Ávinningur af styttingu vinnuvikunnar Ásmundur Einar Daðason skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Jákvæð reynsla vinnustaða sem gert hafa tilraun með að stytta vinnuvikuna hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Velferðarráðuneytið hefur stýrt sambærilegu verkefni af hálfu hins opinbera. Efnt var til þess á grundvelli viljayfirlýsingar stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga ríkisins og aðildarfélaga BSRB haustið 2015. Stofnanirnar sem taka þátt í þessu verkefni eru Ríkisskattstjóri, Útlendingastofnun, Þjóðskrá og Lögreglustjórinn á Vestfjörðum. Tilraunin er til eins árs og hófst síðastliðið vor með fækkun vinnustunda starfsfólks á þessum vinnustöðum úr 40 stundum í 36, án launaskerðingar. Markmiðið er að skoða hvort þetta leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og viðkomandi vinnustaða. Fyrir liggja erlendar rannsóknir, m.a. hjá nágrannaþjóðum, þar sem niðurstöður hafa annars vegar sýnt skaðleg áhrif af löngum vinnutíma og hins vegar að stytting vinnuvikunnar hafi jákvæð áhrif á líðan starfsfólksins og auki framleiðni. Í verkefninu eru könnuð áhrif styttri vinnutíma á gæði og hagkvæmni þjónustu vinnustaðanna og áhrifin á líðan starfsfólksins og starfsanda. Til samanburðar eru sambærilegar mælingar gerðar á fjórum öðrum vinnustöðum með svipaða starfsemi þar sem vinnuvikan er 40 stundir. Niðurstöður tveggja kannana og rýnihópa benda til mikillar ánægju með tilraunaverkefnið hjá þátttakendunum. Starfsánægja hafi aukist, líðan á vinnustað batnað, lífsgæði aukist og auðveldara sé fyrir starfsfólkið að samræma vinnu og einkalíf en á vinnustöðunum sem skoðaðir voru til samanburðar og í samanburði við mælingar sem gerðar höfðu verið á stofnununum fjórum áður en verkefnið hófst. Samkvæmt áætlun lýkur tilraunaverkefninu vorið 2018 og ættu lokaniðurstöður að liggja fyrir næsta haust. Miðað við þær upplýsingar sem þegar liggja fyrir hefur stytting vinnuvikunnar jákvæð áhrif á starfsfólk og vinnustaði. Styttingin veitir fjölskyldum svigrúm til þess að eiga fleiri gæðastundir og slíkt hlýtur að hafa góð áhrif á þjóðfélagið í heild. Þótt við getum ekki alhæft út frá þessari tilraun virðast þessar vísbendingarnar nógu skýrar til þess að við verðum að halda áfram og skoða möguleikana á styttingu vinnuvikunnar af mikilli alvöru.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Jákvæð reynsla vinnustaða sem gert hafa tilraun með að stytta vinnuvikuna hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Velferðarráðuneytið hefur stýrt sambærilegu verkefni af hálfu hins opinbera. Efnt var til þess á grundvelli viljayfirlýsingar stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga ríkisins og aðildarfélaga BSRB haustið 2015. Stofnanirnar sem taka þátt í þessu verkefni eru Ríkisskattstjóri, Útlendingastofnun, Þjóðskrá og Lögreglustjórinn á Vestfjörðum. Tilraunin er til eins árs og hófst síðastliðið vor með fækkun vinnustunda starfsfólks á þessum vinnustöðum úr 40 stundum í 36, án launaskerðingar. Markmiðið er að skoða hvort þetta leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og viðkomandi vinnustaða. Fyrir liggja erlendar rannsóknir, m.a. hjá nágrannaþjóðum, þar sem niðurstöður hafa annars vegar sýnt skaðleg áhrif af löngum vinnutíma og hins vegar að stytting vinnuvikunnar hafi jákvæð áhrif á líðan starfsfólksins og auki framleiðni. Í verkefninu eru könnuð áhrif styttri vinnutíma á gæði og hagkvæmni þjónustu vinnustaðanna og áhrifin á líðan starfsfólksins og starfsanda. Til samanburðar eru sambærilegar mælingar gerðar á fjórum öðrum vinnustöðum með svipaða starfsemi þar sem vinnuvikan er 40 stundir. Niðurstöður tveggja kannana og rýnihópa benda til mikillar ánægju með tilraunaverkefnið hjá þátttakendunum. Starfsánægja hafi aukist, líðan á vinnustað batnað, lífsgæði aukist og auðveldara sé fyrir starfsfólkið að samræma vinnu og einkalíf en á vinnustöðunum sem skoðaðir voru til samanburðar og í samanburði við mælingar sem gerðar höfðu verið á stofnununum fjórum áður en verkefnið hófst. Samkvæmt áætlun lýkur tilraunaverkefninu vorið 2018 og ættu lokaniðurstöður að liggja fyrir næsta haust. Miðað við þær upplýsingar sem þegar liggja fyrir hefur stytting vinnuvikunnar jákvæð áhrif á starfsfólk og vinnustaði. Styttingin veitir fjölskyldum svigrúm til þess að eiga fleiri gæðastundir og slíkt hlýtur að hafa góð áhrif á þjóðfélagið í heild. Þótt við getum ekki alhæft út frá þessari tilraun virðast þessar vísbendingarnar nógu skýrar til þess að við verðum að halda áfram og skoða möguleikana á styttingu vinnuvikunnar af mikilli alvöru.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar