Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2018 10:47 Björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum víða um land í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði. Björgunarsveitir hafa verið að störfum í kringum höfuðborgarsvæðið og á Suðurlandi en bálhvasst er víða um land. „Fólksbíll á leið úr Reykjavík austur keyrði á bílinn á þó nokkrum hraða en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega og farþegarnir úr bílunum eru á leiðinni á sjúkrahús,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Björgunarsveitarbílnum var lagt við gatnamótin hjá Þrengslunum þar sem Hellisheiði var lokuð vegna veðurs en hægt var að keyra Þrengslin. „Svo gerðist það rétt eftir að það var keyrt á þenann björgunarsveitarbíl að þó nokkrir bílar lenda í vanda í Þrengslunum. Í kjölfarið var Þrengslunum lokað og er verið að aðstoða bíla þar,“ segir Davíð Már. Vegirnir um Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðir en björgunarsveitarmenn hafa einnig verið aðstoða ökumenn í vandræðum á Kjalarnesi.Vindaspá Veðurstofunnar klukkan 10 í morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands.Þá hafa nokkrir ökumenn lent í vandræðum í Fljótshlíð á Suðurlandi auk þess sem björgunarsveitir aðstoðuðu við að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu. Þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni hefur verið lokaður frá því snemma í morgun og hafa fá verkefni borist björgunarsveitum þaðan. „Okkar fólk fór í lokanir klukkan fimm í morgun í Öræfasveit. Það er kannski hægt að draga ályktun af því að þar var farið í harðar lokanir snemma og þar af leiðandi hefur kannski ekki verið mikið vesen þar,“ segir Davíð Már.Færð og aðstæður á vegumHálkublettir og skafrenningur er á Reykjanesbraut og á Höfuðborgarsvæðinu. Hálka og skafrenningur er á Kjalarnesi. Þæfingsfærð er frá Þorlákshöfn að Selvoga. Hálka og skafrenningur er á Suðurstrandarvegi. Þungfært og skafrenningur er á Krýsurvíkurvegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka, snjóþekja eða þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafreningur er frá Hvolsvelli að Þjórsá. Þungfært á Kjósarskarðsvegi. Ófært er í Landeyjum og í Fljótshlíð. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða þæfingur á flestum leiðum og eitthvað um skafrenning á fjallvegum. Þungfært og mjög hvasst er við Hafursfell og á Vatnaleið. Ófært er á Útnessvegi. Vestfjörðum er snjóþekja, hálka. eða þæfingur. Fjallvegir á sunnanverðum Vestfjörðum eru ófæri og beðið með mokstur. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsjarðarheiði, Þröskuldum. Ófært og Gemlufallsheiði. Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og eitthvað um éljagang. Veður Tengdar fréttir Skólahald fellur niður á Kjalarnesi Óttast er að veginum um Kjalarnes verði lokað. 14. febrúar 2018 07:11 Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði. Björgunarsveitir hafa verið að störfum í kringum höfuðborgarsvæðið og á Suðurlandi en bálhvasst er víða um land. „Fólksbíll á leið úr Reykjavík austur keyrði á bílinn á þó nokkrum hraða en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega og farþegarnir úr bílunum eru á leiðinni á sjúkrahús,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Björgunarsveitarbílnum var lagt við gatnamótin hjá Þrengslunum þar sem Hellisheiði var lokuð vegna veðurs en hægt var að keyra Þrengslin. „Svo gerðist það rétt eftir að það var keyrt á þenann björgunarsveitarbíl að þó nokkrir bílar lenda í vanda í Þrengslunum. Í kjölfarið var Þrengslunum lokað og er verið að aðstoða bíla þar,“ segir Davíð Már. Vegirnir um Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðir en björgunarsveitarmenn hafa einnig verið aðstoða ökumenn í vandræðum á Kjalarnesi.Vindaspá Veðurstofunnar klukkan 10 í morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands.Þá hafa nokkrir ökumenn lent í vandræðum í Fljótshlíð á Suðurlandi auk þess sem björgunarsveitir aðstoðuðu við að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu. Þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni hefur verið lokaður frá því snemma í morgun og hafa fá verkefni borist björgunarsveitum þaðan. „Okkar fólk fór í lokanir klukkan fimm í morgun í Öræfasveit. Það er kannski hægt að draga ályktun af því að þar var farið í harðar lokanir snemma og þar af leiðandi hefur kannski ekki verið mikið vesen þar,“ segir Davíð Már.Færð og aðstæður á vegumHálkublettir og skafrenningur er á Reykjanesbraut og á Höfuðborgarsvæðinu. Hálka og skafrenningur er á Kjalarnesi. Þæfingsfærð er frá Þorlákshöfn að Selvoga. Hálka og skafrenningur er á Suðurstrandarvegi. Þungfært og skafrenningur er á Krýsurvíkurvegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka, snjóþekja eða þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafreningur er frá Hvolsvelli að Þjórsá. Þungfært á Kjósarskarðsvegi. Ófært er í Landeyjum og í Fljótshlíð. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða þæfingur á flestum leiðum og eitthvað um skafrenning á fjallvegum. Þungfært og mjög hvasst er við Hafursfell og á Vatnaleið. Ófært er á Útnessvegi. Vestfjörðum er snjóþekja, hálka. eða þæfingur. Fjallvegir á sunnanverðum Vestfjörðum eru ófæri og beðið með mokstur. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsjarðarheiði, Þröskuldum. Ófært og Gemlufallsheiði. Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og eitthvað um éljagang.
Veður Tengdar fréttir Skólahald fellur niður á Kjalarnesi Óttast er að veginum um Kjalarnes verði lokað. 14. febrúar 2018 07:11 Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Skólahald fellur niður á Kjalarnesi Óttast er að veginum um Kjalarnes verði lokað. 14. febrúar 2018 07:11
Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55