Minning frá Manchester Þorvaldur Gylfason skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Ég man ekki lengur hvort þau voru þrjú eða fjögur. Ég man bara að við grúfðum okkur yfir sársvangar súpuskálarnar og tókum varla eftir því þegar þau læddust inn í mötuneytið og byrjuðu að stilla hljóðfærin. Þetta var haustið 1971 í hádegisverðarhléi í félagsheimili stúdenta í Manchester. Sá sem fór fyrir þeim ávarpaði okkur með þessum orðum: Okkur langar að fá að leika fyrir ykkur nokkur lög meðan þið sitjið að snæðingi. Ég heiti Paul McCartney og þetta eru félagar mínir í bandinu sem við stofnuðum í vor leið. Hófst síðan söngurinn. Við lukum súpunni. Íslendingarnir sátu jafnan saman við borð. Elztur og reyndastur í hópnum var Kjartan Thors jarðfræðingur. Söngurinn dugði varla til að létta grámyglu hversdagsins af sótsvartri iðnaðarborginni eða til að slökkva heimþrá stúdentanna. Manchester var þá líkt og aðrar borgir Bretlands óhrein og óhrjáleg, ekki svipur hjá fyrri eða síðari sjón. Aldarfjórðungi eftir stríðslokin 1945 átti Bretland ennþá langt í land, einnig gömlu borgirnar Birmingham, Glasgow, Liverpool, Manchester o.fl., sem höfðu allar verið stórveldi á fyrri tíð. Reykjavík átti þá einnig langt í land. Malbikun gatna var skammt á veg komin. Braggar stríðsáranna settu mark sitt á bæinn öll mín uppvaxtarár þótt þeim hefði fækkað smám saman eins og Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur lýsir vel í bók sinni Undir bárujárnsboga. Nú er Manchester mesta háskólaborg Evrópu á þann hátt að hvergi annars staðar eru fleiri stúdentar saman komnir á einum stað. Allt er breytt. Nú er nuddstofa í gömlu hagfræðideildinni við Dover Street þar sem áður var bókasafn.Ekki bara tónlist … Ferill Pauls McCartney og félaga hans í Bítlunum 1960-1970 hafði verið ævintýralegur. Tónlist þeirra var fersk og frumleg og endurnýjunargleðin átti engan sinn líka. Sumir tónlistarmenn líta svo á að Igor Stravinsky, rússneska tónskáldið, hafi e.t.v. átt manna mestan þátt í að bjarga svo nefndri klassískri tónlist 20. aldar úr tröllahöndum þeirra sem sömdu helzt tónlist sem fáir vildu heyra. Sumir aðrir líta svo á að Bítlarnir hafi átt mikinn þátt í þessu. Þeir kynntu sér raftónlist og aðrar nýjungar, einnig indverska tónlist, og veittu henni inn í eigin verk. Þeir létu ekki þar við sitja. Þegar þeir héldu tónleika í Bandaríkjunum 1964-1966 mæltu þeir gegn stríðsrekstri Bandaríkjastjórnar í Víetnam, ekki að fyrra bragði, heldur með því að svara spurningum blaðamanna um málið án undandráttar. Það höfðu aðrir hryntónlistarmenn ekki gert fram að því, t.d. ekki Bob Dylan.… heldur einnig hugsjónir McCartney sagði frá því löngu síðar að til sín hefðu komið nokkrir Rússar eftir tónleika sem hann hélt á Rauða torginu í Moskvu 2003. Erindið var að þakka honum fyrir framlag hans og félaga hans til hruns kommúnismans þar eystra. Rússarnir sögðu honum upptendraðir að tjaldabaki frá hugguninni sem þeir höfðu sótt í að hlusta á smyglaðar bítlaplötur mitt í allri fátæktinni, spillingunni og vonleysinu á valdatíma kommúnista. Við vorum í viðbragðsstöðu þegar múrarnir hrundu 1989-1991, sögðu Rússarnir við McCartney. Ég hafði ekki hugsað út í þetta, sagði bassaleikarinn hrærður – hann sem hafði ort kvæði um upprisu blökkumanna í Bandaríkjunum í krafti mannréttindalaganna sem Lyndon Johnson forseti kom í gegnum þingið í Washington 1964-1965 og sungið kvæðið við fallegt lag sem hann samdi í anda Bachs. Kvæðið heitir Svartfugl (Blackbird) og hljóðar svo í lauslegri þýðingu minni:Svartfugl syngur dátt um dimma nóttBrotnir vængir hefja þig til flugsAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þessa andartaksSvartfugl syngur dátt um dimma nóttSokkin augu leyfa þér að sjáAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þess að verða frjálsFljúg svarti fugl, fljúg svarti fuglbeint inn í ljósið um biksvarta