Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2018 16:51 Þrátt fyrir höfnun stórs hluta ríkisstjórnar Trump og repúblikana á loftslagsvísindum varaði Dan Coats, forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna, við hættunni á skyndilegum loftslagsbreytingum þegar hann kom fyrir þingnefnd í gær. Vísir/AFP Skyndilegar loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu og stuðlað að hamförum, átökum og fólksflutningum. Þetta sagði yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum þegar hann gaf leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings skýrslu í gær. Orð Dan Coats, forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna, ganga þvert á skilaboð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta sem hefur gert lítið úr raunveruleika og hættunni af loftslagsbreytingum. Trump hyggst draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og hefur lýst loftslagsbreytingum sem kínversku „gabbi“. Í skriflegum vitnisburði til þingnefndarinnar lýsti Coats hættunni af „skyndilegum“ loftslagsbreytingum. „Áhrif langtímaþróunar til hlýnandi loftslags, meiri loftmengunar, minnkandi líffræðilegrar fjölbreytni og vatnsskortur er líklegur til þess að knýja áfram efnahagslega og félagslega óánægju og mögulega umrót í gegnum árið 2018,“ stóð í vitnisburði Coats, að því er segir í frétt E&E News.Ekki útilokað að breytingarnar verði skyndilegarMat leyniþjónustunnar væri að loftslagsbreytingar gætu haft í för með sér víðtæka upplausn á heimsvísu. Þannig gæti öfgafyllri veðuratburðir í hlýnandi heimi lagst á eitt með öðrum álagsþáttum og aukið hættuna á mannúðarástandi, átökum, vatns- og matarskorti, fólksflutningum, skorti á vinnuafli, verðáföllum og rafmagnsleysi. „Rannsóknir hafa ekki fundið merki um hvarfpunkta (e. Tipping points) í loftslagskerfi jarðar sem bendir til þess að möguleiki sé á skyndilegum loftslagsbreytingum,“ segir Coats. Viðvörun Coats kemur á sama tíma og ríkisstjórn Trump leggur til að skera verulega niður eða hætta algerlega við fjölda verkefna og rannsókna á sviði loftslagsmála í drögum að fjárlögum næsta árs. Umhverfisstofnun Trump hefur einnig boðað að hún hyggist afnema fjölda reglugerða sem var ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Orðið „loftslagsbreytingar“ kemur aðeins einu sinni fyrir í tillögum Trump-stjórnarinnar að fjárlögum 2019. Í heiti verkefnis sem á að leggja niður. 14. febrúar 2018 10:50 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Skyndilegar loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu og stuðlað að hamförum, átökum og fólksflutningum. Þetta sagði yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum þegar hann gaf leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings skýrslu í gær. Orð Dan Coats, forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna, ganga þvert á skilaboð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta sem hefur gert lítið úr raunveruleika og hættunni af loftslagsbreytingum. Trump hyggst draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og hefur lýst loftslagsbreytingum sem kínversku „gabbi“. Í skriflegum vitnisburði til þingnefndarinnar lýsti Coats hættunni af „skyndilegum“ loftslagsbreytingum. „Áhrif langtímaþróunar til hlýnandi loftslags, meiri loftmengunar, minnkandi líffræðilegrar fjölbreytni og vatnsskortur er líklegur til þess að knýja áfram efnahagslega og félagslega óánægju og mögulega umrót í gegnum árið 2018,“ stóð í vitnisburði Coats, að því er segir í frétt E&E News.Ekki útilokað að breytingarnar verði skyndilegarMat leyniþjónustunnar væri að loftslagsbreytingar gætu haft í för með sér víðtæka upplausn á heimsvísu. Þannig gæti öfgafyllri veðuratburðir í hlýnandi heimi lagst á eitt með öðrum álagsþáttum og aukið hættuna á mannúðarástandi, átökum, vatns- og matarskorti, fólksflutningum, skorti á vinnuafli, verðáföllum og rafmagnsleysi. „Rannsóknir hafa ekki fundið merki um hvarfpunkta (e. Tipping points) í loftslagskerfi jarðar sem bendir til þess að möguleiki sé á skyndilegum loftslagsbreytingum,“ segir Coats. Viðvörun Coats kemur á sama tíma og ríkisstjórn Trump leggur til að skera verulega niður eða hætta algerlega við fjölda verkefna og rannsókna á sviði loftslagsmála í drögum að fjárlögum næsta árs. Umhverfisstofnun Trump hefur einnig boðað að hún hyggist afnema fjölda reglugerða sem var ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Orðið „loftslagsbreytingar“ kemur aðeins einu sinni fyrir í tillögum Trump-stjórnarinnar að fjárlögum 2019. Í heiti verkefnis sem á að leggja niður. 14. febrúar 2018 10:50 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Orðið „loftslagsbreytingar“ kemur aðeins einu sinni fyrir í tillögum Trump-stjórnarinnar að fjárlögum 2019. Í heiti verkefnis sem á að leggja niður. 14. febrúar 2018 10:50