Ný lægð á leiðinni: Umferðin gæti gengið hægt á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 15:43 Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, fer að snjóa frá lægðinni á Suðausturlandi í kvöld og hún kemur síðan inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. vísir/hanna Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Kuldapollur yfir Kanada sendir tvær lægðir til okkar nú í vikunni. Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, fer að snjóa frá lægðinni á Suðausturlandi í kvöld og hún kemur síðan inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. „Það snjóar í einhverja klukkutíma en kannski ekki mjög lengi á hverjum stað. Til dæmis í höfuðborginni er útlit fyrir að það verði snjókoma seint í nótt, snemma í fyrramálið og svo fer það yfir í él. Þetta verður talsverður blástur á morgun en það fer að lægja í eftirmiðdaginn og þá gengur veðrið niður,“ segir Haraldur.Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Það er því vissara fyrir höfuðborgarbúa gefa sér meiri tíma í umferðinni í fyrramálið þar sem hún gæti gengið hægt í snjónum. Aðspurður hvort að lægðin muni hafa áhrif um allt land segir Haraldur svo vera. „Það er nóg af lausamjöl þannig að það er alls staðar einhver skafrenningur og mjög víða einhver snjókoma þó að það snjói ekki lengi á hverjum stað. Skafrenningurinn gerir það náttúrulega að verkum að færðin verður trúlega mjög erfið,“ segir Haraldur. Á miðvikudag er síðan von á annarri lægð með hvassri austanátt en Haraldur segir að úrkoma sem fylgi henni verði sennilega aðallega á austurhluta landi, Suðausturlandi og Austurlandi. Ekki sé útlit fyrir að það verði nein snjókoma að ráði vestanlands.En hvað veldur þessum lægðagangi nú? „Það er kuldapollur vestur af okkur, aðallega yfir Kanada og vestur af Grænlandi, sem stýrir dálítið lægðunum hingað til okkar,“ segir Haraldur. Það er síðan rólegra veður í kortunum síðari hluta vikunnar en spáin getur auðvitað breyst þegar líður á vikuna. Veður Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Kuldapollur yfir Kanada sendir tvær lægðir til okkar nú í vikunni. Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, fer að snjóa frá lægðinni á Suðausturlandi í kvöld og hún kemur síðan inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. „Það snjóar í einhverja klukkutíma en kannski ekki mjög lengi á hverjum stað. Til dæmis í höfuðborginni er útlit fyrir að það verði snjókoma seint í nótt, snemma í fyrramálið og svo fer það yfir í él. Þetta verður talsverður blástur á morgun en það fer að lægja í eftirmiðdaginn og þá gengur veðrið niður,“ segir Haraldur.Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Það er því vissara fyrir höfuðborgarbúa gefa sér meiri tíma í umferðinni í fyrramálið þar sem hún gæti gengið hægt í snjónum. Aðspurður hvort að lægðin muni hafa áhrif um allt land segir Haraldur svo vera. „Það er nóg af lausamjöl þannig að það er alls staðar einhver skafrenningur og mjög víða einhver snjókoma þó að það snjói ekki lengi á hverjum stað. Skafrenningurinn gerir það náttúrulega að verkum að færðin verður trúlega mjög erfið,“ segir Haraldur. Á miðvikudag er síðan von á annarri lægð með hvassri austanátt en Haraldur segir að úrkoma sem fylgi henni verði sennilega aðallega á austurhluta landi, Suðausturlandi og Austurlandi. Ekki sé útlit fyrir að það verði nein snjókoma að ráði vestanlands.En hvað veldur þessum lægðagangi nú? „Það er kuldapollur vestur af okkur, aðallega yfir Kanada og vestur af Grænlandi, sem stýrir dálítið lægðunum hingað til okkar,“ segir Haraldur. Það er síðan rólegra veður í kortunum síðari hluta vikunnar en spáin getur auðvitað breyst þegar líður á vikuna.
Veður Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira