„Einu sinni pólitíkus, alltaf pólitíkus" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 19:30 Miðflokkurinn mun bjóða fram lista víða um land í sveitastjórnarkosningunum að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem sótti fyrsta flokksráðsfund flokksins í dag. Borgarstjóraefnið Vigdís Hauksdóttir, segir markmiðið að ná að minnsta kosti fjórum borgarstjórnarfulltrúum. Þingmenn Miðflokksins sáu um ræðuhöldin á fyrsta flokksráðsfundi flokksins í dag sökum veikinda formannsins sem lofaði í staðinn þéttri stefnuræðu á landsþinginu í mars. Gunnar Bragi Sveinsson skaut fast á ríkisstjórnina. „Þetta er sósíalistastjórn í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks," sagði hann. „Enda ef við lesum stjórnarsáttmálann þá er þetta einhver moðsuða ekki neitt. Þetta er moðsuða um völd, um stóla. Það er ekkert af stefnumálum Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks inni í þessum sáttmála," sagði Gunnar Bragi á fundinum í dag. Formaðurinn sagði verkaskiptingu innan flokksins vera meðal helstu verkefna fundarins. „Verst að ég sjálfur er frekar slappur. Þetta er svona eins og að vera lasinn á jólunum," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Miðflokkurinn hyggst tefla fram listum í sveitastjórnarkosningunum í vor en í gærkvöldi var Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, kynnt sem borgarstjórnarefni. „Víða um land eru menn að undirbúa framboð til sveitastjórna og ég held að við verðum með marga flotta lista í þessum kosningum og mikla stemningu. Ætlum að hafa gaman að þessu og ná árangri í samræmi við það," segir Sigmundur Davíð. Vigdís hyggur á stórsókn. „Ég treysti mér til þess að við náum fjórum til sex borgarfulltrúum," segir hún. Það verður að stöðva þessa skuldasöfnun sem er búið að koma borginni í og ég hef verið að tala um það hér í dag að það verða ekki nein útgjalda kosningaloforð af hendi Miðflokksins nema það komi sparnaður á móti," segir Vigdís. Hún sóttist ekki eftir endurkjöri í Alþingiskosningunum 2016 og segist hafa saknað stjórnmálanna. „Það segja nú einhverjir: „Einu sinni pólitíkus, alltaf pólitíkus." Ég hef haft brennandi áhuga á stjórnmálum frá því að ég var ung," segir Vigdís. Ekki kom til greina að slást í raðir Framsóknarmanna í borginni. „Þegar þessar sviptingar áttu sér stað innan Framsóknarflokksins var það aldrei neinn vafi hjá mér hvorum formanninum ég myndi fylgja og ég gekk leiðina með Sigmundi Davíð," segir Vigdís. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís leiðir Miðflokkinn í borginni Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. 9. febrúar 2018 20:44 Boðar sigur sem tekið verður eftir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum í Reykjavík. 10. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Miðflokkurinn mun bjóða fram lista víða um land í sveitastjórnarkosningunum að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem sótti fyrsta flokksráðsfund flokksins í dag. Borgarstjóraefnið Vigdís Hauksdóttir, segir markmiðið að ná að minnsta kosti fjórum borgarstjórnarfulltrúum. Þingmenn Miðflokksins sáu um ræðuhöldin á fyrsta flokksráðsfundi flokksins í dag sökum veikinda formannsins sem lofaði í staðinn þéttri stefnuræðu á landsþinginu í mars. Gunnar Bragi Sveinsson skaut fast á ríkisstjórnina. „Þetta er sósíalistastjórn í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks," sagði hann. „Enda ef við lesum stjórnarsáttmálann þá er þetta einhver moðsuða ekki neitt. Þetta er moðsuða um völd, um stóla. Það er ekkert af stefnumálum Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks inni í þessum sáttmála," sagði Gunnar Bragi á fundinum í dag. Formaðurinn sagði verkaskiptingu innan flokksins vera meðal helstu verkefna fundarins. „Verst að ég sjálfur er frekar slappur. Þetta er svona eins og að vera lasinn á jólunum," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Miðflokkurinn hyggst tefla fram listum í sveitastjórnarkosningunum í vor en í gærkvöldi var Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, kynnt sem borgarstjórnarefni. „Víða um land eru menn að undirbúa framboð til sveitastjórna og ég held að við verðum með marga flotta lista í þessum kosningum og mikla stemningu. Ætlum að hafa gaman að þessu og ná árangri í samræmi við það," segir Sigmundur Davíð. Vigdís hyggur á stórsókn. „Ég treysti mér til þess að við náum fjórum til sex borgarfulltrúum," segir hún. Það verður að stöðva þessa skuldasöfnun sem er búið að koma borginni í og ég hef verið að tala um það hér í dag að það verða ekki nein útgjalda kosningaloforð af hendi Miðflokksins nema það komi sparnaður á móti," segir Vigdís. Hún sóttist ekki eftir endurkjöri í Alþingiskosningunum 2016 og segist hafa saknað stjórnmálanna. „Það segja nú einhverjir: „Einu sinni pólitíkus, alltaf pólitíkus." Ég hef haft brennandi áhuga á stjórnmálum frá því að ég var ung," segir Vigdís. Ekki kom til greina að slást í raðir Framsóknarmanna í borginni. „Þegar þessar sviptingar áttu sér stað innan Framsóknarflokksins var það aldrei neinn vafi hjá mér hvorum formanninum ég myndi fylgja og ég gekk leiðina með Sigmundi Davíð," segir Vigdís.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís leiðir Miðflokkinn í borginni Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. 9. febrúar 2018 20:44 Boðar sigur sem tekið verður eftir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum í Reykjavík. 10. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Vigdís leiðir Miðflokkinn í borginni Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. 9. febrúar 2018 20:44
Boðar sigur sem tekið verður eftir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum í Reykjavík. 10. febrúar 2018 07:00