Bílstjórinn gleymdi fatlaðri konu úti í bíl Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í gærmorgun. Bílstjórinn fór í kaffi á meðan hún sat ein og yfirgefin í bílnum. Vísir/stefán Mikið fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í gærmorgun þegar átti að skutla henni til vinnu. Bílstjórinn mun hafa farið heim í kaffipásu þegar uppgötvaðist að konan væri yfirgefin úti í bíl hjá honum. Málið er litið mjög alvarlegum augum. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest að konan var sótt af bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra á sambýlið Vættaborgir í Grafarvogi í gærmorgun. Af heimili hennar átti að skutla henni til vinnu í Lækjarási, vinnustað fyrir fatlaða í Fossvoginum. Konan skilaði sér hins vegar ekki til vinnu og fóru þá verkferlar í gang hjá Lækjarási og farið að grennslast fyrir um ferðir konunnar.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Fljótlega fengust þau svör að konan hefði verið sótt á sambýlið og við nánari eftirgrennslan fannst hún ein og yfirgefin í bílnum, þar sem hún hafði mátt sitja meðan bílstjórinn var í kaffi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið litið alvarlegum augum og allir sem að því komu í áfalli. Konan notast við hjólastól, er mjög flogaveik og sögð geta fengið stór flog hvenær sem er. Hún sé af þeim sökum til dæmis aldrei skilin eftir ein og eftirlitslaus í vinnunni. Blessunarlega varð konunni ekki meint af þessari miklu yfirsjón bílstjórans og var henni á endanum komið til vinnu í Lækjarási.Gripið til aðgerða Strætó bs. sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík en verktakar sinna akstursþjónustunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem manneskja gleymist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra en slíkt atvik kom upp í febrúar 2015 þegar 18 ára stúlka, sem lýst hafði verið eftir fannst í bíl við heimili bílstjórans um kvöld. Hafði hún þá mátt dúsa þar í nokkrar klukkustundir. Það atvik vakti mjög hörð viðbrögð og var í kjölfarið skipuð neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra sem skilaði skýrslu um málið í mars 2015. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var skjótt brugðist við málinu hjá Strætó í gærmorgun og gripið til aðgerða gagnvart bílstjóranum. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, gat ekki tjáð sig um málið þar sem hann var í leyfi og hafði því ekki heyrt af því. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, segir að þar á bæ hafi viðbrögðin verið að hlúa að konunni. Þrátt fyrir alvarleika atviksins segir hún akstursþjónustuna hafa batnað mikið eftir erfiða byrjun á sínum tíma og atvik sem þessi fátíð. „En þetta er eitthvað sem á ekki að gerast.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Mikið fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í gærmorgun þegar átti að skutla henni til vinnu. Bílstjórinn mun hafa farið heim í kaffipásu þegar uppgötvaðist að konan væri yfirgefin úti í bíl hjá honum. Málið er litið mjög alvarlegum augum. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest að konan var sótt af bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra á sambýlið Vættaborgir í Grafarvogi í gærmorgun. Af heimili hennar átti að skutla henni til vinnu í Lækjarási, vinnustað fyrir fatlaða í Fossvoginum. Konan skilaði sér hins vegar ekki til vinnu og fóru þá verkferlar í gang hjá Lækjarási og farið að grennslast fyrir um ferðir konunnar.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Fljótlega fengust þau svör að konan hefði verið sótt á sambýlið og við nánari eftirgrennslan fannst hún ein og yfirgefin í bílnum, þar sem hún hafði mátt sitja meðan bílstjórinn var í kaffi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið litið alvarlegum augum og allir sem að því komu í áfalli. Konan notast við hjólastól, er mjög flogaveik og sögð geta fengið stór flog hvenær sem er. Hún sé af þeim sökum til dæmis aldrei skilin eftir ein og eftirlitslaus í vinnunni. Blessunarlega varð konunni ekki meint af þessari miklu yfirsjón bílstjórans og var henni á endanum komið til vinnu í Lækjarási.Gripið til aðgerða Strætó bs. sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík en verktakar sinna akstursþjónustunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem manneskja gleymist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra en slíkt atvik kom upp í febrúar 2015 þegar 18 ára stúlka, sem lýst hafði verið eftir fannst í bíl við heimili bílstjórans um kvöld. Hafði hún þá mátt dúsa þar í nokkrar klukkustundir. Það atvik vakti mjög hörð viðbrögð og var í kjölfarið skipuð neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra sem skilaði skýrslu um málið í mars 2015. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var skjótt brugðist við málinu hjá Strætó í gærmorgun og gripið til aðgerða gagnvart bílstjóranum. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, gat ekki tjáð sig um málið þar sem hann var í leyfi og hafði því ekki heyrt af því. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, segir að þar á bæ hafi viðbrögðin verið að hlúa að konunni. Þrátt fyrir alvarleika atviksins segir hún akstursþjónustuna hafa batnað mikið eftir erfiða byrjun á sínum tíma og atvik sem þessi fátíð. „En þetta er eitthvað sem á ekki að gerast.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46
Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55