nótt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég man ekki lengur hvort þau voru þrjú eða fjögur. Ég man bara að við grúfðum okkur yfir sársvangar súpuskálarnar og tókum varla eftir því þegar þau læddust inn í mötuneytið og byrjuðu að stilla hljóðfærin. Þetta var haustið 1971 í hádegisverðarhléi í félagsheimili stúdenta í Manchester. Sá sem fór fyrir þeim ávarpaði okkur með þessum orðum: Okkur langar að fá að leika fyrir ykkur nokkur lög meðan þið sitjið að snæðingi. Ég heiti Paul McCartney og þetta eru félagar mínir í bandinu sem við stofnuðum í vor leið. Hófst síðan söngurinn. Við lukum súpunni. Íslendingarnir sátu jafnan saman við borð. Elztur og reyndastur í hópnum var Kjartan Thors jarðfræðingur. Söngurinn dugði varla til að létta grámyglu hversdagsins af sótsvartri iðnaðarborginni eða til að slökkva heimþrá stúdentanna. Manchester var þá líkt og aðrar borgir Bretlands óhrein og óhrjáleg, ekki svipur hjá fyrri eða síðari sjón. Aldarfjórðungi eftir stríðslokin 1945 átti Bretland ennþá langt í land, einnig gömlu borgirnar Birmingham, Glasgow, Liverpool, Manchester o.fl., sem höfðu allar verið stórveldi á fyrri tíð. Reykjavík átti þá einnig langt í land. Malbikun gatna var skammt á veg komin. Braggar stríðsáranna settu mark sitt á bæinn öll mín uppvaxtarár þótt þeim hefði fækkað smám saman eins og Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur lýsir vel í bók sinni Undir bárujárnsboga. Nú er Manchester mesta háskólaborg Evrópu á þann hátt að hvergi annars staðar eru fleiri stúdentar saman komnir á einum stað. Allt er breytt. Nú er nuddstofa í gömlu hagfræðideildinni við Dover Street þar sem áður var bókasafn.Ekki bara tónlist … Ferill Pauls McCartney og félaga hans í Bítlunum 1960-1970 hafði verið ævintýralegur. Tónlist þeirra var fersk og frumleg og endurnýjunargleðin átti engan sinn líka. Sumir tónlistarmenn líta svo á að Igor Stravinsky, rússneska tónskáldið, hafi e.t.v. átt manna mestan þátt í að bjarga svo nefndri klassískri tónlist 20. aldar úr tröllahöndum þeirra sem sömdu helzt tónlist sem fáir vildu heyra. Sumir aðrir líta svo á að Bítlarnir hafi átt mikinn þátt í þessu. Þeir kynntu sér raftónlist og aðrar nýjungar, einnig indverska tónlist, og veittu henni inn í eigin verk. Þeir létu ekki þar við sitja. Þegar þeir héldu tónleika í Bandaríkjunum 1964-1966 mæltu þeir gegn stríðsrekstri Bandaríkjastjórnar í Víetnam, ekki að fyrra bragði, heldur með því að svara spurningum blaðamanna um málið án undandráttar. Það höfðu aðrir hryntónlistarmenn ekki gert fram að því, t.d. ekki Bob Dylan.… heldur einnig hugsjónir McCartney sagði frá því löngu síðar að til sín hefðu komið nokkrir Rússar eftir tónleika sem hann hélt á Rauða torginu í Moskvu 2003. Erindið var að þakka honum fyrir framlag hans og félaga hans til hruns kommúnismans þar eystra. Rússarnir sögðu honum upptendraðir að tjaldabaki frá hugguninni sem þeir höfðu sótt í að hlusta á smyglaðar bítlaplötur mitt í allri fátæktinni, spillingunni og vonleysinu á valdatíma kommúnista. Við vorum í viðbragðsstöðu þegar múrarnir hrundu 1989-1991, sögðu Rússarnir við McCartney. Ég hafði ekki hugsað út í þetta, sagði bassaleikarinn hrærður – hann sem hafði ort kvæði um upprisu blökkumanna í Bandaríkjunum í krafti mannréttindalaganna sem Lyndon Johnson forseti kom í gegnum þingið í Washington 1964-1965 og sungið kvæðið við fallegt lag sem hann samdi í anda Bachs. Kvæðið heitir Svartfugl (Blackbird) og hljóðar svo í lauslegri þýðingu minni:Svartfugl syngur dátt um dimma nóttBrotnir vængir hefja þig til flugsAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þessa andartaksSvartfugl syngur dátt um dimma nóttSokkin augu leyfa þér að sjáAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þess að verða frjálsFljúg svarti fugl, fljúg svarti fuglbeint inn í ljósið um biksvarta nótt
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun