Nýrri Evrópulöggjöf ætlað að skapa sameiginlegan markað í fjármálaþjónustu Hersir Aron Ólafsson og Ingvar Þór Björnsson skrifa 11. febrúar 2018 15:21 Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna. RB Íslensk fjármálafyrirtæki þurfa að búa sig undir stóraukna erlenda samkeppni á næstu árum. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að skapa sameiginlegan evrópskan markað í fjármálaþjónustu. Stefnt er að því að hin nýja tilskipun verði að lögum í EES-ríkjum, þ.á.m. Íslandi, núna í ár. Tilskipunin snýr sérstaklega að greiðsluþjónustu, en Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir von á miklum breytingum á því sviði. „Markmiðið með þessum nýju lögum er að auka samkeppni á markaði og neytendavernd og ýta undir nýsköpun með að gera nýjum aðilum auðveldara að bjóða upp á alls konar fjártækniþjónustu,“ segir Friðrik. Þannig hafa svokölluð fjártæknifyrirtæki þegar haslað sér völl hér á landi og sinna ýmsu sem áður var mestmegnis í höndum viðskiptabanka og greiðslukortafyrirtækja. Í dag má m.a. framkvæma greiðslur í gegnum smáforritin AUR og KASS, taka ýmiss konar lán hjá Framtíðinni og hafa heildaryfirsýn yfir fjármálin hjá Meniga – svo dæmi séu tekin. Friðrik bendir hins vegar á að stóra samkeppnin muni á næstu árum líklega koma erlendis frá – og því raunhæft að íslenskir aðilar þurfi í náinni framtíð í auknum mæli að kljást við risa á borð við Amazon og Paypal. „Það er kannski lykillinn í þessu að það er verið að búa til samevrópskan markað fyrir fjármálaþjónustu og í rauninni er verið að móta framtíðina og opna fjármálamarkaðinn,“ segir hann. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að samhliða því sem hagur neytenda vænkist með aukinni samkeppni skapi hinn opni markaður einnig miklar áskoranir fyrir eftirlitsaðila. „Það er upplýsingaöryggi, það er hætta á einhvers konar þjóðhagsvarúðaráhættum, það er hætta varðandi varnir gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti,“ segir Jón. Jón Þór segir því að yfirvöld þurfi að vera búin undir breytta tíma, enda verði margir hinna nýju aðila á markaði ólíkir núverandi bankastofnunum og kortafyrirtækjum – og krefjist því annars konar eftirlits. „Þetta er mjög fjölbreytt flóra af fyrirtækjum sem hafa áhuga á að hasla sér völl og veita fjölbreyttari eða sérhæfðari fjármálaþjónustu sem falla ekkert endilega að hefðbundna regluverkinu sem miðast að miklu leyti við stóra heildstæða banka,“ segir hann. Neytendur Viðskipti Tengdar fréttir Bankar lækka kostnað með nýjum kerfum Bankastjóri Landsbankans segir ný innlána- og greiðslukerfi, sem bankinn tekur í notkun síðar í mánuðinum, geta leitt til hagræðingar í rekstri bankakerfisins. 9. nóvember 2017 08:00 Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Íslensk fjármálafyrirtæki þurfa að búa sig undir stóraukna erlenda samkeppni á næstu árum. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að skapa sameiginlegan evrópskan markað í fjármálaþjónustu. Stefnt er að því að hin nýja tilskipun verði að lögum í EES-ríkjum, þ.á.m. Íslandi, núna í ár. Tilskipunin snýr sérstaklega að greiðsluþjónustu, en Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir von á miklum breytingum á því sviði. „Markmiðið með þessum nýju lögum er að auka samkeppni á markaði og neytendavernd og ýta undir nýsköpun með að gera nýjum aðilum auðveldara að bjóða upp á alls konar fjártækniþjónustu,“ segir Friðrik. Þannig hafa svokölluð fjártæknifyrirtæki þegar haslað sér völl hér á landi og sinna ýmsu sem áður var mestmegnis í höndum viðskiptabanka og greiðslukortafyrirtækja. Í dag má m.a. framkvæma greiðslur í gegnum smáforritin AUR og KASS, taka ýmiss konar lán hjá Framtíðinni og hafa heildaryfirsýn yfir fjármálin hjá Meniga – svo dæmi séu tekin. Friðrik bendir hins vegar á að stóra samkeppnin muni á næstu árum líklega koma erlendis frá – og því raunhæft að íslenskir aðilar þurfi í náinni framtíð í auknum mæli að kljást við risa á borð við Amazon og Paypal. „Það er kannski lykillinn í þessu að það er verið að búa til samevrópskan markað fyrir fjármálaþjónustu og í rauninni er verið að móta framtíðina og opna fjármálamarkaðinn,“ segir hann. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að samhliða því sem hagur neytenda vænkist með aukinni samkeppni skapi hinn opni markaður einnig miklar áskoranir fyrir eftirlitsaðila. „Það er upplýsingaöryggi, það er hætta á einhvers konar þjóðhagsvarúðaráhættum, það er hætta varðandi varnir gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti,“ segir Jón. Jón Þór segir því að yfirvöld þurfi að vera búin undir breytta tíma, enda verði margir hinna nýju aðila á markaði ólíkir núverandi bankastofnunum og kortafyrirtækjum – og krefjist því annars konar eftirlits. „Þetta er mjög fjölbreytt flóra af fyrirtækjum sem hafa áhuga á að hasla sér völl og veita fjölbreyttari eða sérhæfðari fjármálaþjónustu sem falla ekkert endilega að hefðbundna regluverkinu sem miðast að miklu leyti við stóra heildstæða banka,“ segir hann.
Neytendur Viðskipti Tengdar fréttir Bankar lækka kostnað með nýjum kerfum Bankastjóri Landsbankans segir ný innlána- og greiðslukerfi, sem bankinn tekur í notkun síðar í mánuðinum, geta leitt til hagræðingar í rekstri bankakerfisins. 9. nóvember 2017 08:00 Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Bankar lækka kostnað með nýjum kerfum Bankastjóri Landsbankans segir ný innlána- og greiðslukerfi, sem bankinn tekur í notkun síðar í mánuðinum, geta leitt til hagræðingar í rekstri bankakerfisins. 9. nóvember 2017 08:00
Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent