Lífið, litlu börnin og kjör almennings Guðríður Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2018 10:15 Árið 1998 voru 40,3% leikskólabarna hér á landi að meðaltali átta tíma eða lengur í leik-skóla, en árið 2016 var meðaltalshlutfallið komið í 87,3%. Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) frá 2016 vitnar um met Íslendinga í dvalartíma leikskólabarna í leikskólum, bæði í dagafjölda og klukkutímum. Hér á landi er næstum því þrefalt algengara að börn á leikskólaaldri fái tauga- og geðlyf en í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Er það svona sem við viljum búa að börnunum okkar? Samvera barns með foreldrum sínum sem eyðir þetta löngum tíma í leikskóla er lítil og væntanlega bitnar þreyta barnsins og annarra í fjölskyldunni á gæðum samverunnar. Lífið er núna. Við eigum að njóta barnanna okkar á meðan þau eru lítil. Ekkert er betra fyrir lítið barn en gæðastundir með fjölskyldunni. Það fylgir því álag fyrir lítil kríli að eyða öllum deginum innan veggja skólans í allt of litlu rými þar sem hljóðvist er yfir öllum eðlilegum mörkum. Það er ekki langsótt að ætla að þessi líðan barna tengist að einhverju leyti aðstæðum þeirra. Lífstíll og láglaunastefna hefur væntanlega orðið til þess að börn eru þetta lengi í leikskóla og reyndar á þetta við um grunnskólann líka. Nú þegar rætt er um forsendur kjarasamninga – um kjör og aðbúnað almennings megum við ekki gleyma þeim sem mestu máli skipta. Börnunum okkar. Hluti af því að búa betur að börnunum okkar er að stytta vinnudaginn og þannig fjölga samverustundum fjölskyldunnar. Það er mál sem samfélagið allt þarf að taka höndum saman um og þar hlýtur verkalýðshreyfingin að fara fremst í flokki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Árið 1998 voru 40,3% leikskólabarna hér á landi að meðaltali átta tíma eða lengur í leik-skóla, en árið 2016 var meðaltalshlutfallið komið í 87,3%. Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) frá 2016 vitnar um met Íslendinga í dvalartíma leikskólabarna í leikskólum, bæði í dagafjölda og klukkutímum. Hér á landi er næstum því þrefalt algengara að börn á leikskólaaldri fái tauga- og geðlyf en í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Er það svona sem við viljum búa að börnunum okkar? Samvera barns með foreldrum sínum sem eyðir þetta löngum tíma í leikskóla er lítil og væntanlega bitnar þreyta barnsins og annarra í fjölskyldunni á gæðum samverunnar. Lífið er núna. Við eigum að njóta barnanna okkar á meðan þau eru lítil. Ekkert er betra fyrir lítið barn en gæðastundir með fjölskyldunni. Það fylgir því álag fyrir lítil kríli að eyða öllum deginum innan veggja skólans í allt of litlu rými þar sem hljóðvist er yfir öllum eðlilegum mörkum. Það er ekki langsótt að ætla að þessi líðan barna tengist að einhverju leyti aðstæðum þeirra. Lífstíll og láglaunastefna hefur væntanlega orðið til þess að börn eru þetta lengi í leikskóla og reyndar á þetta við um grunnskólann líka. Nú þegar rætt er um forsendur kjarasamninga – um kjör og aðbúnað almennings megum við ekki gleyma þeim sem mestu máli skipta. Börnunum okkar. Hluti af því að búa betur að börnunum okkar er að stytta vinnudaginn og þannig fjölga samverustundum fjölskyldunnar. Það er mál sem samfélagið allt þarf að taka höndum saman um og þar hlýtur verkalýðshreyfingin að fara fremst í flokki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun