostnaður sá er Ásmundur Friðriksson lét skattgreiðendur greiða vegna bifreiðar sinnar fær ekki staðist. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur meira að segja reiknað út að Ásmundur hafi sennilega krafið þingið um vel ríflega tvöfalda þá fjárhæð sem það kostar að reka bílinn á ári, og er þá kostnaður vegna aksturs í eigin þágu ekki dreginn frá. Ásmundur hefur samkvæmt því í besta falli ofkrafið skattgreiðendur um ríflega tvær og hálfa milljón króna. Kannski geta lögfróðir skorið úr um hvort þetta teljist brot á hegningarlögum? Ásmundur hefur nú lýst því yfir að hann hyggist héðan í frá ferðast á bílaleigubíl á vegum þingsins. Þetta er yfirbót sem gengur of skammt. Ásmundur á auðvitað að sjá sóma sinn í því að segja af sér og biðja kjósendur afsökunar. Að því loknu gæti hann beðið þess að málið hefði sinn gang í kerfinu. Nú er áleitin spurning hvort akstur Ásmundar sé einangrað tilvik, eða einungis toppurinn á ísjakanum? Vonandi er það svo að hátterni Ásmundar sýni samstarfsfólk hans í þinginu í ósanngjörnu tortryggnisljósi. Eðlilegast og farsælast væri ef þingið og ráðuneytin hefðu frumkvæði að því að birta nauðsynlegar upplýsingar um þann kostnað sem þingmenn og ráðherrar varpa yfir á skattgreiðendur. Væntanlega er sá kostnaður að langstærstu réttlætanlegur. Hin leiðin er sú að fjölmiðlar taki málin í sínar hendur og fari Krísuvíkurleiðina að þessum upplýsingum. Eitt er að minnsta kosti víst. Skattgreiðendur eiga rétt á að vita hvernig fé þeirra er varið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Árið 2009 skók einn stærsti pólitíski skandall síðari tíma breskt stjórnmálalíf. Málið varðaði reikninga og kostnað sem þingmenn höfðu látið skattgreiðendur greiða án þess að fótur væri fyrir því. Sum mál vöktu meiri athygli en önnur, til dæmis sú staðreynd að einn þingmanna hafði látið skattgreiðendur standa straum af kostnaði við þrifnað á síki á landareign sinni. Annar hafði sent þinginu reikning fyrir fuglaathvarf sem hann hafði látið byggja á lóð sinni. Það sem kannski færri muna er að eftirmálin urðu ekki bara þau að þingmenn sögðu af sér í hrönnum eða tilkynntu að þeir myndu ekki sækjast eftir endurkjöri. Aldeilis ekki, fjórir þingmenn í neðri deild þingsins og tveir úr lávarðadeildinni voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir fjársvik og falska reikningagerð. Athyglisvert er að rýna í þær fjárhæðir sem málið snerist um, en þar var um að ræða á bilinu eina til fimm milljónir króna að núvirði. Þingmennirnir sem um ræðir afplánuðu fangelsisdóma sem voru misjafnir að lengd, frá níu mánuðum og upp í átján. Auðvitað er það svo að misnotkun opinbers fjár í eigin þágu er sérstaklega alvarlegt brot. Því er einstaklega undarlegt að fylgjast með því þegar þingmenn blása á gagnrýni er tengist kostnaði sem augljóslega er tilbúningur að stærstum hluta sem árásir frá „góða fólkinu", eða reyna að réttlæta hið óréttlætanlega. Slík viðbrögð bera ekki vott um virðingu fyrir kjósendum eða almannafé. Allir sem stigið hafa upp í bifreið vita að kostnaður sá er Ásmundur Friðriksson lét skattgreiðendur greiða vegna bifreiðar sinnar fær ekki staðist. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur meira að segja reiknað út að Ásmundur hafi sennilega krafið þingið um vel ríflega tvöfalda þá fjárhæð sem það kostar að reka bílinn á ári, og er þá kostnaður vegna aksturs í eigin þágu ekki dreginn frá. Ásmundur hefur samkvæmt því í besta falli ofkrafið skattgreiðendur um ríflega tvær og hálfa milljón króna. Kannski geta lögfróðir skorið úr um hvort þetta teljist brot á hegningarlögum? Ásmundur hefur nú lýst því yfir að hann hyggist héðan í frá ferðast á bílaleigubíl á vegum þingsins. Þetta er yfirbót sem gengur of skammt. Ásmundur á auðvitað að sjá sóma sinn í því að segja af sér og biðja kjósendur afsökunar. Að því loknu gæti hann beðið þess að málið hefði sinn gang í kerfinu. Nú er áleitin spurning hvort akstur Ásmundar sé einangrað tilvik, eða einungis toppurinn á ísjakanum? Vonandi er það svo að hátterni Ásmundar sýni samstarfsfólk hans í þinginu í ósanngjörnu tortryggnisljósi. Eðlilegast og farsælast væri ef þingið og ráðuneytin hefðu frumkvæði að því að birta nauðsynlegar upplýsingar um þann kostnað sem þingmenn og ráðherrar varpa yfir á skattgreiðendur. Væntanlega er sá kostnaður að langstærstu réttlætanlegur. Hin leiðin er sú að fjölmiðlar taki málin í sínar hendur og fari Krísuvíkurleiðina að þessum upplýsingum. Eitt er að minnsta kosti víst. Skattgreiðendur eiga rétt á að vita hvernig fé þeirra er varið.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar