Vatnsból í hættu Líf Magneudóttir skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Við vitum öll að vatn er ein af okkar mikilvægustu auðlindum, undirstaða alls lífs á jörðinni og að án þess gætum við ekki lifað. Við sem búum á Íslandi njótum þeirra forréttinda að hafa aðgang að einna hreinasta og besta vatni í heimi. Því þurfum við að vera vakandi fyrir öllu því sem kann að hafa áhrif á vatnsból okkar, hafa með þeim reglulegt og virkt eftirlit og gera ríkar kröfur um að vernda grunnvatn vatnsverndarsvæða.Risaframkvæmd innan vatnsverndarsvæðis Um langt skeið hefur Landsnet verið að undirbúa lagningu háspennulína yfir vatnsverndarsvæði alls höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1). Slíkri framkvæmd fylgir stórfellt og óafturkræft rask og hættan á því að vatnsból okkar mengist getur orðið veruleg. Það er líka í andstöðu við ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns en þar segir í 13. gr. um grannsvæði: „Á þessu svæði skal banna notkun á hættulegum efnum og birgðageymslu slíkra efna. Hér er m.a. átt við olíu, bensín og skyld efni, salt, eiturefni til útrýmingar á skordýrum eða gróðri og önnur efni sem mengað geta grunnvatn, auk efna sem sérstaklega eru tilgreind í reglugerð um neysluvatn.“ Framkvæmdaleyfi línunnar byggir á umhverfismati sem er nær tíu ára gamalt og samkvæmt dómi Hæstaréttar uppfyllti matsferlið og umhverfisskýrslan sem lá framkvæmdunum til grundvallar ekki þann áskilnað sem gerður er í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Það hlýtur því að vera ófrávíkjanleg lágmarkskrafa að nýtt umhverfismat fari fram fyrir nýjum línulögnum þegar vatnsvernd meirihluta landsmanna er í húfi. Nú hafa öll nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, sem fara með skipulagsvald á svæðinu, gefið út framkvæmdaleyfi, þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa og umhverfisverndarsamtaka. Það segir sína sögu að nánast öll framkvæmdaleyfin hafa verið kærð.Óþörf stórframkvæmd Forsendurnar fyrir framkvæmdum háspennulínanna sem lengi hafa verið á teikniborðinu eru brostnar. Uppbyggingaráform um álbræðslu í Helguvík virðast hafa verið blásin af, engin stækkun hefur átt sér stað í Straumsvík og illa er komið fyrir kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík. Fjölgun netþjónabúa virðist einnig vera fjarlægur draumur. Þá má nefna að Hverahlíðarvirkjun og Bitruvirkjun eru ekki lengur á dagskrá og ekki heldur stækkun Reykjanesvirkjunar og virkjun í Eldvörpum. Frá því að umhverfismatið var gert fyrir tæpum tíu árum hafa ný lög um náttúruvernd tekið gildi og einnig ný samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta skiptir allt máli þegar málið er skoðað í dag í nýju ljósi. Það liggur því í augum uppi að ekki þarf að ana að neinu í lagningu línanna. Í þessu máli þarf að gæta sérstakrar og fyllstu varúðar og aðhafast ekkert sem setur vatnsból okkar í hættu. Af framangreindu má sjá að gera þarf nýtt umhverfismat og endurskoða þetta mál heildstætt og frá grunni. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa allra þeirra sem drekka vatn úr Gvendarbrunnum að svo sé gert?Höfundur er forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Líf Magneudóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við vitum öll að vatn er ein af okkar mikilvægustu auðlindum, undirstaða alls lífs á jörðinni og að án þess gætum við ekki lifað. Við sem búum á Íslandi njótum þeirra forréttinda að hafa aðgang að einna hreinasta og besta vatni í heimi. Því þurfum við að vera vakandi fyrir öllu því sem kann að hafa áhrif á vatnsból okkar, hafa með þeim reglulegt og virkt eftirlit og gera ríkar kröfur um að vernda grunnvatn vatnsverndarsvæða.Risaframkvæmd innan vatnsverndarsvæðis Um langt skeið hefur Landsnet verið að undirbúa lagningu háspennulína yfir vatnsverndarsvæði alls höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1). Slíkri framkvæmd fylgir stórfellt og óafturkræft rask og hættan á því að vatnsból okkar mengist getur orðið veruleg. Það er líka í andstöðu við ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns en þar segir í 13. gr. um grannsvæði: „Á þessu svæði skal banna notkun á hættulegum efnum og birgðageymslu slíkra efna. Hér er m.a. átt við olíu, bensín og skyld efni, salt, eiturefni til útrýmingar á skordýrum eða gróðri og önnur efni sem mengað geta grunnvatn, auk efna sem sérstaklega eru tilgreind í reglugerð um neysluvatn.“ Framkvæmdaleyfi línunnar byggir á umhverfismati sem er nær tíu ára gamalt og samkvæmt dómi Hæstaréttar uppfyllti matsferlið og umhverfisskýrslan sem lá framkvæmdunum til grundvallar ekki þann áskilnað sem gerður er í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Það hlýtur því að vera ófrávíkjanleg lágmarkskrafa að nýtt umhverfismat fari fram fyrir nýjum línulögnum þegar vatnsvernd meirihluta landsmanna er í húfi. Nú hafa öll nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, sem fara með skipulagsvald á svæðinu, gefið út framkvæmdaleyfi, þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa og umhverfisverndarsamtaka. Það segir sína sögu að nánast öll framkvæmdaleyfin hafa verið kærð.Óþörf stórframkvæmd Forsendurnar fyrir framkvæmdum háspennulínanna sem lengi hafa verið á teikniborðinu eru brostnar. Uppbyggingaráform um álbræðslu í Helguvík virðast hafa verið blásin af, engin stækkun hefur átt sér stað í Straumsvík og illa er komið fyrir kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík. Fjölgun netþjónabúa virðist einnig vera fjarlægur draumur. Þá má nefna að Hverahlíðarvirkjun og Bitruvirkjun eru ekki lengur á dagskrá og ekki heldur stækkun Reykjanesvirkjunar og virkjun í Eldvörpum. Frá því að umhverfismatið var gert fyrir tæpum tíu árum hafa ný lög um náttúruvernd tekið gildi og einnig ný samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta skiptir allt máli þegar málið er skoðað í dag í nýju ljósi. Það liggur því í augum uppi að ekki þarf að ana að neinu í lagningu línanna. Í þessu máli þarf að gæta sérstakrar og fyllstu varúðar og aðhafast ekkert sem setur vatnsból okkar í hættu. Af framangreindu má sjá að gera þarf nýtt umhverfismat og endurskoða þetta mál heildstætt og frá grunni. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa allra þeirra sem drekka vatn úr Gvendarbrunnum að svo sé gert?Höfundur er forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun