Björgunaraðilar unnið þrekvirki við að koma fólki til byggða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2018 23:15 Björgunarsveitir hafa aðstoðað fjölda fólks á vegum úti í dag. Vísir/Jói K. Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi hafa aðstoðað fólk í hátt á annað hundrað bílum í dag til byggða vegna veðurs. Enn sitja bílar fastir og er líklegt að aðgerðir standi yfir fram á nótt. „Menn hafa unnið þrekvirki í að leysa þau mál,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við Vísi. Um 300 björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í dag vegna veðursins. Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð á Selfossi en þangað voru fluttir sex erlendir ferðamenn sem festu bíla sína í nærsveitum Selfoss. Þá hefur töluverður fjöldi fólks fest bíla sína í grennd við Reykholt og er verið að opna fjöldahjálparstöð í Aratungu.„Þar er dálítil bílalest sem er stopp, meðal annars tvær rútur. Mokstursbíll sem fór frá Selfossi þarna upp eftir varð frá af hverfa út af snjómagni. Veghefill er á leiðinni upp eftir og þá vonandi greiðist úr þessu,“ segir Oddur.Eins og sjá má er allt rautt á Suðurlandi.VegagerðinMeira og minna allir vegir ófærir Þá eru nokkrir bílar fastir upp á Lyngdalsheiði, þar á meðal ein rúta. Er verið að vinna að því að koma þeim til aðstoðar.„Snjóbíll sem fór þangað til aðstoðar missti belti þannig að það er verið að koma bæði vistum til þess fólks og aðstoð með öðrum hætti,“ segir Oddur. Reiknar hann með að um fjóra til sex tíma þurfi til þess að koma þeim sem fastir eru á þessum stöðum til byggða.„Þetta eru þau verkefni sem eru eftir núna en ég veðja á það að það verði fram eftir nóttu eitthvað svona eitt og eitt sem muni koma upp á,“ segir Oddur.Búið er að loka vegum víða á Suðurlandi vegna veðurs og segir Oddur að meira og minna séu allir vegir í Árnessýslu ófærir vegna veðurs.Lokað var fyrir umferð á Vesturlandsvegi við Kjalarnes.Björgunarsveitin Kjölur„Það er mjög hvasst og mikill skafrenningur en það er ekki úrkoma. Það er fyrst og fremst skafrenningurinn sem veldur bæði blindu og þegar það stoppar bíll þá skefur að honum ansi fljótt,“ segir Oddur. Telur Oddur að stærstur hluti þeirra sem lögregla og björgunarsveitir hafi aðstoðað í dag séu erlendir ferðamenn. Flestir sé ágætlega útbúnir til vetrarfærðar en það stoði lítið þegar veðrið sé svona. „Menn eru útbúnir til vetrarfærðar en við þessar aðstæður er það nokkuð sama hvernig þú ert, ef þú ert ekki á fullútbúnum græjum og búinn til fjallferða ertu bara í veseni. Það er ekki nema einhver stoppi fyrir framan þig og þá ertu í vandræðum,“ segir Oddur. Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Selfossi verður áfram opin. 10. febrúar 2018 21:06 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi hafa aðstoðað fólk í hátt á annað hundrað bílum í dag til byggða vegna veðurs. Enn sitja bílar fastir og er líklegt að aðgerðir standi yfir fram á nótt. „Menn hafa unnið þrekvirki í að leysa þau mál,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við Vísi. Um 300 björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í dag vegna veðursins. Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð á Selfossi en þangað voru fluttir sex erlendir ferðamenn sem festu bíla sína í nærsveitum Selfoss. Þá hefur töluverður fjöldi fólks fest bíla sína í grennd við Reykholt og er verið að opna fjöldahjálparstöð í Aratungu.„Þar er dálítil bílalest sem er stopp, meðal annars tvær rútur. Mokstursbíll sem fór frá Selfossi þarna upp eftir varð frá af hverfa út af snjómagni. Veghefill er á leiðinni upp eftir og þá vonandi greiðist úr þessu,“ segir Oddur.Eins og sjá má er allt rautt á Suðurlandi.VegagerðinMeira og minna allir vegir ófærir Þá eru nokkrir bílar fastir upp á Lyngdalsheiði, þar á meðal ein rúta. Er verið að vinna að því að koma þeim til aðstoðar.„Snjóbíll sem fór þangað til aðstoðar missti belti þannig að það er verið að koma bæði vistum til þess fólks og aðstoð með öðrum hætti,“ segir Oddur. Reiknar hann með að um fjóra til sex tíma þurfi til þess að koma þeim sem fastir eru á þessum stöðum til byggða.„Þetta eru þau verkefni sem eru eftir núna en ég veðja á það að það verði fram eftir nóttu eitthvað svona eitt og eitt sem muni koma upp á,“ segir Oddur.Búið er að loka vegum víða á Suðurlandi vegna veðurs og segir Oddur að meira og minna séu allir vegir í Árnessýslu ófærir vegna veðurs.Lokað var fyrir umferð á Vesturlandsvegi við Kjalarnes.Björgunarsveitin Kjölur„Það er mjög hvasst og mikill skafrenningur en það er ekki úrkoma. Það er fyrst og fremst skafrenningurinn sem veldur bæði blindu og þegar það stoppar bíll þá skefur að honum ansi fljótt,“ segir Oddur. Telur Oddur að stærstur hluti þeirra sem lögregla og björgunarsveitir hafi aðstoðað í dag séu erlendir ferðamenn. Flestir sé ágætlega útbúnir til vetrarfærðar en það stoði lítið þegar veðrið sé svona. „Menn eru útbúnir til vetrarfærðar en við þessar aðstæður er það nokkuð sama hvernig þú ert, ef þú ert ekki á fullútbúnum græjum og búinn til fjallferða ertu bara í veseni. Það er ekki nema einhver stoppi fyrir framan þig og þá ertu í vandræðum,“ segir Oddur.
Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Selfossi verður áfram opin. 10. febrúar 2018 21:06 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29
Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Selfossi verður áfram opin. 10. febrúar 2018 21:06
Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39